Blóm hins illa Gerður Kristný skrifar 27. október 2007 00:01 Síðustu helgi fóru fjölmiðlar mikinn í umfjöllun um þann kvitt að knattspyrnukonur hefðu tekið sig saman um að kjósa ekki Margréti Láru Viðarsdóttur úr Val Leikmann ársins. Í hennar stað hlaut önnur afbragðs knattspyrnukona titilinn, Hólmfríður Magnúsdóttir úr KR. Til hamingju, Hólmfríður! Auðvitað sárnaði stúlkunum þetta umtal en Margrét Lára sagði í Kastljósi að góðir íþróttamenn kæmu bara enn sterkari til baka og hún myndi gera það. Hún er þrautseig eins og sönn Eyjastúlka. Aldrei hefði hún lagst í vol og víl í Barbaríinu, heldur hafist handa við að smíða örk til að komast aftur heim. Fréttastofa Sjónvarpsins leitaði til Elísabetar Gunnarsdóttur, þjálfara Vals, og spurði hana út í þessi meintu samanteknu ráð og Elísabet sagði meðal annars: „Er ekki einhvers staðar sagt að konur séu konum verstar og það er spurning hvort það hafi gerst í þessu máli." Í viðtali Kastljóss við Elísabetu og Helenu Ólafsdóttur, þjálfara KR, greip spyrjandi frasann á lofti og spurði: „Á það við að konur séu konum verstar í svona toppbaráttu?" Og Helena svaraði: „Kannski er það þannig en stundum er rígur á milli kvenna." Mikið væri undarlegt ef ekki myndaðist rígur á milli kvennanna sem keppa í sjálfri úrvalsdeildinni í fótbolta. Mér varð hugsað til þess hvað það yrði nú leiðinlegt að fylgjast með mótunum, hvað þá að keppa í þeim, ef enginn væri rígurinn og samkeppnin. Keppendur kæmu þá bara þrammandi til leiks arm í arm eins og í Bimbirimbirimbamm. Allar gættu þær stúlkurnar sín á því að stíga ekki fram fyrir hinar og reynt væri að komast hjá því að verða sér úti um stig - því við erum jú umfram allt systur en ekki andstæðingar. Keppnisandi myndi líka bara vekja úlfúð og þeir sem yrðu vitni að þeim ósköpum kæmust í mikið uppnám. Það þykir jú svo ljótt að sjá konur takast á - eitthvað svo andstætt eðli þeirra. Síðustu daga höfum við horft upp á karla bola hverjum öðrum úr embættum, nefndum og ráðum sem aldrei fyrr en ekki hef ég séð slíka framkomu tengda upplausn í samstöðu þeirra. Svo þegar manni fljúga í hug þeir Hitler, Stalín og George Bush og útreið þeirra á heilu þjóðunum fer manni jafnvel að finnast ástæða til að taka fram nýja frasa til að ná utan um hið illa en til allrar hamingju erum við ekki jafngrimm í garð karla og sjálfsagt þykir að vera í garð kvenna. Þess vegna tautar heldur enginn: „Karlar eru heiminum verstir." Mannfyrirlitning er auðvitað það alversta sem til er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gerður Kristný Mest lesið Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason Skoðun
Síðustu helgi fóru fjölmiðlar mikinn í umfjöllun um þann kvitt að knattspyrnukonur hefðu tekið sig saman um að kjósa ekki Margréti Láru Viðarsdóttur úr Val Leikmann ársins. Í hennar stað hlaut önnur afbragðs knattspyrnukona titilinn, Hólmfríður Magnúsdóttir úr KR. Til hamingju, Hólmfríður! Auðvitað sárnaði stúlkunum þetta umtal en Margrét Lára sagði í Kastljósi að góðir íþróttamenn kæmu bara enn sterkari til baka og hún myndi gera það. Hún er þrautseig eins og sönn Eyjastúlka. Aldrei hefði hún lagst í vol og víl í Barbaríinu, heldur hafist handa við að smíða örk til að komast aftur heim. Fréttastofa Sjónvarpsins leitaði til Elísabetar Gunnarsdóttur, þjálfara Vals, og spurði hana út í þessi meintu samanteknu ráð og Elísabet sagði meðal annars: „Er ekki einhvers staðar sagt að konur séu konum verstar og það er spurning hvort það hafi gerst í þessu máli." Í viðtali Kastljóss við Elísabetu og Helenu Ólafsdóttur, þjálfara KR, greip spyrjandi frasann á lofti og spurði: „Á það við að konur séu konum verstar í svona toppbaráttu?" Og Helena svaraði: „Kannski er það þannig en stundum er rígur á milli kvenna." Mikið væri undarlegt ef ekki myndaðist rígur á milli kvennanna sem keppa í sjálfri úrvalsdeildinni í fótbolta. Mér varð hugsað til þess hvað það yrði nú leiðinlegt að fylgjast með mótunum, hvað þá að keppa í þeim, ef enginn væri rígurinn og samkeppnin. Keppendur kæmu þá bara þrammandi til leiks arm í arm eins og í Bimbirimbirimbamm. Allar gættu þær stúlkurnar sín á því að stíga ekki fram fyrir hinar og reynt væri að komast hjá því að verða sér úti um stig - því við erum jú umfram allt systur en ekki andstæðingar. Keppnisandi myndi líka bara vekja úlfúð og þeir sem yrðu vitni að þeim ósköpum kæmust í mikið uppnám. Það þykir jú svo ljótt að sjá konur takast á - eitthvað svo andstætt eðli þeirra. Síðustu daga höfum við horft upp á karla bola hverjum öðrum úr embættum, nefndum og ráðum sem aldrei fyrr en ekki hef ég séð slíka framkomu tengda upplausn í samstöðu þeirra. Svo þegar manni fljúga í hug þeir Hitler, Stalín og George Bush og útreið þeirra á heilu þjóðunum fer manni jafnvel að finnast ástæða til að taka fram nýja frasa til að ná utan um hið illa en til allrar hamingju erum við ekki jafngrimm í garð karla og sjálfsagt þykir að vera í garð kvenna. Þess vegna tautar heldur enginn: „Karlar eru heiminum verstir." Mannfyrirlitning er auðvitað það alversta sem til er.