Innlent

Blaðamannasamtök undrast skipan ráðherra

Arna Schram formaður Blaðamannafélags Íslands.
Arna Schram formaður Blaðamannafélags Íslands.

Þing norrænu blaðamannasamtakanna hefur sent Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra bréf vegna skipunar fulltrúa í stjórn Norræna blaðamannaskólans, NJC, í Árósum. Að sögn Örnu Schram formanni Blaðamannafélags Íslands tilnefndi félagið tvo aðila að beiðni ráðuneytisins í stjórnina. Menntamálaráðherra skipaði hins vegar aðra aðila í stjórn skólans.

Í bréfinu frá Mogens Blicher Bjerregård, formanni stjórnar Þings norrænu blaðamannasamtakanna, kemur fram að skipan ráðherra í nefndina brjóti í bága við skilning samtakanna á hugmyndinni um sérfræðinganefndina. Þar hafi átt að vera fulltrúar ritstjóra eða útgefenda annars vegar og blaðamannafélaga hins vegar. Útnefningin, sem tekur til aðal- og varamanns, sé þvert á allar hefðir í þessum málum þar sem hlustað er á og farið eftir tillögum samtaka í greininni. Í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku hafi hefðum verið fylgt og farið eftir tillögum samtaka í greininni.

BÍ tilnefndi þau Birgi Guðmundsson lektor og Svanborgu Sigmarsdóttur blaðamann á Fréttablaðinu sem aðal og varamenn í nefndina. Ráðherra skipaði hins vegar Ólaf Stephenssen aðstoðarritstjóra Morgunblaðsins og Elfu Ýr Gylfadóttur deildarstjóra fjölmiðladeildar menntamálaráðuneytisins í nefndina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×