Enn rökrætt um framboð Framtíðarlandsins 7. febrúar 2007 21:59 Frá fundinum í kvöld. MYND/Sigurður Mjög fjölsóttur fundur Framtíðarlandsins stendur enn yfir á Hótel Loftleiðum. Mörg hundruð manns mættu á fundinn en gildan atkvæðisrétt höfðu einungis þeir sem gerst höfðu félagar fyrir tólf á hádegi á mánudaginn var. Á fundinum var borin upp tillaga stjórnar um að boðið yrði fram í nafni Framtíðarlandsins í næstu alþingiskosningum og drög að stefnu þar að lútandi var lögð fram. Miklar umræður spunnust í kjölfar þess að tillagan var borin upp og sér ekki fyrir endann á þeim ennþá. Harða andstöðu mátti greina hjá mörgum á mælendaskrá, meðal annars hjá þeim sem hafa verið áberandi í flokkstarfi annarra flokka, svo sem Hjörleifi Guttormssyni, sem var þingmaður og ráðherra fyrir Alþýðubandalagið. Hann er einnig einn helsti hugmyndafræðingur Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í umhverfismálum. Þá tók einnig til máls Dofri Hermannsson sem hefur starfað ötullega að umhverfismálum innan Samfylkingarinnar og lagðist líkt og Hjörleifur gegn sérstöku framboði framtíðarlandsins. Dofri gagnrýndi einnig að Ómari Ragnarsyni, sem verið hefur einna mest áberandi af forsprökkum Framtíðarlandsins, skildi hafa verið meinað að taka til máls og greiða atkvæði á fundinum þar sem hann væri ekki gildur félagi í Framtíðarlandinu. Ómar Ragnarsson lýsti því yfir í kvöldfréttum Stöðvar tvö að hann myndi leggjast gegn sérstöku framboði Framtíðarlandsins en væri annars hlynntur því að nýtt framboð umhverfissinna kæmi fram á sjónarsviðið undir formerkjum hægri grænnar stefnu. Eftir japl og jaml og fuður var Ómari þó leyft að stíga í pontu þar sem hann lýsti fyrri skoðun sinni og dró hvergi af sér. Að lokum vakti athygli að Guðrún Ásmundsdóttir, einn helsti stuðningsmaður Margrétar Sverrisdóttur, fyrrum framkvæmdastjóra Frjálslynda flokksins og ritara, sem nú hefur sagt skilið við flokkinn, lýsti yfir eindregnum stuðningi við að Framtíðarlandið byði fram í kosningum í vor. Þegar er byrjað að kjósa um tillöguna en þorri fundarmanna hefur ekki kosið þar sem umræður standa enn yfir. Fréttir Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira
Mjög fjölsóttur fundur Framtíðarlandsins stendur enn yfir á Hótel Loftleiðum. Mörg hundruð manns mættu á fundinn en gildan atkvæðisrétt höfðu einungis þeir sem gerst höfðu félagar fyrir tólf á hádegi á mánudaginn var. Á fundinum var borin upp tillaga stjórnar um að boðið yrði fram í nafni Framtíðarlandsins í næstu alþingiskosningum og drög að stefnu þar að lútandi var lögð fram. Miklar umræður spunnust í kjölfar þess að tillagan var borin upp og sér ekki fyrir endann á þeim ennþá. Harða andstöðu mátti greina hjá mörgum á mælendaskrá, meðal annars hjá þeim sem hafa verið áberandi í flokkstarfi annarra flokka, svo sem Hjörleifi Guttormssyni, sem var þingmaður og ráðherra fyrir Alþýðubandalagið. Hann er einnig einn helsti hugmyndafræðingur Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í umhverfismálum. Þá tók einnig til máls Dofri Hermannsson sem hefur starfað ötullega að umhverfismálum innan Samfylkingarinnar og lagðist líkt og Hjörleifur gegn sérstöku framboði framtíðarlandsins. Dofri gagnrýndi einnig að Ómari Ragnarsyni, sem verið hefur einna mest áberandi af forsprökkum Framtíðarlandsins, skildi hafa verið meinað að taka til máls og greiða atkvæði á fundinum þar sem hann væri ekki gildur félagi í Framtíðarlandinu. Ómar Ragnarsson lýsti því yfir í kvöldfréttum Stöðvar tvö að hann myndi leggjast gegn sérstöku framboði Framtíðarlandsins en væri annars hlynntur því að nýtt framboð umhverfissinna kæmi fram á sjónarsviðið undir formerkjum hægri grænnar stefnu. Eftir japl og jaml og fuður var Ómari þó leyft að stíga í pontu þar sem hann lýsti fyrri skoðun sinni og dró hvergi af sér. Að lokum vakti athygli að Guðrún Ásmundsdóttir, einn helsti stuðningsmaður Margrétar Sverrisdóttur, fyrrum framkvæmdastjóra Frjálslynda flokksins og ritara, sem nú hefur sagt skilið við flokkinn, lýsti yfir eindregnum stuðningi við að Framtíðarlandið byði fram í kosningum í vor. Þegar er byrjað að kjósa um tillöguna en þorri fundarmanna hefur ekki kosið þar sem umræður standa enn yfir.
Fréttir Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira