Útilokar sakfellingu í helmingi ákæruliða Baugsmáls hins síðara 26. janúar 2007 18:46 Settur saksóknari í Baugsmálinu og Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, eru á öndverðum meiði um túlkun á sýknudómi Hæstaréttar í gær. Gestur segir dóminn útiloka sakfellingu í átta af þeim átján liðum sem teknir verða fyrir í Héraðsdómi í febrúar. Sýknun Hæstaréttar í gær hefur í meginatriðum ekki áhrif á sakarefnin í Baugsmálinu hinu síðara, það er, ákæruliðina átján sem teknir verða fyrir í Héraðsdómi þann tólfta febrúar, sagði settur saksóknari, Sigurður Tómas Magnússon í samtali við fréttastofu í dag. Þetta er þveröfugt við niðurstöðu verjanda Jóns Ásgeirs eftir lestur hæstaréttardómsins. "Ég held að skýring Hæstaréttar á lánshugtakinu leiði til þess að ákæruliðir 2-9, það sé útilokað að það geti orðið sakfelling í þeim þætti málsins," segir Gestur Jónsson verjandi Jóns Ásgeirs. Sigurður Tómas segir í Blaðinu í dag að fullsannað sé að ólöglega hafi verið staðið að innflutningi bifreiðar á vegum Jóns Ásgeirs og honum hafi verið kunnugt um það. Með öðrum orðum að hann sé sekur þrátt fyrir sýknun. Gestur segir það grundvallarreglu að þegar dómur hafi gengið í máli um að maður sé sýkn saka þá beri ákæruvaldinu að sætta sig við þá niðurstöðu. "Og láta það alveg ógert að gefa það í skyn að maður sem hefur verið sýknaður sé ekki saklaus."En málinu er ekki lokið. Eftir eru átján nýir ákæruliðir og skattalagabrotin sem verða rannsökuð undir stjórn Rúnars Guðjónssonar sýslumanns í Reykjavík. Hann var í dag settur ríkislögreglustjóri í þessu máli eftir að Haraldur Johannessen var dæmdur vanhæfur til þess af Hæstarétti.Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur ákveðið að tjá sig ekki um sýknudóminn. En skemmst er að minnast ummæla Davíðs Oddssonar fyrrum forsætisráðherra frá því í júní 2005 þar sem hann sagði: "Ef að það kemur á daignn að þetta eru einhver pólitísk fyrirmæli til lögregluyfirvalda að þá þarf hann nú ekki að óttast mikil því að þá verður þessu öllu saman hent út í dómstólunum."Og eitthvað hefur þetta kostað. Ríkissjóður greiðir verjendum í hinu upphaflega Baugsmáli tæpar 58 milljónir króna í laun og útlagðan kostnað fyrir þessa sex liði sem eftur stóðu af upphaflegu ákærunni. Þá er ótalinn kostnaður vegna rannsóknar málsins og launakostnað ákæruvaldsins. Fréttir Innlent Mest lesið Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Fleiri fréttir Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Sjá meira
Settur saksóknari í Baugsmálinu og Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, eru á öndverðum meiði um túlkun á sýknudómi Hæstaréttar í gær. Gestur segir dóminn útiloka sakfellingu í átta af þeim átján liðum sem teknir verða fyrir í Héraðsdómi í febrúar. Sýknun Hæstaréttar í gær hefur í meginatriðum ekki áhrif á sakarefnin í Baugsmálinu hinu síðara, það er, ákæruliðina átján sem teknir verða fyrir í Héraðsdómi þann tólfta febrúar, sagði settur saksóknari, Sigurður Tómas Magnússon í samtali við fréttastofu í dag. Þetta er þveröfugt við niðurstöðu verjanda Jóns Ásgeirs eftir lestur hæstaréttardómsins. "Ég held að skýring Hæstaréttar á lánshugtakinu leiði til þess að ákæruliðir 2-9, það sé útilokað að það geti orðið sakfelling í þeim þætti málsins," segir Gestur Jónsson verjandi Jóns Ásgeirs. Sigurður Tómas segir í Blaðinu í dag að fullsannað sé að ólöglega hafi verið staðið að innflutningi bifreiðar á vegum Jóns Ásgeirs og honum hafi verið kunnugt um það. Með öðrum orðum að hann sé sekur þrátt fyrir sýknun. Gestur segir það grundvallarreglu að þegar dómur hafi gengið í máli um að maður sé sýkn saka þá beri ákæruvaldinu að sætta sig við þá niðurstöðu. "Og láta það alveg ógert að gefa það í skyn að maður sem hefur verið sýknaður sé ekki saklaus."En málinu er ekki lokið. Eftir eru átján nýir ákæruliðir og skattalagabrotin sem verða rannsökuð undir stjórn Rúnars Guðjónssonar sýslumanns í Reykjavík. Hann var í dag settur ríkislögreglustjóri í þessu máli eftir að Haraldur Johannessen var dæmdur vanhæfur til þess af Hæstarétti.Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur ákveðið að tjá sig ekki um sýknudóminn. En skemmst er að minnast ummæla Davíðs Oddssonar fyrrum forsætisráðherra frá því í júní 2005 þar sem hann sagði: "Ef að það kemur á daignn að þetta eru einhver pólitísk fyrirmæli til lögregluyfirvalda að þá þarf hann nú ekki að óttast mikil því að þá verður þessu öllu saman hent út í dómstólunum."Og eitthvað hefur þetta kostað. Ríkissjóður greiðir verjendum í hinu upphaflega Baugsmáli tæpar 58 milljónir króna í laun og útlagðan kostnað fyrir þessa sex liði sem eftur stóðu af upphaflegu ákærunni. Þá er ótalinn kostnaður vegna rannsóknar málsins og launakostnað ákæruvaldsins.
Fréttir Innlent Mest lesið Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Fleiri fréttir Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Sjá meira