Of seint að læra að prjóna 7. febrúar 2007 20:15 Það kom flatt upp á marga í íslenska flugheiminum fyrir 22 árum þegar Arngrímur Jóhannsson sagði upp stöðu sinni sem yfirflugstjóri Arnarflugs, stofnaði sitt eigið flugfélag, og keypti gamla Boeing þotu. Nú stendur hann enn á tímamótum, kominn í nýtt félag, og er í fyrsta sinn á ferlinum að láta smíða fyrir sig þotur. Arngrímur hefur verið lítt áberandi frá því hann seldi meirihluta sinn í Atlanta flugfélaginu. Þessi kaup nú á þotunum sex sýna að hann sé fjarri því sestur í helgan stein. Arngrímur sagði „Ég kem nú ósköp lítið nálægt þessu nema bara svona til þess að vera með strákunum en ég er partur af þessu félagi, Avion Aircraft Trading, en hættur í Atlanta sem slíku." Aðspurður sagði Arngrímur að honum fyndist gaman að þessu ennþá.„Já já, ég er orðinn það gamall sko að það er of seint að kenna manni að prjóna svo eitthvað verður maður að gera." Það hefur verið furðuhljótt um þetta íslenska félag og þó hefur það, fyrir þessi kaup nú, keypt 21 þotu og það allt breiðþotur. Þegar Arngrímur var spurður út í hvers kyns félag Avion Aircraft Trading væri svaraði hann að „Það er eins og nafnið bendir til, það bara kaupir og selur og leigir flugvélar. Og ef við leigjum þær þá er það öðruvísi en Atlanta, þá leigðum við hana alltaf með áhöfnum og viðhaldi og tryggingu. Núna leigjum við vélarnar bara það sem er kallað þurrt, bara dry. Bara leigjum vélina og sá sem tekur hana á leigu þarf að sjá um áhafnir, viðhald, tryggingar og bara allt saman. Arngrímur var í fyrsta sinn í gær að skoða Airbus verksmiðjurnar. Hann veðjar nú á nýja tegund fragtþotu sem spáð er að verði eftirsótt á næstu áratugum. Þeir Arngrímur og Hafþór Hafsteinsson eiga, ásamt stjórnendum fyrirtækisins, 51% meirihluta í Avion Aircraft Trading en 49% eru í eigu Eimskipafélagsins. Fréttir Innlent Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Sjá meira
Það kom flatt upp á marga í íslenska flugheiminum fyrir 22 árum þegar Arngrímur Jóhannsson sagði upp stöðu sinni sem yfirflugstjóri Arnarflugs, stofnaði sitt eigið flugfélag, og keypti gamla Boeing þotu. Nú stendur hann enn á tímamótum, kominn í nýtt félag, og er í fyrsta sinn á ferlinum að láta smíða fyrir sig þotur. Arngrímur hefur verið lítt áberandi frá því hann seldi meirihluta sinn í Atlanta flugfélaginu. Þessi kaup nú á þotunum sex sýna að hann sé fjarri því sestur í helgan stein. Arngrímur sagði „Ég kem nú ósköp lítið nálægt þessu nema bara svona til þess að vera með strákunum en ég er partur af þessu félagi, Avion Aircraft Trading, en hættur í Atlanta sem slíku." Aðspurður sagði Arngrímur að honum fyndist gaman að þessu ennþá.„Já já, ég er orðinn það gamall sko að það er of seint að kenna manni að prjóna svo eitthvað verður maður að gera." Það hefur verið furðuhljótt um þetta íslenska félag og þó hefur það, fyrir þessi kaup nú, keypt 21 þotu og það allt breiðþotur. Þegar Arngrímur var spurður út í hvers kyns félag Avion Aircraft Trading væri svaraði hann að „Það er eins og nafnið bendir til, það bara kaupir og selur og leigir flugvélar. Og ef við leigjum þær þá er það öðruvísi en Atlanta, þá leigðum við hana alltaf með áhöfnum og viðhaldi og tryggingu. Núna leigjum við vélarnar bara það sem er kallað þurrt, bara dry. Bara leigjum vélina og sá sem tekur hana á leigu þarf að sjá um áhafnir, viðhald, tryggingar og bara allt saman. Arngrímur var í fyrsta sinn í gær að skoða Airbus verksmiðjurnar. Hann veðjar nú á nýja tegund fragtþotu sem spáð er að verði eftirsótt á næstu áratugum. Þeir Arngrímur og Hafþór Hafsteinsson eiga, ásamt stjórnendum fyrirtækisins, 51% meirihluta í Avion Aircraft Trading en 49% eru í eigu Eimskipafélagsins.
Fréttir Innlent Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Sjá meira