Innlent

Vel heppnað Fjölskylduþing í Reykjanesbæ

Það var fjölmenni á Fjölskylduþingi Reykjanesbæjar um helgina.
Það var fjölmenni á Fjölskylduþingi Reykjanesbæjar um helgina. MYND/Reykjanesbær
Fjölskyldu-og félagsþjónusta Reykjanesbæjar stóð fyrir fjölskylduþingi um síðustu helgi og var markmið þess að endurskoða fjölskyldustefnu bæjarins. Í fréttatilkynningu segir að þingið hafi verið afar vel heppnað en þar voru fjölskyldutengd verkefni úr framtíðaarsýn bæjarins til ársins 2010 kynnt. Hera Ósk Einarsdóttir verkefnastjóri kynnti forvarnarverkefni Reykjanesbæjar, en Hjördís Árnadóttir félagsmálastjóri kynnti fjölskyldustefnuna. Að fyrirlestrum loknum störfuðu vinnuhópar að endurskoðun fjölskyldustefnunnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×