Of seint að læra að prjóna 7. febrúar 2007 20:15 Það kom flatt upp á marga í íslenska flugheiminum fyrir 22 árum þegar Arngrímur Jóhannsson sagði upp stöðu sinni sem yfirflugstjóri Arnarflugs, stofnaði sitt eigið flugfélag, og keypti gamla Boeing þotu. Nú stendur hann enn á tímamótum, kominn í nýtt félag, og er í fyrsta sinn á ferlinum að láta smíða fyrir sig þotur. Arngrímur hefur verið lítt áberandi frá því hann seldi meirihluta sinn í Atlanta flugfélaginu. Þessi kaup nú á þotunum sex sýna að hann sé fjarri því sestur í helgan stein. Arngrímur sagði „Ég kem nú ósköp lítið nálægt þessu nema bara svona til þess að vera með strákunum en ég er partur af þessu félagi, Avion Aircraft Trading, en hættur í Atlanta sem slíku." Aðspurður sagði Arngrímur að honum fyndist gaman að þessu ennþá.„Já já, ég er orðinn það gamall sko að það er of seint að kenna manni að prjóna svo eitthvað verður maður að gera." Það hefur verið furðuhljótt um þetta íslenska félag og þó hefur það, fyrir þessi kaup nú, keypt 21 þotu og það allt breiðþotur. Þegar Arngrímur var spurður út í hvers kyns félag Avion Aircraft Trading væri svaraði hann að „Það er eins og nafnið bendir til, það bara kaupir og selur og leigir flugvélar. Og ef við leigjum þær þá er það öðruvísi en Atlanta, þá leigðum við hana alltaf með áhöfnum og viðhaldi og tryggingu. Núna leigjum við vélarnar bara það sem er kallað þurrt, bara dry. Bara leigjum vélina og sá sem tekur hana á leigu þarf að sjá um áhafnir, viðhald, tryggingar og bara allt saman. Arngrímur var í fyrsta sinn í gær að skoða Airbus verksmiðjurnar. Hann veðjar nú á nýja tegund fragtþotu sem spáð er að verði eftirsótt á næstu áratugum. Þeir Arngrímur og Hafþór Hafsteinsson eiga, ásamt stjórnendum fyrirtækisins, 51% meirihluta í Avion Aircraft Trading en 49% eru í eigu Eimskipafélagsins. Fréttir Innlent Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira
Það kom flatt upp á marga í íslenska flugheiminum fyrir 22 árum þegar Arngrímur Jóhannsson sagði upp stöðu sinni sem yfirflugstjóri Arnarflugs, stofnaði sitt eigið flugfélag, og keypti gamla Boeing þotu. Nú stendur hann enn á tímamótum, kominn í nýtt félag, og er í fyrsta sinn á ferlinum að láta smíða fyrir sig þotur. Arngrímur hefur verið lítt áberandi frá því hann seldi meirihluta sinn í Atlanta flugfélaginu. Þessi kaup nú á þotunum sex sýna að hann sé fjarri því sestur í helgan stein. Arngrímur sagði „Ég kem nú ósköp lítið nálægt þessu nema bara svona til þess að vera með strákunum en ég er partur af þessu félagi, Avion Aircraft Trading, en hættur í Atlanta sem slíku." Aðspurður sagði Arngrímur að honum fyndist gaman að þessu ennþá.„Já já, ég er orðinn það gamall sko að það er of seint að kenna manni að prjóna svo eitthvað verður maður að gera." Það hefur verið furðuhljótt um þetta íslenska félag og þó hefur það, fyrir þessi kaup nú, keypt 21 þotu og það allt breiðþotur. Þegar Arngrímur var spurður út í hvers kyns félag Avion Aircraft Trading væri svaraði hann að „Það er eins og nafnið bendir til, það bara kaupir og selur og leigir flugvélar. Og ef við leigjum þær þá er það öðruvísi en Atlanta, þá leigðum við hana alltaf með áhöfnum og viðhaldi og tryggingu. Núna leigjum við vélarnar bara það sem er kallað þurrt, bara dry. Bara leigjum vélina og sá sem tekur hana á leigu þarf að sjá um áhafnir, viðhald, tryggingar og bara allt saman. Arngrímur var í fyrsta sinn í gær að skoða Airbus verksmiðjurnar. Hann veðjar nú á nýja tegund fragtþotu sem spáð er að verði eftirsótt á næstu áratugum. Þeir Arngrímur og Hafþór Hafsteinsson eiga, ásamt stjórnendum fyrirtækisins, 51% meirihluta í Avion Aircraft Trading en 49% eru í eigu Eimskipafélagsins.
Fréttir Innlent Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira