Innlent

Baugstölur teknar úr samhengi

Frá málsmeðferð Baugsmálsins í Hæstarétti.
Frá málsmeðferð Baugsmálsins í Hæstarétti. MYND/GVA

Starfstengdar greiðslur til æðstu yfirmanna Baugs voru samningsbundnar í starfssamningum og ekki teknar úr sjóðum félagsins ófrjálsri hendi eins og gefið hefur verið í skyn í fréttum RUV. Tölur sem fréttirnar byggðu á voru teknar úr samhengi. Þetta kemur frá í fréttatilkynningu frá Baugi Group hf.

Þá voru reglur um skattlagningu vegna kaupréttar á hlutafé óljósar á þeim tíma sem um ræðir, líkt og kemur fram í hæstaréttardómi í máli skattayfirvalda vegna starfsmanna Landsbanka Íslands.

Í tilkynningunni segir að embætti Ríkislögreglustjóra reyni að koma höggi á sakborninga málsins með því að leka upplýsingum til fjölmiðla og hafa þannig áhrif á aðalmeðferð í eftirstöðvum Baugsmálsins, sem hefst í Hérðasdómi Reykjavíkur í næstu viku.

Vitnað er í ummæli Páls E. Winkel í Morgunblaðinu um rannsókn Baugsmálsins og neikvæðan hug starfsmanna embættisins gagnvart málinu og þeim einstaklingum sem í hlut eiga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×