Svartur fugl á ferð og flugi 21. desember 2007 06:00 Forboðin ást. Leikritið Svartur fugl tekst á við ögrandi mál. Leikritið eldfima Svartur fugl var sýnt í Hafnarfjarðarleikhúsinu í haust við góðar undirtektir gagnrýnenda og áhorfenda. Nú getur landsbyggðin fagnað þar sem Kvenfélagið Garpur, Hafnarfjarðarleikhúsið og Flugfélag Íslands hafa ljáð verkinu vængi og gert leikhópnum kleift að ferðast um landið í janúar næstkomandi. Verkið verður sýnt á Egilsstöðum, á Ísafirði og í Vestmannaeyjum og verður sett upp tvisvar á hverjum stað. Leikritið Svartur fugl er eftir leikskáldið David Harrower, en er sýnt hér á landi í íslenskri þýðingu Hávars Sigurjónssonar. Leikritið segir frá þeim Unu og Ray. Þau áttu í forboðnu ástarsambandi fyrir fimmtán árum en hafa ekki séð hvort annað síðan sambandinu lauk. Ray er því brugðið þegar Una hefur uppi á honum. Hún leitar svara varðandi fortíðina og samband þeirra og endurnýjuð kynni þeirra leiða óhjákvæmilega til uppgjörs. Viðfangsefni sýningarinnar er ögrandi, þó að ekki verði farið nánar út í það hér, og stykkið vekur upp áleitnar spurningar um sakleysi, vald, sekt og kynlíf. Leikhúsunnendur á landsbyggðinni geta því farið að hugsa sér gott til glóðarinnar, en taka skal fram að verkið er ekki ætlað börnum yngri en 14 ára. Verkið verður sýnt 12. og 13. janúar í Sláturhúsinu – Menningarsetri á Egilsstöðum, 19. og 20. janúar í Edinborgarhúsinu á Ísafirði og 26. og 27. janúar í Leikhúsinu í Vestmannaeyjum. Miðaverð er 2.900 kr. og miðasala fer fram á miðavefnum www.midi.is og við innganginn. - vþ Leikhús Mest lesið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Stórbrotnar íbúðir í Skipholtinu Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Leikritið eldfima Svartur fugl var sýnt í Hafnarfjarðarleikhúsinu í haust við góðar undirtektir gagnrýnenda og áhorfenda. Nú getur landsbyggðin fagnað þar sem Kvenfélagið Garpur, Hafnarfjarðarleikhúsið og Flugfélag Íslands hafa ljáð verkinu vængi og gert leikhópnum kleift að ferðast um landið í janúar næstkomandi. Verkið verður sýnt á Egilsstöðum, á Ísafirði og í Vestmannaeyjum og verður sett upp tvisvar á hverjum stað. Leikritið Svartur fugl er eftir leikskáldið David Harrower, en er sýnt hér á landi í íslenskri þýðingu Hávars Sigurjónssonar. Leikritið segir frá þeim Unu og Ray. Þau áttu í forboðnu ástarsambandi fyrir fimmtán árum en hafa ekki séð hvort annað síðan sambandinu lauk. Ray er því brugðið þegar Una hefur uppi á honum. Hún leitar svara varðandi fortíðina og samband þeirra og endurnýjuð kynni þeirra leiða óhjákvæmilega til uppgjörs. Viðfangsefni sýningarinnar er ögrandi, þó að ekki verði farið nánar út í það hér, og stykkið vekur upp áleitnar spurningar um sakleysi, vald, sekt og kynlíf. Leikhúsunnendur á landsbyggðinni geta því farið að hugsa sér gott til glóðarinnar, en taka skal fram að verkið er ekki ætlað börnum yngri en 14 ára. Verkið verður sýnt 12. og 13. janúar í Sláturhúsinu – Menningarsetri á Egilsstöðum, 19. og 20. janúar í Edinborgarhúsinu á Ísafirði og 26. og 27. janúar í Leikhúsinu í Vestmannaeyjum. Miðaverð er 2.900 kr. og miðasala fer fram á miðavefnum www.midi.is og við innganginn. - vþ
Leikhús Mest lesið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Stórbrotnar íbúðir í Skipholtinu Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira