Erlent

Forsætisráðherra: Margir ókostir fylgja aðild að ESB

Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir marga ókosti fylgja aðild að Evrópusambandinu. EES-samningurinn tryggi nægilegt aðgengi að markaði ESB. Geir segir að aðild hafi ekki verið til umræðu á Ísland í mörg ár. Mögulegt sé þó að einn flokkur ræði þann möguleika fyrir þingkosningarnar í vor.

Forsætisráðherra var í viðtali í fréttum á sjónvarpsstöðinni TV2 í Noregi í gær. Þar var hann spurður um afstöðu sína til samningsins um Evrópska efnahagssvæðið og Evrópusambandsins. Öðru hverju væru fréttir að berast af öflum á Íslandi sem telji ESB-aðild einu réttu leiðina. Forsætisráðherra var því spurður hve langt væri í inngöngu og sagði hann langt í hana.

"Það skipulag sem við búum við nú er mjög gott og þeirri spurningu ósvarað hvers vegna við skyldum gang aí ESB?" sagði Geir. "Hvað myndi koma sér vel fyrir okkur við þær aðstæður? Margir ókostir fylgja greinilega aðild en það aðgengi að ESB-markaði sem við búum við í dag, fjórfrelsið og svo framvegis, uppfylla að miklu leyti þær kröfur sem við gerum. Þetta hefur ekki verið þema í pólitískri umræðu á Íslandi í mörg ár. Mögulegt er að einn flokkur taki það upp í þeirri kosningabaráttu sem framundan er en það kemur í ljós."

Fréttamaður TV2 sagði þá Norðmenn og Íslendinga e.t.v. búa við þær efnahagsaðstæður að geta setið í útjarði umheimsins og slakað á því á Íslandi væri greinilega uppsveifla í hagkerfinu. Forsætisráðherra svaraði þá að rétt væri að vel gegni á íslandi. Hann kvartaði a.m.k. ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×