Flókið samband fólks í Texas 29. desember 2007 06:00 Úr sýningu Silfurtunglsins á leikriti Sam Shepard, Fool 4 Love. Í kvöld dregur til tíðinda í íslensku leikhúslífi þar sem nýr atvinnuleikhópur sem kallast Silfurtunglið frumsýnir leikritið Fool for Love í Austurbæ. Fool for Love er eftir bandaríska leikskáldið Sam Shepard og hefur einu sinni áður verið sett upp hér á landi undir titlinum Sjúk í ást. Verkið ber nú sinn upprunalega enska titil en er þó leikið á íslensku. Leikstjórinn Jón Gunnar Þórðarson segir erfitt að skilgreina verkið. „Það er eiginlega ómögulegt að kalla þetta verk eitthvað ákveðið eins og ástarsögu eða spennutrylli eða gamanleik þar sem þessir eiginleikar koma allir fyrir. Verkið er kannski einna athyglisverðast fyrir hversu oft það skiptir um tón. Við höldum okkur að mestu við upprunalegu leikgerðina en höfum þó bætt örlítið við. Til að mynda hefur Kristján Kristjánsson, KK, sem er bæði tónlistarstjóri sýningarinnar og fer með hlutverk í leikritinu, samið tónlist sérstaklega fyrir verkið.“ Leikritið gerist í Texas-ríki í Bandaríkjunum árið 1978. Í því segir frá þeim May og Eddie sem eiga í flóknu sambandi sem einkennist af ást og ofbeldisfullum samskiptum. Auk KK eru leikarar í verkinu þau Sveinn Ólafur Gunnarsson, Þóra Karitas og Magnús Guðmundsson. „Andi áttunda áratugar síðustu aldar og andi bandaríska vestursins svífur yfir vötnum í þessu verki. Svo vel vill til að þessi andi passar einmitt stórvel inn í sýningarrýmið á efri hæð Austurbæjar þar sem við sýnum, en þar var á áttunda áratugnum skemmtistaðurinn Silfurtunglið, sem leikhópurinn dregur nafn sitt af. Innréttingarnar í húsinu kallast fullkomlega á við stemninguna í verkinu og því má segja að leikhúsreynslan hefjist um leið og gestir stíga inn úr dyrunum. Við höfum aukið enn á áhrifin með því að opna vestra-bar í anddyrinu og því er tilvalið fyrir gesti að fá sér einn drykk fyrir sýninguna og upplifa hughrifin sem húsnæðinu fylgja,“ segir Jón. Uppsetningin er fyrsta verkefni leikhópsins Silfurtunglið sem hyggur þó á frekari landvinninga í framtíðinni. Kjarni hópsins er nýútskrifað leikhúsfólk, en hópurinn var fljótur að vinda upp á sig. „Silfurtunglið telur nú um tuttugu manns sem starfa á ólíkum sviðum innan leikhússins, bæði leikarar, tónlistarmenn, myndlistarmenn, hönnuðir og svo mætti lengi telja. Í íslensku leikhúslífi þarf maður einfaldlega að skapa sér sín eigin tækifæri og þess vegna varð Silfurtunglið til,“ segir Jón. Leikritið Fool for Love verður sýnt í Austurbæ út janúar. Miða má nálgast í miðasölu Austurbæjar og á vefnum www.midi.is og kostar miðinn 2.500 kr. Leikhús Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Í kvöld dregur til tíðinda í íslensku leikhúslífi þar sem nýr atvinnuleikhópur sem kallast Silfurtunglið frumsýnir leikritið Fool for Love í Austurbæ. Fool for Love er eftir bandaríska leikskáldið Sam Shepard og hefur einu sinni áður verið sett upp hér á landi undir titlinum Sjúk í ást. Verkið ber nú sinn upprunalega enska titil en er þó leikið á íslensku. Leikstjórinn Jón Gunnar Þórðarson segir erfitt að skilgreina verkið. „Það er eiginlega ómögulegt að kalla þetta verk eitthvað ákveðið eins og ástarsögu eða spennutrylli eða gamanleik þar sem þessir eiginleikar koma allir fyrir. Verkið er kannski einna athyglisverðast fyrir hversu oft það skiptir um tón. Við höldum okkur að mestu við upprunalegu leikgerðina en höfum þó bætt örlítið við. Til að mynda hefur Kristján Kristjánsson, KK, sem er bæði tónlistarstjóri sýningarinnar og fer með hlutverk í leikritinu, samið tónlist sérstaklega fyrir verkið.“ Leikritið gerist í Texas-ríki í Bandaríkjunum árið 1978. Í því segir frá þeim May og Eddie sem eiga í flóknu sambandi sem einkennist af ást og ofbeldisfullum samskiptum. Auk KK eru leikarar í verkinu þau Sveinn Ólafur Gunnarsson, Þóra Karitas og Magnús Guðmundsson. „Andi áttunda áratugar síðustu aldar og andi bandaríska vestursins svífur yfir vötnum í þessu verki. Svo vel vill til að þessi andi passar einmitt stórvel inn í sýningarrýmið á efri hæð Austurbæjar þar sem við sýnum, en þar var á áttunda áratugnum skemmtistaðurinn Silfurtunglið, sem leikhópurinn dregur nafn sitt af. Innréttingarnar í húsinu kallast fullkomlega á við stemninguna í verkinu og því má segja að leikhúsreynslan hefjist um leið og gestir stíga inn úr dyrunum. Við höfum aukið enn á áhrifin með því að opna vestra-bar í anddyrinu og því er tilvalið fyrir gesti að fá sér einn drykk fyrir sýninguna og upplifa hughrifin sem húsnæðinu fylgja,“ segir Jón. Uppsetningin er fyrsta verkefni leikhópsins Silfurtunglið sem hyggur þó á frekari landvinninga í framtíðinni. Kjarni hópsins er nýútskrifað leikhúsfólk, en hópurinn var fljótur að vinda upp á sig. „Silfurtunglið telur nú um tuttugu manns sem starfa á ólíkum sviðum innan leikhússins, bæði leikarar, tónlistarmenn, myndlistarmenn, hönnuðir og svo mætti lengi telja. Í íslensku leikhúslífi þarf maður einfaldlega að skapa sér sín eigin tækifæri og þess vegna varð Silfurtunglið til,“ segir Jón. Leikritið Fool for Love verður sýnt í Austurbæ út janúar. Miða má nálgast í miðasölu Austurbæjar og á vefnum www.midi.is og kostar miðinn 2.500 kr.
Leikhús Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira