Erlent

Viðurkenndi morðið á Dink

Sautján ára atvinnulaus piltur frá borginni Trabzon hefur viðurkennt að hafa skotið tyrkneska blaðamanninn Hrant Dink til bana í Istanbul í fyrradag. Ekki er vitað hvort pilturinn hafi staðið einn á bak við morðið en þegar hann var handtekinn hafði hann morðvopnið ennþá í fórum sínum. Dink skrifaði margar greinar um fjöldamorð Tyrkja á Armenum í fyrri heimsstyrjöldinni og vegna þeirra skrifa var hann dæmdur fyrir að móðga "tyrkneska þjóðarvitund" á síðasta ári. Hann hafði fengið ítrekaðar morðhótanir frá öfgasinnuðum þjóðernissinnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×