Innlent

Þúfnapólitík réði úrslitum

Þúfnapólitík réði úrslitum hjá framsóknarmönnum á Suðurlandi, að mati Eyglóar Harðardóttur. Hún laut í lægra haldi fyrir skrifstofustjóra þingflokksins sem kjörstjórn vildi stilla upp í þriðja sætið eftir að Hjálmar Árnason gaf það frá sér.

Framsóknarmenn á Suðurlandi deildu hart í gær. Sumir vildu hækka upp listann, aðrir setja nýja manneskju inn í skarðið sem Hjálmar Árnason skildi eftir í þriðja sætinu. Tillaga kjörstjórnar um nýja manneskju, Helgu Sigrúnu Harðardóttur, skrifstofustjóra þingflokksins, fékk meirihluta atkvæða. Eygló Harðardóttir sem lenti í fjórða sætinu í prófkjörinu er ekki sátt en unir niðurstöðunni. Hún fékk rúmlega 2100 atkvæði í prófkjörinu og þriðju flest atkvæði í fyrsta til þriðja sætið - en Helga Sigrún er uppalin á Suðurnesjum, og það réði úrslitum að mati Eyglóar.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×