Erlent

Skildi sprengju eftir í dúfnakassa

MYND/AP

Að minnsta kosti fimmtán létu lífið og tugir særðust í sprengjuárás í miðborg Bagdad í morgun. Hryðjuverkið var framið á fjölförnum dýramarkaði í miðborginni en talið er að árásarmaðurinn hafi falið vítisvél sína í kassa sem var fullur af dúfum.

Hann skildi kassann eftir á markaðstorginu og sprengdi hann svo þegar hópur fólks hafði þyrpst að til að skoða dúfurnar. Árásin var gerð aðeins degi eftir að Nuri al-Maliki forsætisráðherra lýsti því yfir að hryðjuverkamönnum yrði hvergi nokkurs staðar vært í landinu. Þann dag týndu þrjátíu lífi í bílsprengjuárás í sjíahverfi í Bagdad og 61 særðist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×