Erlent

British Airways fellir niður hundruð fluga

Þúsundir ferðalanga munu finna fyrir verkfalli flugliða British Airways.
Þúsundir ferðalanga munu finna fyrir verkfalli flugliða British Airways.

Búist er við öngþveiti á flugvöllum í Bretlandi í næstu viku þegar British Airways fellir niður hundruð fluga. Allt flug félagsins frá Heathrow flugvelli verður fellt niður í tvo daga í næstu viku. Þá verður allt innanlands- og Evrópuflug fellt niður frá Gatwick flugvelli á sama tíma, frá kl. 1 aðfaranótt þriðjudags til miðnættis á miðvikudegi.

Ákvörðunin var tekin eftir að samningaumleitanir flugliða og flugfélagsins sigldu í strand. Þá er búist við frekari verkfallsaðgerðum flugliða 5-12 febrúar náist ekki samkomulag fyrir þann tíma.

77.000 farþegar fara í gegnum Heathrow og Gatwick á degi hverjum, en aðgerðin mun valda verulegum truflunum á báðum flugvöllum. Flugliðar munu standa verkfallsvörð við báða flugvellina, en það hefur ekki gerst í mörg ár.

Búist er við að verkfallið hafi keðjuverkandi áhrif á flug í Bretlandi bæði fyrir og eftir verkfallið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×