Beirút lömuð vegna óeirða 23. janúar 2007 17:45 Beirút, höfuðborg Líbanons, er nærri lömuð vegna óeirða sem þar hafa geisað síðan í nótt. Mörg þúsund mótmælendur hafa lagt niður vinnu í Beirút og víðar og krefjast þess að ríkisstjórnin segi af sér svo hægt verði að kjósa nýtt þing. Stjórnvöld segja þetta tilraun Hizbollah til valdaráns. Það var í gær sem Hassan Nasrallah, leiðtogi Hisbollah-samtakanna, hvatti Líbana til að leggja niður vinnu, koma saman á götum úti og krefjast afsagnar Fuads Saniora forsætisráðherra og ríkisstjórnar hans. Nasrallah sagði ríkisstjórnina halla undir vesturveldin og fengi hún að ráða myndi efnahagur landsins hrynja. Hizbollah-liðar njóta stuðnings Ísraela og Sýrlendinga í aðgerðum sínum en auk þess eru drúsar og kristnir menn í hópi stjórnarandstæðinga sem vilja sjá breytingar á stjórn landsins. Það var svo í morgun sem til átaka kom í höfuðborginni Beirút. Mörg þúsund Líbanar lögðu niður vinnu. Kveikt var í hjólbörðum og öðru lauslegu og hlutar borgarinnar lokaðir af, þar á meðal leiðin að flugvellinum. Dökkur reykur lagðist yfir höfuðborgina. Tugir hafa særst og minnst einn týnt lífi. Stjórnvöld í Líbanon segja aðgerðir dagsins ekkert annað en tilraun Hizbollah-liða og utanaðkomandi aðila til að ræna völdum. Í sjónvarpsávarpi síðdegis sagði Saniora að hann ætlaði ekki að víkja. Hann sagði sig og bandamenn sína standa sameinaða gegn árásum andstæðinga. Óeirðirnar blossa upp á slæmum tíma fyrir ráðamenn í Líbanon. Í dag hefst í París ráðstefna þar sem fulltrúar erlendra ríkja og alþjóðasamtaka koma saman og ræða það að framlengja lán til handa Líbönum og tryggja þeim frekari aðstoð eftir blóðug átök við Ísraela í fyrrasumar. Erlent Fréttir Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Sjá meira
Beirút, höfuðborg Líbanons, er nærri lömuð vegna óeirða sem þar hafa geisað síðan í nótt. Mörg þúsund mótmælendur hafa lagt niður vinnu í Beirút og víðar og krefjast þess að ríkisstjórnin segi af sér svo hægt verði að kjósa nýtt þing. Stjórnvöld segja þetta tilraun Hizbollah til valdaráns. Það var í gær sem Hassan Nasrallah, leiðtogi Hisbollah-samtakanna, hvatti Líbana til að leggja niður vinnu, koma saman á götum úti og krefjast afsagnar Fuads Saniora forsætisráðherra og ríkisstjórnar hans. Nasrallah sagði ríkisstjórnina halla undir vesturveldin og fengi hún að ráða myndi efnahagur landsins hrynja. Hizbollah-liðar njóta stuðnings Ísraela og Sýrlendinga í aðgerðum sínum en auk þess eru drúsar og kristnir menn í hópi stjórnarandstæðinga sem vilja sjá breytingar á stjórn landsins. Það var svo í morgun sem til átaka kom í höfuðborginni Beirút. Mörg þúsund Líbanar lögðu niður vinnu. Kveikt var í hjólbörðum og öðru lauslegu og hlutar borgarinnar lokaðir af, þar á meðal leiðin að flugvellinum. Dökkur reykur lagðist yfir höfuðborgina. Tugir hafa særst og minnst einn týnt lífi. Stjórnvöld í Líbanon segja aðgerðir dagsins ekkert annað en tilraun Hizbollah-liða og utanaðkomandi aðila til að ræna völdum. Í sjónvarpsávarpi síðdegis sagði Saniora að hann ætlaði ekki að víkja. Hann sagði sig og bandamenn sína standa sameinaða gegn árásum andstæðinga. Óeirðirnar blossa upp á slæmum tíma fyrir ráðamenn í Líbanon. Í dag hefst í París ráðstefna þar sem fulltrúar erlendra ríkja og alþjóðasamtaka koma saman og ræða það að framlengja lán til handa Líbönum og tryggja þeim frekari aðstoð eftir blóðug átök við Ísraela í fyrrasumar.
Erlent Fréttir Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Sjá meira