Innlent

Tilnefningar Hagþenkis kynntar

Á blaðamannafundi sem nú stendur yfir í ReykjavíkurAkademíunni var verið að kynna lista 10 framúrskarandi fræðirita sem til greina koma við veitingu Viðurkenningar Hagþenkis árið 2006. Hagþenkir eru félag höfunda fræðirita og kennslugagna og viðurkenningarnar eru:

Andri Snær Magnason: Draumalandið. Sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð.

Björn Hróarsson: Íslenskir hellar.

Guðni Th. Jóhannesson: Óvinir ríkisins. Byltingarsinnar, ógnir og innra öryggi í Kalda stríðinu á Íslandi.

Gunnar Jónsson, Jónbjörn Pálsson og Jón Baldur Hlíðberg: Íslenskir fiskar.

Gunnar Karlsson og Sigurður Ragnarsson: Nýir tímar. Saga Íslands og umheimsins frá lokum 18. aldar til árþúsundamóta.

Ragnhildur Richter, Sigríður Stefánsdóttir og Steingrímur Þórðarson: Íslenska I. Kennslubók í íslensku fyrir framhaldsskóla.

Robert Jack: Hversdagsheimspeki. Upphaf og endurvakning.

Sigríður Dúna Kristmundsdóttir: Ólafía. Saga Ólafíu Jóhannsdóttur.

Þórður Tómasson: Listaætt á Austursveitum.

Þórunn Erla Valdimarsdóttir: Upp á Sigurhæðir. Saga Matthíasar Jochumssonar.

Verðlaunin verða tilkynnt og veitt í lok febrúar, en þá lýkur átaki Hagþenkis á kynningu fyrir fræðiritum og þætti þeirra í íslenskum bókmenntum og menningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×