Innlent

Spennandi að skoða ókeypis strætó

Stjórnarformaður Strætó telur spennandi að prófa að hafa ókeypis í almenningsvagna á höfuðborgarsvæðinu en telur óvíst að notkunin aukist við það. Álitlegra sé að fjölga sérakreinum fyrir strætó til að gera kostinn vænni í umferðarþunganum.



Það er ókeypis í strætó á Akureyri og hefur notkunin aukist um 60 prósent í kjölfarið. Hjá Strætó á höfuðborgarsvæðinu skila fargjöld 700 milljónum króna sem er innan við þriðjungur af rekstrarkostnaðinum sem nemur tveimur komma tveimur milljónum króna. Það var rætt óformelga á stjórnarfundi í morgun hvort hægt væri að hafa frítt í strætó. Telur Ármann Kr. Ólafsson, stjórnarformaður Strætó bs. að það sé spennandi að sjá hvort það myndi auka farþegafjölda að hafa frítt í vagnanna. Hann telur þó að það yrði árangursríkara að fjölda akreinum þar sem strætó hafi forgang. Fagnar hann því stjórnvöld sýni almenningssamgöngum áhuga útfrá umhverfissjónarmiðum. Telur hann vert að skoða í því samhengi aðkomu ríkisins að rekstri Strætó og bendir á að fyrirtækið greiði 300 milljónir til ríkisins í formi gjalda.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×