3 milljónir króna í miskabætur raunhæfar 7. febrúar 2007 19:11 Saga drengjanna í Breiðavík sýnir hvernig samfélagið getur framleitt afbrotamenn, segir Guðrún Ögmundsdóttir. Hún segir ekki óraunhæft að borga fórnarlömbum ofbeldis í Breiðavík þrjár milljónir í miskabætur fyrir þjáningar sínar. Talið er að um 100 börn hafi búið við skelfilegar aðstæður í Breiðavík á sjötta og sjöunda áratugnum. Guðrún Ögmundsdóttir þingmaður Samfylkingar mætti í hádegisviðtalið í dag og er slegin eins og flestir af frásögnum manna sem dvöldu þar sem drengir. Fyrsta skrefið, segir Guðrún, er þó að rannsaka málið. "Það þarf náttúrlega að skoða gömul gögn, ræða við alla þessa einstaklinga og gera opinbera skýrslu um málið." Sömuleiðis þarf að skoða hvað nágrannaþjóðir okkar hafa gert í viðlíka málum. Guðrún segir um þrjú ár síðan Norðmenn fóru að rannsaka ofbeldismál á vistheimilum barna í Noregi. Í kjölfarið samþykkti norska Stórþingið að greiða fórnarlömbum ofbeldis á slíkum heimilum þrjár milljónir króna í miskabætur. Það er ekki óraunhæf tala, segir Guðrún. Bætur hrökkvi þó ekki til, mennirnir þurfi aðstoð við að vinna úr sinni erfiðu reynslu. Hún telur hið opinbera þurfa að axla ábyrgð á því að senda börn í vist á þennan stað og finna sátt í málinu svo mennirnir fái uppreisn æru. "Mér finnst þetta líka segja okkur það hvernig samfélag getur búið til afbrotamenn. Við verðum að taka alvarlega okkar minnstu bræður. Við getum ekki sagt að allt sé leyfilegt gagnvart þeim af því að þeir séu ýmist dópistar eða eitthvað annað." Fréttir Innlent Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira
Saga drengjanna í Breiðavík sýnir hvernig samfélagið getur framleitt afbrotamenn, segir Guðrún Ögmundsdóttir. Hún segir ekki óraunhæft að borga fórnarlömbum ofbeldis í Breiðavík þrjár milljónir í miskabætur fyrir þjáningar sínar. Talið er að um 100 börn hafi búið við skelfilegar aðstæður í Breiðavík á sjötta og sjöunda áratugnum. Guðrún Ögmundsdóttir þingmaður Samfylkingar mætti í hádegisviðtalið í dag og er slegin eins og flestir af frásögnum manna sem dvöldu þar sem drengir. Fyrsta skrefið, segir Guðrún, er þó að rannsaka málið. "Það þarf náttúrlega að skoða gömul gögn, ræða við alla þessa einstaklinga og gera opinbera skýrslu um málið." Sömuleiðis þarf að skoða hvað nágrannaþjóðir okkar hafa gert í viðlíka málum. Guðrún segir um þrjú ár síðan Norðmenn fóru að rannsaka ofbeldismál á vistheimilum barna í Noregi. Í kjölfarið samþykkti norska Stórþingið að greiða fórnarlömbum ofbeldis á slíkum heimilum þrjár milljónir króna í miskabætur. Það er ekki óraunhæf tala, segir Guðrún. Bætur hrökkvi þó ekki til, mennirnir þurfi aðstoð við að vinna úr sinni erfiðu reynslu. Hún telur hið opinbera þurfa að axla ábyrgð á því að senda börn í vist á þennan stað og finna sátt í málinu svo mennirnir fái uppreisn æru. "Mér finnst þetta líka segja okkur það hvernig samfélag getur búið til afbrotamenn. Við verðum að taka alvarlega okkar minnstu bræður. Við getum ekki sagt að allt sé leyfilegt gagnvart þeim af því að þeir séu ýmist dópistar eða eitthvað annað."
Fréttir Innlent Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira