Banksy staðinn að verki? 6. nóvember 2007 06:00 Er þetta Banksy? Vegfarandi tók þessa mynd á símann sinn. Allt útlit er fyrir að hinn margrómaði og umdeildi vegglistamaður Banksy hafi verið staðinn að verki þar sem hann skreytti húsvegg í Austur-London. Vegfarandi nokkur kveðst hafa náð myndum með símanum sínum af listamanninum við iðju sína. Banksy hefur fram að þessu verið dularfull persóna í heimi myndlistarinnar og ávallt gætt vel að því að réttu nafni og öðrum upplýsingum um persónu hans verði ekki uppljóstrað. Banksy öðlaðist frægð í heimi myndlistarinnar fyrir hæðin og beitt verk sín sem hann málar iðulega á húsveggi og aðra tilfallandi fleti. Hann hefur einnig gert nokkuð af því að fremja nokkurs konar hrekkja-gjörninga sem hafa vakið mikla athygli. Hann hefur til dæmis laumað uppblásinni dúkku í líki Guantanamo-fanga inn á meðal teiknimyndapersóna í Disneylandi og komið dauðri rottu fyrir meðal safngripa í náttúruminjasafninu í London. Verk Banksys seljast fyrir milljónir á listauppboðum og í sýningarsölum og á hann sér aðdáendur á meðal ríka og fræga fólksins. Þó hefur listamaðurinn sjálfur gefið lítið fyrir upphafninguna. „Ég trúi því varla að þið borgið háar upphæðir fyrir þetta rusl“ hefur Banksy skrifað á heimasíðu sína. Nú á eftir að koma í ljós hvort þessi óvænta myndataka muni endanlega svipta hulunni af þessum dularfulla listamanni. Fram að þessu hafa einungis getgátur verið uppi um rétt nafn hans og sögu, en hann er talinn heita Robert eða Robin Banks og vera uppalinn í Bristol á Englandi.- vþ Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Allt útlit er fyrir að hinn margrómaði og umdeildi vegglistamaður Banksy hafi verið staðinn að verki þar sem hann skreytti húsvegg í Austur-London. Vegfarandi nokkur kveðst hafa náð myndum með símanum sínum af listamanninum við iðju sína. Banksy hefur fram að þessu verið dularfull persóna í heimi myndlistarinnar og ávallt gætt vel að því að réttu nafni og öðrum upplýsingum um persónu hans verði ekki uppljóstrað. Banksy öðlaðist frægð í heimi myndlistarinnar fyrir hæðin og beitt verk sín sem hann málar iðulega á húsveggi og aðra tilfallandi fleti. Hann hefur einnig gert nokkuð af því að fremja nokkurs konar hrekkja-gjörninga sem hafa vakið mikla athygli. Hann hefur til dæmis laumað uppblásinni dúkku í líki Guantanamo-fanga inn á meðal teiknimyndapersóna í Disneylandi og komið dauðri rottu fyrir meðal safngripa í náttúruminjasafninu í London. Verk Banksys seljast fyrir milljónir á listauppboðum og í sýningarsölum og á hann sér aðdáendur á meðal ríka og fræga fólksins. Þó hefur listamaðurinn sjálfur gefið lítið fyrir upphafninguna. „Ég trúi því varla að þið borgið háar upphæðir fyrir þetta rusl“ hefur Banksy skrifað á heimasíðu sína. Nú á eftir að koma í ljós hvort þessi óvænta myndataka muni endanlega svipta hulunni af þessum dularfulla listamanni. Fram að þessu hafa einungis getgátur verið uppi um rétt nafn hans og sögu, en hann er talinn heita Robert eða Robin Banks og vera uppalinn í Bristol á Englandi.- vþ
Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira