Nýjung í netþjónustu 2. nóvember 2007 08:37 Þeim mun fækka sem leggja leið sína í Umferðarstofu til að umskrá bifreiðar. Þó verður sú þjónusta áfram fyrir hendi. Nú er hægt að tilkynna eigendaskipti bíla og ganga frá skráningu þeirra með rafrænum hætti á vef Umferðarstofu www.us.is. Umferðarstofa, í samstarfi við Glitni og Kaupþing, býður nú viðskiptavinum að tilkynna eigendaskipti og ganga frá skráningu á vef Umferðarstofu www.us.is. Slíkt ferli hefur hingað til krafist ferðalaga og fyrirhafnar. Einar Magnús Einarsson, upplýsingafulltrúi Umferðarstofu, segir aðferðina auðvelda, þægilega og fljótlega og gefur hér dæmi um ferlið. „Viðskiptavinurinn fer inn á heimasíðu Umferðarstofu www.us.is og velur þar „Sjálfsafgreiðsluvef” þar sem eigendaskiptin eru skráð. Síðan fer hann inn á netbanka sinn hjá Kaupþingi eða Glitni og gengur frá staðfestingu á viðskiptunum og greiðslu. Öllum sem málið varðar gefst síðan kostur á að fá staðfestingu á framgöngu mála senda með SMS-skeyti eða tölvupósti.“ Einar segir helsta nýmæli þessa kerfis vera að rafræn persónuauðkenni komi sjálfkrafa ef eigendaskiptin fari fram gegnum heimabanka. Því geti viðskiptavinurinn verið staddur hvar sem er í heiminum. „Hjá Umferðarstofu eru árlega færð 80-100 þúsund eigendaskipti á bifreiðum,“ segir hann. „Því er ljóst að mikill hagur er að því ef hægt er að auðvelda og stytta framkvæmdina.“ -gun Bílar Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent
Nú er hægt að tilkynna eigendaskipti bíla og ganga frá skráningu þeirra með rafrænum hætti á vef Umferðarstofu www.us.is. Umferðarstofa, í samstarfi við Glitni og Kaupþing, býður nú viðskiptavinum að tilkynna eigendaskipti og ganga frá skráningu á vef Umferðarstofu www.us.is. Slíkt ferli hefur hingað til krafist ferðalaga og fyrirhafnar. Einar Magnús Einarsson, upplýsingafulltrúi Umferðarstofu, segir aðferðina auðvelda, þægilega og fljótlega og gefur hér dæmi um ferlið. „Viðskiptavinurinn fer inn á heimasíðu Umferðarstofu www.us.is og velur þar „Sjálfsafgreiðsluvef” þar sem eigendaskiptin eru skráð. Síðan fer hann inn á netbanka sinn hjá Kaupþingi eða Glitni og gengur frá staðfestingu á viðskiptunum og greiðslu. Öllum sem málið varðar gefst síðan kostur á að fá staðfestingu á framgöngu mála senda með SMS-skeyti eða tölvupósti.“ Einar segir helsta nýmæli þessa kerfis vera að rafræn persónuauðkenni komi sjálfkrafa ef eigendaskiptin fari fram gegnum heimabanka. Því geti viðskiptavinurinn verið staddur hvar sem er í heiminum. „Hjá Umferðarstofu eru árlega færð 80-100 þúsund eigendaskipti á bifreiðum,“ segir hann. „Því er ljóst að mikill hagur er að því ef hægt er að auðvelda og stytta framkvæmdina.“ -gun
Bílar Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent