Útilokar sakfellingu í helmingi ákæruliða Baugsmáls hins síðara 26. janúar 2007 18:46 Settur saksóknari í Baugsmálinu og Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, eru á öndverðum meiði um túlkun á sýknudómi Hæstaréttar í gær. Gestur segir dóminn útiloka sakfellingu í átta af þeim átján liðum sem teknir verða fyrir í Héraðsdómi í febrúar. Sýknun Hæstaréttar í gær hefur í meginatriðum ekki áhrif á sakarefnin í Baugsmálinu hinu síðara, það er, ákæruliðina átján sem teknir verða fyrir í Héraðsdómi þann tólfta febrúar, sagði settur saksóknari, Sigurður Tómas Magnússon í samtali við fréttastofu í dag. Þetta er þveröfugt við niðurstöðu verjanda Jóns Ásgeirs eftir lestur hæstaréttardómsins. "Ég held að skýring Hæstaréttar á lánshugtakinu leiði til þess að ákæruliðir 2-9, það sé útilokað að það geti orðið sakfelling í þeim þætti málsins," segir Gestur Jónsson verjandi Jóns Ásgeirs. Sigurður Tómas segir í Blaðinu í dag að fullsannað sé að ólöglega hafi verið staðið að innflutningi bifreiðar á vegum Jóns Ásgeirs og honum hafi verið kunnugt um það. Með öðrum orðum að hann sé sekur þrátt fyrir sýknun. Gestur segir það grundvallarreglu að þegar dómur hafi gengið í máli um að maður sé sýkn saka þá beri ákæruvaldinu að sætta sig við þá niðurstöðu. "Og láta það alveg ógert að gefa það í skyn að maður sem hefur verið sýknaður sé ekki saklaus."En málinu er ekki lokið. Eftir eru átján nýir ákæruliðir og skattalagabrotin sem verða rannsökuð undir stjórn Rúnars Guðjónssonar sýslumanns í Reykjavík. Hann var í dag settur ríkislögreglustjóri í þessu máli eftir að Haraldur Johannessen var dæmdur vanhæfur til þess af Hæstarétti.Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur ákveðið að tjá sig ekki um sýknudóminn. En skemmst er að minnast ummæla Davíðs Oddssonar fyrrum forsætisráðherra frá því í júní 2005 þar sem hann sagði: "Ef að það kemur á daignn að þetta eru einhver pólitísk fyrirmæli til lögregluyfirvalda að þá þarf hann nú ekki að óttast mikil því að þá verður þessu öllu saman hent út í dómstólunum."Og eitthvað hefur þetta kostað. Ríkissjóður greiðir verjendum í hinu upphaflega Baugsmáli tæpar 58 milljónir króna í laun og útlagðan kostnað fyrir þessa sex liði sem eftur stóðu af upphaflegu ákærunni. Þá er ótalinn kostnaður vegna rannsóknar málsins og launakostnað ákæruvaldsins. Fréttir Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri Sjá meira
Settur saksóknari í Baugsmálinu og Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, eru á öndverðum meiði um túlkun á sýknudómi Hæstaréttar í gær. Gestur segir dóminn útiloka sakfellingu í átta af þeim átján liðum sem teknir verða fyrir í Héraðsdómi í febrúar. Sýknun Hæstaréttar í gær hefur í meginatriðum ekki áhrif á sakarefnin í Baugsmálinu hinu síðara, það er, ákæruliðina átján sem teknir verða fyrir í Héraðsdómi þann tólfta febrúar, sagði settur saksóknari, Sigurður Tómas Magnússon í samtali við fréttastofu í dag. Þetta er þveröfugt við niðurstöðu verjanda Jóns Ásgeirs eftir lestur hæstaréttardómsins. "Ég held að skýring Hæstaréttar á lánshugtakinu leiði til þess að ákæruliðir 2-9, það sé útilokað að það geti orðið sakfelling í þeim þætti málsins," segir Gestur Jónsson verjandi Jóns Ásgeirs. Sigurður Tómas segir í Blaðinu í dag að fullsannað sé að ólöglega hafi verið staðið að innflutningi bifreiðar á vegum Jóns Ásgeirs og honum hafi verið kunnugt um það. Með öðrum orðum að hann sé sekur þrátt fyrir sýknun. Gestur segir það grundvallarreglu að þegar dómur hafi gengið í máli um að maður sé sýkn saka þá beri ákæruvaldinu að sætta sig við þá niðurstöðu. "Og láta það alveg ógert að gefa það í skyn að maður sem hefur verið sýknaður sé ekki saklaus."En málinu er ekki lokið. Eftir eru átján nýir ákæruliðir og skattalagabrotin sem verða rannsökuð undir stjórn Rúnars Guðjónssonar sýslumanns í Reykjavík. Hann var í dag settur ríkislögreglustjóri í þessu máli eftir að Haraldur Johannessen var dæmdur vanhæfur til þess af Hæstarétti.Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur ákveðið að tjá sig ekki um sýknudóminn. En skemmst er að minnast ummæla Davíðs Oddssonar fyrrum forsætisráðherra frá því í júní 2005 þar sem hann sagði: "Ef að það kemur á daignn að þetta eru einhver pólitísk fyrirmæli til lögregluyfirvalda að þá þarf hann nú ekki að óttast mikil því að þá verður þessu öllu saman hent út í dómstólunum."Og eitthvað hefur þetta kostað. Ríkissjóður greiðir verjendum í hinu upphaflega Baugsmáli tæpar 58 milljónir króna í laun og útlagðan kostnað fyrir þessa sex liði sem eftur stóðu af upphaflegu ákærunni. Þá er ótalinn kostnaður vegna rannsóknar málsins og launakostnað ákæruvaldsins.
Fréttir Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri Sjá meira