Forsætisráðherra boðar lækkun skatta á fyrirtæki 7. febrúar 2007 18:30 Forsætisráðherra boðaði einföldun á skattkerfinu og lækkun skatta á fyrirtæki til að auka samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja á viðskiptaþingi í dag. Formaður viðskiptaráðs segir hvalveiðar Íslendinga geta sett árangur útrásarfyrirtækjanna í uppnám. Yfirskrift viðskiptaþings að þessu sinni var Ísland besti í heimi? En stjórnvöld hafa unnið að því með atvinnulífinu að undanförnu að finna út hvernig bæta megi ímynd Íslands erlendis. Forsætisráðherra kom inn á þessi mál í ræðu sinni. Hann benti m.a. á að mannauðurinn væri dýrmætasta auðlyndin og í þeim efnum þyrfti t.d. auðvelda útlendingum sem hér vildu búa og starfa aðlögun og einnig væri brýnt að stjórnvöld og fyrirtæki tækju höndum saman um að útrýma launamun kynjanna. Geir H Haarde forsætisráðherra sagði lækkun skatta á fyrirtæki hafa auðveldað þeim að stækka og dafna og skilaði meiri tekjum í ríkissjóð. "Árið 2001 þegar skatthlutfallið var var 30% námu tekjur ríkisins einungs 9 milljörðum króna, en á síðasta ári skilaði 18% skattur tæplega 34 milljörðum," sagði forsætisráðherra. Forsætisráðherra boðaði að til greina kæmi að lækka þennan skatt enn frekar, enda væri hann að lækka í örðum löndum. Þá sagði Geir að 10 prósenta einfaldur fjármagnstekjuskattur væri betri en flókinn og hár skattur. Og forsætisráðherra sagði ríkisstjórnina vinna að ýmsum leiðum til að einfalda skattkerfið og auðvelda fyrirtækjum að athafna sig. "Jákvæð reynsla okkar af skattbreytingum á undanförnum árum styrkir mig í þeirri trú að ef við göngum enn lengra í þessum efnum munum við ná meiri árangri við að byggja hér upp öflug fyrirtæki sem aftur skila miklum skatttekjum," sagði Geir. Ímynd Íslands var mál málanna í dag og breski sérfræðingurinn Simon Anholt yfir hvað mætti gera betur í þeim efnum, en eitt af því sem hefur neikvæð áhrif á hana eru hvalveiðar Íslendinga að mati Erlendar Hjaltasonar formanns viðskiptaráðs. "Sú neikvæða ímynd sem Ísland fær af hvalveiðum getur sett sumt af því sem gert hefur verið ú ppnám," sagði Erlendur. Skemmt fyrir því sem unnið hefur verið á síðast liðnum árum eða þrýst íslenskum útrásarfyrirtækjum til að hætta að tengja fyrirtækin við Ísland. Fréttir Innlent Mest lesið Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Fleiri fréttir Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Sjá meira
Forsætisráðherra boðaði einföldun á skattkerfinu og lækkun skatta á fyrirtæki til að auka samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja á viðskiptaþingi í dag. Formaður viðskiptaráðs segir hvalveiðar Íslendinga geta sett árangur útrásarfyrirtækjanna í uppnám. Yfirskrift viðskiptaþings að þessu sinni var Ísland besti í heimi? En stjórnvöld hafa unnið að því með atvinnulífinu að undanförnu að finna út hvernig bæta megi ímynd Íslands erlendis. Forsætisráðherra kom inn á þessi mál í ræðu sinni. Hann benti m.a. á að mannauðurinn væri dýrmætasta auðlyndin og í þeim efnum þyrfti t.d. auðvelda útlendingum sem hér vildu búa og starfa aðlögun og einnig væri brýnt að stjórnvöld og fyrirtæki tækju höndum saman um að útrýma launamun kynjanna. Geir H Haarde forsætisráðherra sagði lækkun skatta á fyrirtæki hafa auðveldað þeim að stækka og dafna og skilaði meiri tekjum í ríkissjóð. "Árið 2001 þegar skatthlutfallið var var 30% námu tekjur ríkisins einungs 9 milljörðum króna, en á síðasta ári skilaði 18% skattur tæplega 34 milljörðum," sagði forsætisráðherra. Forsætisráðherra boðaði að til greina kæmi að lækka þennan skatt enn frekar, enda væri hann að lækka í örðum löndum. Þá sagði Geir að 10 prósenta einfaldur fjármagnstekjuskattur væri betri en flókinn og hár skattur. Og forsætisráðherra sagði ríkisstjórnina vinna að ýmsum leiðum til að einfalda skattkerfið og auðvelda fyrirtækjum að athafna sig. "Jákvæð reynsla okkar af skattbreytingum á undanförnum árum styrkir mig í þeirri trú að ef við göngum enn lengra í þessum efnum munum við ná meiri árangri við að byggja hér upp öflug fyrirtæki sem aftur skila miklum skatttekjum," sagði Geir. Ímynd Íslands var mál málanna í dag og breski sérfræðingurinn Simon Anholt yfir hvað mætti gera betur í þeim efnum, en eitt af því sem hefur neikvæð áhrif á hana eru hvalveiðar Íslendinga að mati Erlendar Hjaltasonar formanns viðskiptaráðs. "Sú neikvæða ímynd sem Ísland fær af hvalveiðum getur sett sumt af því sem gert hefur verið ú ppnám," sagði Erlendur. Skemmt fyrir því sem unnið hefur verið á síðast liðnum árum eða þrýst íslenskum útrásarfyrirtækjum til að hætta að tengja fyrirtækin við Ísland.
Fréttir Innlent Mest lesið Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Fleiri fréttir Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Sjá meira