Hvar skal nú mjöllin? 5. október 2007 00:01 Ja, hvar skal nú mjöllin frá liðnum vetri? orti franska skáldið François Villon: Mais où sont neiges d'antan? Snjórinn kemur og fer, hann er í senn árviss og hverfull. Hið sama er að segja um fullyrðingarnar, sem Stefán Ólafsson prófessor skellir fram fyrir hverjar kosningar. Þær eru snjókúlur, sem bráðna. Hér skal ég nefna eitt dæmi til viðbótar öllum þeim, sem ég hef áður bent á. Stefán hélt því fram á fjölmennum baráttufundi í Öskju 3. maí 2006, nokkrum dögum fyrir byggðakosningar, að á Íslandi væri hagur aldraðs fólks lakari en í flestum grannríkjum. Að sögn hans var eitt dæmi þess, eins og Morgunblaðið greindi frá daginn eftir, að samkvæmt nýlegri skýrslu Efnahags- og samvinnustofnunarinnar í París, OECD, um lífeyrismál gæti íslenskur launþegi vænst þess að fá 66% af atvinnutekjum sínum í lífeyri, en meðaltalið í löndum OECD væri 69%. „Þetta sýnir því að lífskjör Íslendinga verða samkvæmt þessu undir meðallagi," sagði Stefán. Villandi talaÞetta er í meira lagi hæpið. Í fyrsta lagi var talan, sem Stefán nefndi, villandi. Í skýrslu OECD höfðu væntanlegar lífeyristekjur hvarvetna verið reiknaðar út fyrir þrjá hópa, lágtekjumenn, meðaltekjumenn og hátekjumenn. Tala Stefáns, 66% af atvinnutekjum, átti aðeins við um meðaltekjumenn. Lágtekjumenn gátu samkvæmt skýrslunni vænst þess að fá 96% af atvinnutekjum sínum. Þetta var hæsta hlutfall á Norðurlöndum og talsvert hærra en meðaltal í löndum OECD, sem var 91%. Hátekjumenn gátu vænst þess að fá 81% af atvinnutekjum sínum í lífeyristekjur, en meðaltalið í löndum OECD var 79%.Af þremur tölum í skýrslunni tók Stefán aðeins þá, sem honum hentaði. Í öðru lagi munu lífeyrissjóðir í mörgum grannríkja okkar fyrirsjáanlega ekki geta staðið undir skuldbindingum sínum ólíkt íslensku lífeyrissjóðunum. Um er að ræða loforð, sem ekki verða efnd. Í þriðja lagi eru lífslíkur Íslendinga hærri en flestra annarra þjóða, svo að samanburður getur verið torveldur (til dæmis ef lífslíkur annarra þjóða hækka til jafns við okkar, svo að minna verður þar til skiptanna). Í fjórða lagi var í skýrslu OECD ekki reiknað með lífeyrissparnaði í séreignarsjóðum, sem er verulegur á Íslandi.Ný skýrslaÞetta var vorið 2006. Nú er komin út ný skýrsla OECD um lífeyrismál, en Stefán Ólafsson þegir þunnu hljóði, enda engar kosningar í bráð. Samkvæmt skýrslunni getur íslenskur lágtekjumaður vænst þess að fá í lífeyristekjur 111% af atvinnutekjum sínum. Á Norðurlöndum er þetta hlutfall aðeins hærra í Danmörku, en meðaltalið í löndum OECD er 84%.Launþegi með meðaltekjur getur á Íslandi vænst þess að fá 84% af atvinnutekjum sínum í lífeyristekjur, og á Norðurlöndum er þetta hlutfall aðeins hærra í Danmörku, en meðaltalið í löndum OECD er 70%. Íslenskur hátekjumaður getur vænst þess að fá í lífeyristekjur 80% af atvinnutekjum sínum, og er það hlutfall hið hæsta á Norðurlöndum, en meðaltalið í löndum OECD er 61%. Það er því fjarri lagi, sem Stefán Ólafsson fullyrti 2006, að lífskjör íslenskra lífeyrisþega yrðu undir meðallagi innan OECD Tölurnar í hinni nýju skýrslu eiga við um árið 2004, og má ætla, að ástandið hafi enn batnað. Auk þess ber sem fyrr að hafa í huga, að lífeyrissjóðir okkar standa betur undir sér en í flestum grannríkjum og að lífeyrissparnaður í séreignarsjóður er hér verulegur.Batnandi hagurÉg hef áður vakið athygli á þeirri niðurstöðu norrænu tölfræðinefndarinnar Nososko, að á Norðurlöndum séu lífeyristekjur að meðaltali hæstar á Íslandi. Fyrir þingkosningarnar 2007 reyndi Stefán Ólafsson árangurslaust að gera þá niðurstöðu tortryggilega. Síðan má minna á, hvílík kjarabót niðurfelling eignarskatts var fyrir lífeyrisþega, sem margir búa í stórum húsum, enda var sá skattur stundum kallaður ekknaskattur.Auðvitað búa einhverjir lífeyrisþegar við þröngan hag, en það breytir því ekki, að kjör þessa hóps eru almennt betri hér en víðast annars staðar og eiga eftir að batna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hannes Hólmsteinn Gissurarson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Ja, hvar skal nú mjöllin frá liðnum vetri? orti franska skáldið François Villon: Mais où sont neiges d'antan? Snjórinn kemur og fer, hann er í senn árviss og hverfull. Hið sama er að segja um fullyrðingarnar, sem Stefán Ólafsson prófessor skellir fram fyrir hverjar kosningar. Þær eru snjókúlur, sem bráðna. Hér skal ég nefna eitt dæmi til viðbótar öllum þeim, sem ég hef áður bent á. Stefán hélt því fram á fjölmennum baráttufundi í Öskju 3. maí 2006, nokkrum dögum fyrir byggðakosningar, að á Íslandi væri hagur aldraðs fólks lakari en í flestum grannríkjum. Að sögn hans var eitt dæmi þess, eins og Morgunblaðið greindi frá daginn eftir, að samkvæmt nýlegri skýrslu Efnahags- og samvinnustofnunarinnar í París, OECD, um lífeyrismál gæti íslenskur launþegi vænst þess að fá 66% af atvinnutekjum sínum í lífeyri, en meðaltalið í löndum OECD væri 69%. „Þetta sýnir því að lífskjör Íslendinga verða samkvæmt þessu undir meðallagi," sagði Stefán. Villandi talaÞetta er í meira lagi hæpið. Í fyrsta lagi var talan, sem Stefán nefndi, villandi. Í skýrslu OECD höfðu væntanlegar lífeyristekjur hvarvetna verið reiknaðar út fyrir þrjá hópa, lágtekjumenn, meðaltekjumenn og hátekjumenn. Tala Stefáns, 66% af atvinnutekjum, átti aðeins við um meðaltekjumenn. Lágtekjumenn gátu samkvæmt skýrslunni vænst þess að fá 96% af atvinnutekjum sínum. Þetta var hæsta hlutfall á Norðurlöndum og talsvert hærra en meðaltal í löndum OECD, sem var 91%. Hátekjumenn gátu vænst þess að fá 81% af atvinnutekjum sínum í lífeyristekjur, en meðaltalið í löndum OECD var 79%.Af þremur tölum í skýrslunni tók Stefán aðeins þá, sem honum hentaði. Í öðru lagi munu lífeyrissjóðir í mörgum grannríkja okkar fyrirsjáanlega ekki geta staðið undir skuldbindingum sínum ólíkt íslensku lífeyrissjóðunum. Um er að ræða loforð, sem ekki verða efnd. Í þriðja lagi eru lífslíkur Íslendinga hærri en flestra annarra þjóða, svo að samanburður getur verið torveldur (til dæmis ef lífslíkur annarra þjóða hækka til jafns við okkar, svo að minna verður þar til skiptanna). Í fjórða lagi var í skýrslu OECD ekki reiknað með lífeyrissparnaði í séreignarsjóðum, sem er verulegur á Íslandi.Ný skýrslaÞetta var vorið 2006. Nú er komin út ný skýrsla OECD um lífeyrismál, en Stefán Ólafsson þegir þunnu hljóði, enda engar kosningar í bráð. Samkvæmt skýrslunni getur íslenskur lágtekjumaður vænst þess að fá í lífeyristekjur 111% af atvinnutekjum sínum. Á Norðurlöndum er þetta hlutfall aðeins hærra í Danmörku, en meðaltalið í löndum OECD er 84%.Launþegi með meðaltekjur getur á Íslandi vænst þess að fá 84% af atvinnutekjum sínum í lífeyristekjur, og á Norðurlöndum er þetta hlutfall aðeins hærra í Danmörku, en meðaltalið í löndum OECD er 70%. Íslenskur hátekjumaður getur vænst þess að fá í lífeyristekjur 80% af atvinnutekjum sínum, og er það hlutfall hið hæsta á Norðurlöndum, en meðaltalið í löndum OECD er 61%. Það er því fjarri lagi, sem Stefán Ólafsson fullyrti 2006, að lífskjör íslenskra lífeyrisþega yrðu undir meðallagi innan OECD Tölurnar í hinni nýju skýrslu eiga við um árið 2004, og má ætla, að ástandið hafi enn batnað. Auk þess ber sem fyrr að hafa í huga, að lífeyrissjóðir okkar standa betur undir sér en í flestum grannríkjum og að lífeyrissparnaður í séreignarsjóður er hér verulegur.Batnandi hagurÉg hef áður vakið athygli á þeirri niðurstöðu norrænu tölfræðinefndarinnar Nososko, að á Norðurlöndum séu lífeyristekjur að meðaltali hæstar á Íslandi. Fyrir þingkosningarnar 2007 reyndi Stefán Ólafsson árangurslaust að gera þá niðurstöðu tortryggilega. Síðan má minna á, hvílík kjarabót niðurfelling eignarskatts var fyrir lífeyrisþega, sem margir búa í stórum húsum, enda var sá skattur stundum kallaður ekknaskattur.Auðvitað búa einhverjir lífeyrisþegar við þröngan hag, en það breytir því ekki, að kjör þessa hóps eru almennt betri hér en víðast annars staðar og eiga eftir að batna.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun