Svifið um á Warhawk 29. október 2007 00:01 Tölvuleikir Warhawk Playstation 3 HHHH Einn af betri leikjum á PS3 og besti netspilunarleikurinn á vélina hingað til. Fyrst þegar ég sá Warhawk á E3 2006 var ég ekki alveg viss hvað ég átti að halda. Þetta var einn af fyrstu leikjunum sem ég sá nota Sixaxis-stjórnun Sony. Það virkaði eitthvað svo skrítið að fljúga svona um, en eftir að hafa spilað lokaútgáfu leiksins hefur álit mitt breyst algerlega. Eftir að hafa upplifað fyrsta stóra bardagann á netinu hverfa allar efasemdirnar um leikinn. Leikurinn er hraður og skemmtilegur og býður upp á fjölbreytta spilun og stjórnun. Ég var sérstaklega hrifinn af því að maður getur valið hvernig stjórnun maður hefur ef maður er fótgangandi, fljúgandi eða á farartæki á jörðu niðri. Með þessu má fá góðan valkost um stjórnun. Í netleikjum er jafnvægi gríðarlega mikilvægur hlutur, og það er ekki auðvelt í leik eins og Warhawk þar sem fólk er fótgangandi, með alls konar brjáluð vopn. Maður er með fólk á jeppum með stórskotabyssur. Síðan er bætt við þetta springandi skriðdrekum og fljúgandi um himininn eru Warhawk-vélarnar á fullri ferð að skjóta hverja aðra niður og hvern sem verður í vegi þeirra. Warhawk nær þessu jafnvægi. Vegna þessara mismunandi leiða til að berjast munu flestir dást að Warhawk-vélunum og hvernig má svífa um himininn á þeim. Það er hægt að stjórna vélinni á tvenna vegu, með beinu flugi eða svifi. Hægt er að gera alls konar listir í loftinu, bæði til að heilla fólk á jörðu niðri og til að reyna að hrista af sér eldflaugina sem besti vinur manns var að enda við að senda á mann. Vilji maður gera árás á jörðu niðri er auðvelt að smella á einn takka og þá hagar Warhawk-vélin sér ekki ólíkt breskri Harrier-þotu. Leikurinn býður upp á nokkra fjölbreytni í leikjatýpum, það er hið klassíska: Deathmatch, Team Deatmatch, Ctf, Dogfight og síðan Zones. Leikurinn skartar fimm borðum. Við fyrstu sýn virðist þetta vera dálítið lítið, en þegar er tekið tillit til að borðin geta breyst eftir hve margir eru að spila á því eða hvaða leikjategund er spiluð breytist þetta fljótt. Sveinn A. Gunnarsson Leikjavísir Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Lífið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik Berjast fyrir lífinu í GameTíví Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Sjá meira
Fyrst þegar ég sá Warhawk á E3 2006 var ég ekki alveg viss hvað ég átti að halda. Þetta var einn af fyrstu leikjunum sem ég sá nota Sixaxis-stjórnun Sony. Það virkaði eitthvað svo skrítið að fljúga svona um, en eftir að hafa spilað lokaútgáfu leiksins hefur álit mitt breyst algerlega. Eftir að hafa upplifað fyrsta stóra bardagann á netinu hverfa allar efasemdirnar um leikinn. Leikurinn er hraður og skemmtilegur og býður upp á fjölbreytta spilun og stjórnun. Ég var sérstaklega hrifinn af því að maður getur valið hvernig stjórnun maður hefur ef maður er fótgangandi, fljúgandi eða á farartæki á jörðu niðri. Með þessu má fá góðan valkost um stjórnun. Í netleikjum er jafnvægi gríðarlega mikilvægur hlutur, og það er ekki auðvelt í leik eins og Warhawk þar sem fólk er fótgangandi, með alls konar brjáluð vopn. Maður er með fólk á jeppum með stórskotabyssur. Síðan er bætt við þetta springandi skriðdrekum og fljúgandi um himininn eru Warhawk-vélarnar á fullri ferð að skjóta hverja aðra niður og hvern sem verður í vegi þeirra. Warhawk nær þessu jafnvægi. Vegna þessara mismunandi leiða til að berjast munu flestir dást að Warhawk-vélunum og hvernig má svífa um himininn á þeim. Það er hægt að stjórna vélinni á tvenna vegu, með beinu flugi eða svifi. Hægt er að gera alls konar listir í loftinu, bæði til að heilla fólk á jörðu niðri og til að reyna að hrista af sér eldflaugina sem besti vinur manns var að enda við að senda á mann. Vilji maður gera árás á jörðu niðri er auðvelt að smella á einn takka og þá hagar Warhawk-vélin sér ekki ólíkt breskri Harrier-þotu. Leikurinn býður upp á nokkra fjölbreytni í leikjatýpum, það er hið klassíska: Deathmatch, Team Deatmatch, Ctf, Dogfight og síðan Zones. Leikurinn skartar fimm borðum. Við fyrstu sýn virðist þetta vera dálítið lítið, en þegar er tekið tillit til að borðin geta breyst eftir hve margir eru að spila á því eða hvaða leikjategund er spiluð breytist þetta fljótt. Sveinn A. Gunnarsson
Leikjavísir Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Lífið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik Berjast fyrir lífinu í GameTíví Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Sjá meira