Brasilíski snillingurinn Ronaldinho segist upp með sér yfir þeim áhuga sem fullyrt er að Chelsea og AC Milan hafi á því að fá hann í sínar raðir, en segist staðráðinn í að vera áfram hjá Barcelona þar sem hann ætli sér að vinna fleiri titla.
"Chelsea er frábært félag og það er alltaf gaman að heyra þegar menn taka eftir manni og því sem maður er að gera vel. Ég er hinsvegar aðeins að einbeita mér að því að standa mig vel hjá Barcelona og ætla að gera allt sem ég get til að hjálpa liðinu í að vinna fleiri titla," sagði Ronaldinho.