Kosningavíxlar, samgönguáætlun, loftslagsbreytingar, prumpandi kýr Egill Helgason skrifar 3. febrúar 2007 20:20 Loforðasúpa ráðherra fyrir kosningar er gengin langt út í öfgar. Hví leggur samgönguráðherra fram samgönguáætlun þremur mánuðum fyrir kosningar? Er það ekki í hæsta máta óeðlilegt? Býst einhver við því að Sturla Böðvarsson verði ráðherra eftir kosningarnar? Eru loforð hans einhvers virði? Heyrir maður til dæmis um stjórnanda fyrirtækis sem leggur fram allsherjar stefnu fyrir starfsemina – nokkrum dögum áður en ráðgert er að hann láti af störfum? Og Guðni Ágústsson. Hví er hann að undirrita risasamning við sauðfjárbændur rétt fyrir kosningar? Væri ekki eðlilegra að nýr ráðherra skoðaði málin, gerði slíkan samning eða gerði hann ekki? Hið sama gildir um Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur og loforð hennar um auknar fjárveitingar til Háskóla Íslands, Siv Friðleifsdóttur sem lætur prenta bækling um sýn sína í öldrunarþjónustu - og svo skilst manni að ríkisstjórnin ætli að fara að kynna umhverfisstefnu. Svona breytast ráðuneytin í kosningaskrifstofur. Þetta kallast kosningavíxlar og eru alsiða í pólitíkinni. En ekkert betri fyrir það. --- --- --- Annars tók ég eftir því að í samgönguáætlun Sturlu er gert ráð fyrir peningum til mislægra gatnamóta á mótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar. Þetta er einhver mesta óþurftarframkvæmd sem um getur, eftir að þarna komu tvöföld beygjuljós. Svo mun þetta mannvirki útheimta annað eins niðri í Lönguhlíð þar sem hinn raunverulegi flöskuháls er. Framtíðin er nýjar leiðir út úr borginni - Hlíðarfótur og vonandi líka brú yfir Skerjafjörð en með henni væri hægt að komast á örskotsstundu milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. Svo brúum við þaðan yfir í Straumsvík og þá er ekkert mál að flytja innanlandsflugið til Keflavíkur. Nema að við komum því fyrir á Álftanesi. --- --- --- Ég fékk skammir fyrir að skrifa um gróðurhúsaáhrif í pínu léttúðugum tóni hérna um daginn. Sannar reyndar það sem ég var að segja - innan skamms verður þetta orðinn nýr rétttrúnaður. Nú eru í gildi lög um að ekki megi tala um reykingar nema í neikvæðum tóni í fjölmiðlum, bráðum verður sama bannhelgi farin að ríkja í loftslagsmálunum. Maður mun ekki voga sér reykja, flokka allt sorp vandlega, halda nákvæma koltvísýringsreikninga. Hjóla allra sinna ferða - og vei þeim sem gleymir hjálminum! Ég ætla alls ekki að halda því fram að þessar loftslagsbreytingar séu ekki raunveruleiki. Benti bara á að það eru til fleiri dæmi um slíkar dómsdagsspár - sem hafa ekki ræst. En því verður ekki neitað að heitasta plánetan er Venus - og þar er andrúmsloftið aðallega koltvísýringur. Líklega þarf mannkynið að breyta lífsháttum sínum. Og þá er ekki bara spurning um bíla, flugvélar eða verksmiðjur. Í ágætri grein sem ég las kemur fram að einn mesti skaðvaldurinn er landbúnaðurinn. Ástæður fyrir þessu eru ýmsar, miklir flutningar á matvælum, mikil olíunotkun skógar sem eru ruddir til að skapa beitarhaga og akra til að fæða dýrin - og svo ekki síst allar skepnurnar sem eru síprumpandi og skítandi. --- --- ---- Annars talaði ég um samgönguáætlun fremst í greininni. Ef ríkisstjórn Íslands ætlar að hafa stefnu í loftslagsmálum - þarf þá ekki samgönguáætlunin að taka mið af því? Einhvern veginn finnst manni að þetta hljóti að tengjast. Og kannski sauðfjárræktarsamningurinn líka? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun
Loforðasúpa ráðherra fyrir kosningar er gengin langt út í öfgar. Hví leggur samgönguráðherra fram samgönguáætlun þremur mánuðum fyrir kosningar? Er það ekki í hæsta máta óeðlilegt? Býst einhver við því að Sturla Böðvarsson verði ráðherra eftir kosningarnar? Eru loforð hans einhvers virði? Heyrir maður til dæmis um stjórnanda fyrirtækis sem leggur fram allsherjar stefnu fyrir starfsemina – nokkrum dögum áður en ráðgert er að hann láti af störfum? Og Guðni Ágústsson. Hví er hann að undirrita risasamning við sauðfjárbændur rétt fyrir kosningar? Væri ekki eðlilegra að nýr ráðherra skoðaði málin, gerði slíkan samning eða gerði hann ekki? Hið sama gildir um Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur og loforð hennar um auknar fjárveitingar til Háskóla Íslands, Siv Friðleifsdóttur sem lætur prenta bækling um sýn sína í öldrunarþjónustu - og svo skilst manni að ríkisstjórnin ætli að fara að kynna umhverfisstefnu. Svona breytast ráðuneytin í kosningaskrifstofur. Þetta kallast kosningavíxlar og eru alsiða í pólitíkinni. En ekkert betri fyrir það. --- --- --- Annars tók ég eftir því að í samgönguáætlun Sturlu er gert ráð fyrir peningum til mislægra gatnamóta á mótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar. Þetta er einhver mesta óþurftarframkvæmd sem um getur, eftir að þarna komu tvöföld beygjuljós. Svo mun þetta mannvirki útheimta annað eins niðri í Lönguhlíð þar sem hinn raunverulegi flöskuháls er. Framtíðin er nýjar leiðir út úr borginni - Hlíðarfótur og vonandi líka brú yfir Skerjafjörð en með henni væri hægt að komast á örskotsstundu milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. Svo brúum við þaðan yfir í Straumsvík og þá er ekkert mál að flytja innanlandsflugið til Keflavíkur. Nema að við komum því fyrir á Álftanesi. --- --- --- Ég fékk skammir fyrir að skrifa um gróðurhúsaáhrif í pínu léttúðugum tóni hérna um daginn. Sannar reyndar það sem ég var að segja - innan skamms verður þetta orðinn nýr rétttrúnaður. Nú eru í gildi lög um að ekki megi tala um reykingar nema í neikvæðum tóni í fjölmiðlum, bráðum verður sama bannhelgi farin að ríkja í loftslagsmálunum. Maður mun ekki voga sér reykja, flokka allt sorp vandlega, halda nákvæma koltvísýringsreikninga. Hjóla allra sinna ferða - og vei þeim sem gleymir hjálminum! Ég ætla alls ekki að halda því fram að þessar loftslagsbreytingar séu ekki raunveruleiki. Benti bara á að það eru til fleiri dæmi um slíkar dómsdagsspár - sem hafa ekki ræst. En því verður ekki neitað að heitasta plánetan er Venus - og þar er andrúmsloftið aðallega koltvísýringur. Líklega þarf mannkynið að breyta lífsháttum sínum. Og þá er ekki bara spurning um bíla, flugvélar eða verksmiðjur. Í ágætri grein sem ég las kemur fram að einn mesti skaðvaldurinn er landbúnaðurinn. Ástæður fyrir þessu eru ýmsar, miklir flutningar á matvælum, mikil olíunotkun skógar sem eru ruddir til að skapa beitarhaga og akra til að fæða dýrin - og svo ekki síst allar skepnurnar sem eru síprumpandi og skítandi. --- --- ---- Annars talaði ég um samgönguáætlun fremst í greininni. Ef ríkisstjórn Íslands ætlar að hafa stefnu í loftslagsmálum - þarf þá ekki samgönguáætlunin að taka mið af því? Einhvern veginn finnst manni að þetta hljóti að tengjast. Og kannski sauðfjárræktarsamningurinn líka?