Innlent

Einn grunaður um íkveikju í húsi í Þorlákshöfn

Bráðabirgðarannsókn lögreglunnar á Selfossi á brunanum í Þorlákshöfn um síðustu helgi hefur leitt í ljós að notaður hafi verið eldfimur vökvi til þess að kveikja í húsinu. Ein maður er grunaður um íkveikjuna og situr hann enn í gæsluvarðhaldi vegna málsins en það rennur út þann 5. febrúar.

Að sögn lögreglunnar á Selfossi hefur maðurinn viðurkennt að hafa brotist inn í húsið og stolið þaðan eigum íbúa þess. Hluti þýfisins fannst í fórum hans og á heimili unnustu mannsins sem einnig sætti gæsluvarðhaldi vegna málsins. Henni var hins vegar sleppt í dag þar sem það var ekki talið nauðsynlegt vegna rannsóknarhagsmuna að hún sætti gæsluvarðhaldi lengur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×