Sport

Hermannsmótið fór fram um helgina

Um helgina fór fram Hermannsmótið í alpagreinum skíðaíþrótta í Hlíðarfjalli við Akureyri, en mótið er liður í bikarkeppni Skíðasambands Íslands. Þorsteinn Ingason tryggði sér Hermannsbikarinn en Salome Tómasdóttir sigraði í keppnini um Helgubikarinn.

 

Svig:

Í kvennaflokki sigraði  Tinna Dagbjartsdóttir Akureyri á tímanum 1.38.80. Önnur varð Salome Tómasdóttir Akureyri á 1.38,89 og þriðja Agla Gauja Björnsdóttir Ármanni á 1.39,59.

 

Í karlaflokki sigraði Þorsteinn Ingason Akureyri á 1.36,17 annar varð Jón Viðar Þorvaldsson Akureyri á 1.37,29 og þriðji Árni Þorvaldsson Ármanni á 1.39,48.

 

Stórsvig:

Í kvennaflokki sigraði Akureyringurinn Salome Tómasdóttir á 2.22,15 önnur varð Tinna Dagbjartsdóttir Akureyri á 2.23,10 og þriðja Selma Benediktsdóttir Ármanni á 2.24.13.

 

Í karlaflokki sigraði Þorsteinn Ingason Akureyri á 2.13,73, annar varð Stefán Jón Sigurgeirsson Akureyri á 2.13,81 og þriðji Ágúst Freyr Dansson Akureyri á 2.14,05



Fleiri fréttir

Sjá meira


×