Skotgrafir ekki rétta umgjörðin 15. janúar 2007 06:00 Krónan og evran voru áberandi í umræðu síðustu viku. Sú umræða fór á köflum fram úr sjálfri sér og varð fyrir vikið að einhvers konar bráðaumræðu sem lítil efni eru til. Kveikja þessarar umræðu var orðrómur um að Kaupþing hygðist gera upp og skrá eigið fé sitt í evrum. Sá orðrómur var kveikjan að því að farið var að ræða flótta fyrirtækja úr krónunni. Ef kalla á þá þróun flótta að fyrirtæki séu í auknum mæli að færa sig frá krónunni, þá er sá flótti ekki með þeim ósköpum að mikil hætta sé á að einhver troðist undir. Þessi breyting er löngu hafin og mun halda áfram skref fyrir skref næstu misserin. Þróunin er ekki viðbragð við núverandi stöðu efnahagsmála. Hún er hluti af langtímasýn fyrirtækja um hvernig þau vilja vaxa og dafna til lengri framtíðar. Þannig hugsa bestu stjórnendur fyrirtækja. Þeir marka stefnu til lengri framtíðar og meta þá þróun sem fram undan er. Þannig ættu líka góðir stjórnmálamenn að hugsa. Þeir eiga að horfa lengra en fram að næstu kosningum. Umræðan um gjaldmiðilinn og Evrópusambandið er liður í langtímaumræðu um hvers konar framtíð við viljum. Krónan er alls ekki ónýt mynt og hefur ýmsa kosti. Gallinn er sá að hún sveiflast mikið og ekki hægt að tala um efnahagslegan stöðugleika og slíka mynt í sömu setningu. Það getur hins vegar verið fullgilt sjónarmið að vilja óstöðugt efnahagslíf, en stjórnmálamenn verða þá að þora að horfast í augu við þá staðreynd að í alþjóðavæddu hagkerfi við núverandi skipan peningamála verður aldrei stöðugleiki og fjármagnskostnaður hærri en með evruna sem mynt. Ljóst er að atvinnulífið vill stöðugleika og kann að feta þá braut sem tryggir hann best óháð því hvernig vindar blása á Alþingi. Evran og aðild að Evrópusambandinu kann að verða veruleiki í stjórnmálaumræðu næsta kjörtímabils. Slík umræða varðar mikilvæga langtímahagsmuni þjóðarinnar. Eðli málsins samkvæmt þarf sú rökræða að vera ábyrg og án útilokandi upphrópana. Ljóst er að skiptar skoðanir eru um málið innan flestra flokka. Skrifræði Evrópusambandsins hugnast ekki þeim sem lengst eru til hægri og vinstra megin ráða þjóðernisrök sem taka lítt tillit til efnahagsveruleika lítillar þjóðar í alþjóðavæddum heimi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur innanborðs ört stækkandi hóp evrusinna og Samfylkingin hefur einn flokka tekið stefnuna á Evrópusambandið. Það væri afar óskynsamlegt ef þessir flokkar færu í skotgrafir vegna evrunnar í kosningabaráttunni í vor sem yrði til þess að setja brýnt hagsmunamál í umræðu sem engu skilar. Það er á ábyrgð forystu þessara flokka að halda umræðunni með þeim hætti að loka ekki möguleikum þegar og ef sú staða er uppi að ekki verður undan því vikist að taka raunverulega afstöðu. Skotgrafir eru ekki vettvangur slíkrar umræðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun
Krónan og evran voru áberandi í umræðu síðustu viku. Sú umræða fór á köflum fram úr sjálfri sér og varð fyrir vikið að einhvers konar bráðaumræðu sem lítil efni eru til. Kveikja þessarar umræðu var orðrómur um að Kaupþing hygðist gera upp og skrá eigið fé sitt í evrum. Sá orðrómur var kveikjan að því að farið var að ræða flótta fyrirtækja úr krónunni. Ef kalla á þá þróun flótta að fyrirtæki séu í auknum mæli að færa sig frá krónunni, þá er sá flótti ekki með þeim ósköpum að mikil hætta sé á að einhver troðist undir. Þessi breyting er löngu hafin og mun halda áfram skref fyrir skref næstu misserin. Þróunin er ekki viðbragð við núverandi stöðu efnahagsmála. Hún er hluti af langtímasýn fyrirtækja um hvernig þau vilja vaxa og dafna til lengri framtíðar. Þannig hugsa bestu stjórnendur fyrirtækja. Þeir marka stefnu til lengri framtíðar og meta þá þróun sem fram undan er. Þannig ættu líka góðir stjórnmálamenn að hugsa. Þeir eiga að horfa lengra en fram að næstu kosningum. Umræðan um gjaldmiðilinn og Evrópusambandið er liður í langtímaumræðu um hvers konar framtíð við viljum. Krónan er alls ekki ónýt mynt og hefur ýmsa kosti. Gallinn er sá að hún sveiflast mikið og ekki hægt að tala um efnahagslegan stöðugleika og slíka mynt í sömu setningu. Það getur hins vegar verið fullgilt sjónarmið að vilja óstöðugt efnahagslíf, en stjórnmálamenn verða þá að þora að horfast í augu við þá staðreynd að í alþjóðavæddu hagkerfi við núverandi skipan peningamála verður aldrei stöðugleiki og fjármagnskostnaður hærri en með evruna sem mynt. Ljóst er að atvinnulífið vill stöðugleika og kann að feta þá braut sem tryggir hann best óháð því hvernig vindar blása á Alþingi. Evran og aðild að Evrópusambandinu kann að verða veruleiki í stjórnmálaumræðu næsta kjörtímabils. Slík umræða varðar mikilvæga langtímahagsmuni þjóðarinnar. Eðli málsins samkvæmt þarf sú rökræða að vera ábyrg og án útilokandi upphrópana. Ljóst er að skiptar skoðanir eru um málið innan flestra flokka. Skrifræði Evrópusambandsins hugnast ekki þeim sem lengst eru til hægri og vinstra megin ráða þjóðernisrök sem taka lítt tillit til efnahagsveruleika lítillar þjóðar í alþjóðavæddum heimi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur innanborðs ört stækkandi hóp evrusinna og Samfylkingin hefur einn flokka tekið stefnuna á Evrópusambandið. Það væri afar óskynsamlegt ef þessir flokkar færu í skotgrafir vegna evrunnar í kosningabaráttunni í vor sem yrði til þess að setja brýnt hagsmunamál í umræðu sem engu skilar. Það er á ábyrgð forystu þessara flokka að halda umræðunni með þeim hætti að loka ekki möguleikum þegar og ef sú staða er uppi að ekki verður undan því vikist að taka raunverulega afstöðu. Skotgrafir eru ekki vettvangur slíkrar umræðu.