Erlent

Nam merki úr neyðarsendi flugvélar sem fórst

Sulawesi eyjuna.
Sulawesi eyjuna. MYND/AP

Bandarískt herskip hefur numið merki frá neyðarsendi flugvélarinnar sem fórst með 102 manns innborðs í Indónesíu á nýársdag. Bandaríska sendiráðið í Jakarta í Indónesíu greindi frá því að merkin væru úr flugrita og frá kassa með upptökum af samtölum í flugstjórnarklefa.

Herskipið USNS Mary Sears nam merkin á þeim stað sem talið var að vélin hefði farist. Vélin sem fórst var Boeing 737 frá Adam Air flugfélaginu. Hennar var leitað í rúma viku í fjalllendi og við Javahaf. Næstum 10 dögum eftir slysið fann indónesískur sjómaður hluta úr vélinni í hafinu og var þá ljóst að vélin hafði farið í sjóinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×