Innlent

Sænskt fjölskyldufólk háð hinu opinbera

Áhrif sænska skatta- og velferðarkerfisins á lífskjör meðal- og lágtekjufólks í Svíþjóð verður efni fyrirlesturs í Háskólanum í Reykjavík.
Áhrif sænska skatta- og velferðarkerfisins á lífskjör meðal- og lágtekjufólks í Svíþjóð verður efni fyrirlesturs í Háskólanum í Reykjavík. MYND/E.Ól.

Í nýrri bók sænska hagfræðingsins Dr. Fredrik Bergström er tekið fyrir hvernig háskattapólitík í Svíþjóð hefur gert venjulegt sænskt fjölskyldufólk háð hinu opinbera um efnahagslegt og félagslegt öryggi.

Höfundurinn heldur fyrirlestur í Háskólanum í Reykjavík um efni bókarinnar og annarar bókar þar sem borin eru saman lífskjör í Svíþjóð og Bandaríkjunum.

Fyrirlesturinn verður á fimmtudaginn í húsnæði Háskólans í Reykjavík við Ofanleiti og hefst klukkan 16.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×