Óháður útrásarpottur Illuga Jón Kaldal skrifar 26. október 2007 00:01 Illugi Gunnarsson hefur vakið athygli fyrir prúðmennsku og hófsaman málflutning eftir að hann steig út úr skugga Davíðs Oddssonar, sem hann var til aðstoðar um árabil. Prúðmennskan var hins vegar víðs fjarri í svargrein Illuga í gær við leiðara Fréttablaðsins frá því deginum þar á undan. Það sem raskaði svo óþyrmilega ró Illuga var þó ekki annað en tiltölulega sakleysislegur samanburður á orðum hans í umræðu um íslensku orkufyrirtækin frá því í júlí annars vegar og svo nú í október hins vegar. Það getur vitaskuld verið erfitt að horfast í augu við það þegar eigin orð fara illa saman og menn verða sjaldan þakklátir þeim sem á það benda. Það er því ekki ástæða til að erfa kaldar kveðjur Illuga. Hitt er mun forvitnilegra að Illugi virðist vera kominn í ágreining við stefnu eigin flokks, sem hann samkvæmt orðanna hljóðan virtist þó vera sammála í júlí. Þá vildi Illugi „leiða saman kapítalistana, viðskiptamennina og orkufyrirtækin" því þá gæti orðið til „pottur sem knýr áfram útrásina". Þetta fer fyllilega saman við stefnu Sjálfstæðisflokksins í tengslum við útrásarverkefni orkufyrirtækjanna sem Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra lýsti í Fréttablaðinu á þennan hátt fyrir viku: „Í landsfundarályktun frá því í apríl segir um eignarhald og nýtingu náttúruauðlinda að fagnað sé aðkomu einkaaðila að útrás orkufyrirtækjanna. Tímabært sé að leysa úr læðingi krafta einkaframtaksins svo að íslensk sérþekking og hugvit fái notið sín til fulls." Það er merkilegt en tilvitnuð orð Illuga frá því í sumar hljóma nánast eins og verklýsingin á bakvið samruna útrásararms Orkuveitunnar og Geysis Green Energy undir merkjum REI í haust. Þar er einmitt orðinn til „pottur" sem getur knúið útrásina áfram. Nema hvað nú vill Illugi ekki að Orkuveitan eigi í REI. Hann vill ekki lengur „leiða saman" kapítalistana og orkufyrirtækin í útrásarverkefnunum, heldur afhenda viðskiptamönnunum verkefnin, svo þeir geti sinnt þeim „óháð hinu opinbera". Í sumar talaði Illugi sem sagt mjög í takt við landsfundarályktun Sjálfstæðisflokksins um „aðkomu einkaaðila að útrás orkufyrirtækjanna" en nú vill hann að útrásin sé „óháð hinu opinbera". Hvað breyttist?Höfundur er ritstjóri Fréttablaðsins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun
Illugi Gunnarsson hefur vakið athygli fyrir prúðmennsku og hófsaman málflutning eftir að hann steig út úr skugga Davíðs Oddssonar, sem hann var til aðstoðar um árabil. Prúðmennskan var hins vegar víðs fjarri í svargrein Illuga í gær við leiðara Fréttablaðsins frá því deginum þar á undan. Það sem raskaði svo óþyrmilega ró Illuga var þó ekki annað en tiltölulega sakleysislegur samanburður á orðum hans í umræðu um íslensku orkufyrirtækin frá því í júlí annars vegar og svo nú í október hins vegar. Það getur vitaskuld verið erfitt að horfast í augu við það þegar eigin orð fara illa saman og menn verða sjaldan þakklátir þeim sem á það benda. Það er því ekki ástæða til að erfa kaldar kveðjur Illuga. Hitt er mun forvitnilegra að Illugi virðist vera kominn í ágreining við stefnu eigin flokks, sem hann samkvæmt orðanna hljóðan virtist þó vera sammála í júlí. Þá vildi Illugi „leiða saman kapítalistana, viðskiptamennina og orkufyrirtækin" því þá gæti orðið til „pottur sem knýr áfram útrásina". Þetta fer fyllilega saman við stefnu Sjálfstæðisflokksins í tengslum við útrásarverkefni orkufyrirtækjanna sem Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra lýsti í Fréttablaðinu á þennan hátt fyrir viku: „Í landsfundarályktun frá því í apríl segir um eignarhald og nýtingu náttúruauðlinda að fagnað sé aðkomu einkaaðila að útrás orkufyrirtækjanna. Tímabært sé að leysa úr læðingi krafta einkaframtaksins svo að íslensk sérþekking og hugvit fái notið sín til fulls." Það er merkilegt en tilvitnuð orð Illuga frá því í sumar hljóma nánast eins og verklýsingin á bakvið samruna útrásararms Orkuveitunnar og Geysis Green Energy undir merkjum REI í haust. Þar er einmitt orðinn til „pottur" sem getur knúið útrásina áfram. Nema hvað nú vill Illugi ekki að Orkuveitan eigi í REI. Hann vill ekki lengur „leiða saman" kapítalistana og orkufyrirtækin í útrásarverkefnunum, heldur afhenda viðskiptamönnunum verkefnin, svo þeir geti sinnt þeim „óháð hinu opinbera". Í sumar talaði Illugi sem sagt mjög í takt við landsfundarályktun Sjálfstæðisflokksins um „aðkomu einkaaðila að útrás orkufyrirtækjanna" en nú vill hann að útrásin sé „óháð hinu opinbera". Hvað breyttist?Höfundur er ritstjóri Fréttablaðsins
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun