Enn rökrætt um framboð Framtíðarlandsins 7. febrúar 2007 21:59 Frá fundinum í kvöld. MYND/Sigurður Mjög fjölsóttur fundur Framtíðarlandsins stendur enn yfir á Hótel Loftleiðum. Mörg hundruð manns mættu á fundinn en gildan atkvæðisrétt höfðu einungis þeir sem gerst höfðu félagar fyrir tólf á hádegi á mánudaginn var. Á fundinum var borin upp tillaga stjórnar um að boðið yrði fram í nafni Framtíðarlandsins í næstu alþingiskosningum og drög að stefnu þar að lútandi var lögð fram. Miklar umræður spunnust í kjölfar þess að tillagan var borin upp og sér ekki fyrir endann á þeim ennþá. Harða andstöðu mátti greina hjá mörgum á mælendaskrá, meðal annars hjá þeim sem hafa verið áberandi í flokkstarfi annarra flokka, svo sem Hjörleifi Guttormssyni, sem var þingmaður og ráðherra fyrir Alþýðubandalagið. Hann er einnig einn helsti hugmyndafræðingur Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í umhverfismálum. Þá tók einnig til máls Dofri Hermannsson sem hefur starfað ötullega að umhverfismálum innan Samfylkingarinnar og lagðist líkt og Hjörleifur gegn sérstöku framboði framtíðarlandsins. Dofri gagnrýndi einnig að Ómari Ragnarsyni, sem verið hefur einna mest áberandi af forsprökkum Framtíðarlandsins, skildi hafa verið meinað að taka til máls og greiða atkvæði á fundinum þar sem hann væri ekki gildur félagi í Framtíðarlandinu. Ómar Ragnarsson lýsti því yfir í kvöldfréttum Stöðvar tvö að hann myndi leggjast gegn sérstöku framboði Framtíðarlandsins en væri annars hlynntur því að nýtt framboð umhverfissinna kæmi fram á sjónarsviðið undir formerkjum hægri grænnar stefnu. Eftir japl og jaml og fuður var Ómari þó leyft að stíga í pontu þar sem hann lýsti fyrri skoðun sinni og dró hvergi af sér. Að lokum vakti athygli að Guðrún Ásmundsdóttir, einn helsti stuðningsmaður Margrétar Sverrisdóttur, fyrrum framkvæmdastjóra Frjálslynda flokksins og ritara, sem nú hefur sagt skilið við flokkinn, lýsti yfir eindregnum stuðningi við að Framtíðarlandið byði fram í kosningum í vor. Þegar er byrjað að kjósa um tillöguna en þorri fundarmanna hefur ekki kosið þar sem umræður standa enn yfir. Fréttir Innlent Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Mjög fjölsóttur fundur Framtíðarlandsins stendur enn yfir á Hótel Loftleiðum. Mörg hundruð manns mættu á fundinn en gildan atkvæðisrétt höfðu einungis þeir sem gerst höfðu félagar fyrir tólf á hádegi á mánudaginn var. Á fundinum var borin upp tillaga stjórnar um að boðið yrði fram í nafni Framtíðarlandsins í næstu alþingiskosningum og drög að stefnu þar að lútandi var lögð fram. Miklar umræður spunnust í kjölfar þess að tillagan var borin upp og sér ekki fyrir endann á þeim ennþá. Harða andstöðu mátti greina hjá mörgum á mælendaskrá, meðal annars hjá þeim sem hafa verið áberandi í flokkstarfi annarra flokka, svo sem Hjörleifi Guttormssyni, sem var þingmaður og ráðherra fyrir Alþýðubandalagið. Hann er einnig einn helsti hugmyndafræðingur Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í umhverfismálum. Þá tók einnig til máls Dofri Hermannsson sem hefur starfað ötullega að umhverfismálum innan Samfylkingarinnar og lagðist líkt og Hjörleifur gegn sérstöku framboði framtíðarlandsins. Dofri gagnrýndi einnig að Ómari Ragnarsyni, sem verið hefur einna mest áberandi af forsprökkum Framtíðarlandsins, skildi hafa verið meinað að taka til máls og greiða atkvæði á fundinum þar sem hann væri ekki gildur félagi í Framtíðarlandinu. Ómar Ragnarsson lýsti því yfir í kvöldfréttum Stöðvar tvö að hann myndi leggjast gegn sérstöku framboði Framtíðarlandsins en væri annars hlynntur því að nýtt framboð umhverfissinna kæmi fram á sjónarsviðið undir formerkjum hægri grænnar stefnu. Eftir japl og jaml og fuður var Ómari þó leyft að stíga í pontu þar sem hann lýsti fyrri skoðun sinni og dró hvergi af sér. Að lokum vakti athygli að Guðrún Ásmundsdóttir, einn helsti stuðningsmaður Margrétar Sverrisdóttur, fyrrum framkvæmdastjóra Frjálslynda flokksins og ritara, sem nú hefur sagt skilið við flokkinn, lýsti yfir eindregnum stuðningi við að Framtíðarlandið byði fram í kosningum í vor. Þegar er byrjað að kjósa um tillöguna en þorri fundarmanna hefur ekki kosið þar sem umræður standa enn yfir.
Fréttir Innlent Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira