Útilokar sakfellingu í helmingi ákæruliða Baugsmáls hins síðara 26. janúar 2007 18:46 Settur saksóknari í Baugsmálinu og Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, eru á öndverðum meiði um túlkun á sýknudómi Hæstaréttar í gær. Gestur segir dóminn útiloka sakfellingu í átta af þeim átján liðum sem teknir verða fyrir í Héraðsdómi í febrúar. Sýknun Hæstaréttar í gær hefur í meginatriðum ekki áhrif á sakarefnin í Baugsmálinu hinu síðara, það er, ákæruliðina átján sem teknir verða fyrir í Héraðsdómi þann tólfta febrúar, sagði settur saksóknari, Sigurður Tómas Magnússon í samtali við fréttastofu í dag. Þetta er þveröfugt við niðurstöðu verjanda Jóns Ásgeirs eftir lestur hæstaréttardómsins. "Ég held að skýring Hæstaréttar á lánshugtakinu leiði til þess að ákæruliðir 2-9, það sé útilokað að það geti orðið sakfelling í þeim þætti málsins," segir Gestur Jónsson verjandi Jóns Ásgeirs. Sigurður Tómas segir í Blaðinu í dag að fullsannað sé að ólöglega hafi verið staðið að innflutningi bifreiðar á vegum Jóns Ásgeirs og honum hafi verið kunnugt um það. Með öðrum orðum að hann sé sekur þrátt fyrir sýknun. Gestur segir það grundvallarreglu að þegar dómur hafi gengið í máli um að maður sé sýkn saka þá beri ákæruvaldinu að sætta sig við þá niðurstöðu. "Og láta það alveg ógert að gefa það í skyn að maður sem hefur verið sýknaður sé ekki saklaus."En málinu er ekki lokið. Eftir eru átján nýir ákæruliðir og skattalagabrotin sem verða rannsökuð undir stjórn Rúnars Guðjónssonar sýslumanns í Reykjavík. Hann var í dag settur ríkislögreglustjóri í þessu máli eftir að Haraldur Johannessen var dæmdur vanhæfur til þess af Hæstarétti.Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur ákveðið að tjá sig ekki um sýknudóminn. En skemmst er að minnast ummæla Davíðs Oddssonar fyrrum forsætisráðherra frá því í júní 2005 þar sem hann sagði: "Ef að það kemur á daignn að þetta eru einhver pólitísk fyrirmæli til lögregluyfirvalda að þá þarf hann nú ekki að óttast mikil því að þá verður þessu öllu saman hent út í dómstólunum."Og eitthvað hefur þetta kostað. Ríkissjóður greiðir verjendum í hinu upphaflega Baugsmáli tæpar 58 milljónir króna í laun og útlagðan kostnað fyrir þessa sex liði sem eftur stóðu af upphaflegu ákærunni. Þá er ótalinn kostnaður vegna rannsóknar málsins og launakostnað ákæruvaldsins. Fréttir Innlent Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Settur saksóknari í Baugsmálinu og Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, eru á öndverðum meiði um túlkun á sýknudómi Hæstaréttar í gær. Gestur segir dóminn útiloka sakfellingu í átta af þeim átján liðum sem teknir verða fyrir í Héraðsdómi í febrúar. Sýknun Hæstaréttar í gær hefur í meginatriðum ekki áhrif á sakarefnin í Baugsmálinu hinu síðara, það er, ákæruliðina átján sem teknir verða fyrir í Héraðsdómi þann tólfta febrúar, sagði settur saksóknari, Sigurður Tómas Magnússon í samtali við fréttastofu í dag. Þetta er þveröfugt við niðurstöðu verjanda Jóns Ásgeirs eftir lestur hæstaréttardómsins. "Ég held að skýring Hæstaréttar á lánshugtakinu leiði til þess að ákæruliðir 2-9, það sé útilokað að það geti orðið sakfelling í þeim þætti málsins," segir Gestur Jónsson verjandi Jóns Ásgeirs. Sigurður Tómas segir í Blaðinu í dag að fullsannað sé að ólöglega hafi verið staðið að innflutningi bifreiðar á vegum Jóns Ásgeirs og honum hafi verið kunnugt um það. Með öðrum orðum að hann sé sekur þrátt fyrir sýknun. Gestur segir það grundvallarreglu að þegar dómur hafi gengið í máli um að maður sé sýkn saka þá beri ákæruvaldinu að sætta sig við þá niðurstöðu. "Og láta það alveg ógert að gefa það í skyn að maður sem hefur verið sýknaður sé ekki saklaus."En málinu er ekki lokið. Eftir eru átján nýir ákæruliðir og skattalagabrotin sem verða rannsökuð undir stjórn Rúnars Guðjónssonar sýslumanns í Reykjavík. Hann var í dag settur ríkislögreglustjóri í þessu máli eftir að Haraldur Johannessen var dæmdur vanhæfur til þess af Hæstarétti.Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur ákveðið að tjá sig ekki um sýknudóminn. En skemmst er að minnast ummæla Davíðs Oddssonar fyrrum forsætisráðherra frá því í júní 2005 þar sem hann sagði: "Ef að það kemur á daignn að þetta eru einhver pólitísk fyrirmæli til lögregluyfirvalda að þá þarf hann nú ekki að óttast mikil því að þá verður þessu öllu saman hent út í dómstólunum."Og eitthvað hefur þetta kostað. Ríkissjóður greiðir verjendum í hinu upphaflega Baugsmáli tæpar 58 milljónir króna í laun og útlagðan kostnað fyrir þessa sex liði sem eftur stóðu af upphaflegu ákærunni. Þá er ótalinn kostnaður vegna rannsóknar málsins og launakostnað ákæruvaldsins.
Fréttir Innlent Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira