Lygavefur á netinu endaði með morði 22. janúar 2007 16:57 Thomas Montgomery hefur verið ákærður fyrir morðið á Brian Barrett frá Buffalo í New York ríki í Bandaríkjunum. Brian var 22 ára þegar hann fannst myrtur fyrir utan verksmiðjuna þar sem þeir unnu í september sl. Hann hafði dregist inn í netsamband Thomasar og konu frá Virginíu ríki. Thomas var 18 ára sjóliði á leið til Íraks og hún 18 ára yngismey sem sendi honum kvenundirföt og myndir af sér. … eða svo héldu þau. Bæði voru í raun miðaldra og hann auk þess giftur. Í skjóli internetsins höfðu þau átt í sambandi í ár þar sem þau lugu til um aðstæður sínar. Ken Case aðstoðarsaksóknari í Buffalóríki segir að konan hafi sent Thomasi undirföt og myndir af dóttur sinni, sem hún sagði vera af sér. Í eitt skiptið var það eiginkona Thomasar sem tók á móti pakkanum. Hún skrifaði 18 ára stúlkunni til baka og sagði henni eins og var, að maðurinn væri giftur 47 ára fjölskyldufaðir. Hún hefði verið plötuð. Máli sínu til stuðnings sendi eiginkonan fjölskyldumynd með. Konan frá Vestur Virginíu, sem lögregla gefur ekki frekari upplýsingar um, mundi eftir vini Thomasar sem nefndur hafði verið á spjallrás og tókst að hafa upp á honum á netinu. Hún vildi fá upplýsingar eiginkonunnar staðfestar. Þannig hófust kynni Brians og konunnar og talaði hann opinskátt um samband sitt við hana á vinnustaðnum. Brian var vinsæll og upprennandi listakennari. Hann vann í verksmiðjunni til að greiða skólagjöld. Konan hélt samt sem áður sambandinu við Thomas áfram. Yfirvöld í Buffaló segja Thomas hafa orðið afar afbrýðisaman út í Brian. Hinn 22 ára námsmaður fannst látinn við bíl sinn á bílastæði verksmiðjunnar tveim dögum eftir morðið, en hann hafði verið skotinn þremur skotum í háls og handlegg af stuttu færi. Thomas Montgomery var ákærður fyrir morðið 10 janúar, en réttað verður í málinu í júní. Eiginkona Thomasar hefur farið fram á skilnað. J.A. Hitchcock sérfræðingur í glæpum á internetinu segir að málið undirstriki þær gildrur sem internetið getur lagt fyrir fólk. Hún segist vona að málið fái almenning til að hugsa sig um hvað það geri á netinu, og hverjar afleiðingarnar gætu orðið. Fréttir Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Fleiri fréttir Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Sjá meira
Thomas Montgomery hefur verið ákærður fyrir morðið á Brian Barrett frá Buffalo í New York ríki í Bandaríkjunum. Brian var 22 ára þegar hann fannst myrtur fyrir utan verksmiðjuna þar sem þeir unnu í september sl. Hann hafði dregist inn í netsamband Thomasar og konu frá Virginíu ríki. Thomas var 18 ára sjóliði á leið til Íraks og hún 18 ára yngismey sem sendi honum kvenundirföt og myndir af sér. … eða svo héldu þau. Bæði voru í raun miðaldra og hann auk þess giftur. Í skjóli internetsins höfðu þau átt í sambandi í ár þar sem þau lugu til um aðstæður sínar. Ken Case aðstoðarsaksóknari í Buffalóríki segir að konan hafi sent Thomasi undirföt og myndir af dóttur sinni, sem hún sagði vera af sér. Í eitt skiptið var það eiginkona Thomasar sem tók á móti pakkanum. Hún skrifaði 18 ára stúlkunni til baka og sagði henni eins og var, að maðurinn væri giftur 47 ára fjölskyldufaðir. Hún hefði verið plötuð. Máli sínu til stuðnings sendi eiginkonan fjölskyldumynd með. Konan frá Vestur Virginíu, sem lögregla gefur ekki frekari upplýsingar um, mundi eftir vini Thomasar sem nefndur hafði verið á spjallrás og tókst að hafa upp á honum á netinu. Hún vildi fá upplýsingar eiginkonunnar staðfestar. Þannig hófust kynni Brians og konunnar og talaði hann opinskátt um samband sitt við hana á vinnustaðnum. Brian var vinsæll og upprennandi listakennari. Hann vann í verksmiðjunni til að greiða skólagjöld. Konan hélt samt sem áður sambandinu við Thomas áfram. Yfirvöld í Buffaló segja Thomas hafa orðið afar afbrýðisaman út í Brian. Hinn 22 ára námsmaður fannst látinn við bíl sinn á bílastæði verksmiðjunnar tveim dögum eftir morðið, en hann hafði verið skotinn þremur skotum í háls og handlegg af stuttu færi. Thomas Montgomery var ákærður fyrir morðið 10 janúar, en réttað verður í málinu í júní. Eiginkona Thomasar hefur farið fram á skilnað. J.A. Hitchcock sérfræðingur í glæpum á internetinu segir að málið undirstriki þær gildrur sem internetið getur lagt fyrir fólk. Hún segist vona að málið fái almenning til að hugsa sig um hvað það geri á netinu, og hverjar afleiðingarnar gætu orðið.
Fréttir Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Fleiri fréttir Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Sjá meira