Torfusamtökin þinga 4. október 2007 06:00 Torfusamtökin efna til opins fundar um Laugaveginn í Iðnó á laugardag. Hundrað og eitt tækifæri er yfirskrift þings sem Torfusamtökin efna til á laugardag í gamla Iðnó. Samtökin hafa starfað af nokkrum krafti undir nýrri forystu eftir að hafa legið í dvala um árabil. Enda er nú tekist á um framtíð byggðar með ströndinni við Reykjavík og margt til umræðu í þeim áætlunum. Á fundinum í Iðnó á laugardag verður rætt um Laugaveginn sérstaklega en eins og lesendur Fréttablaðsins hafa tekið eftir eru miklar áætlanir í uppsiglingu um breytingar á þessari fornu verslunargötu borgarinnar, leiðinni inn að laugunum í Laugardal þar sem formæður borgarinnar gengu með þvott sinn á fyrri tíð. Hvert ætti gildi og hlutverk byggingararfsins að vera í uppbyggingu Laugavegar og Kvosarinnar, spyrja menn og svörin koma úr ýmsum áttum: Meðal frummælanda eru Eva María Jónsdóttir dagskrárgerðarkona sem hefur látið til sín taka í opinberri umræðu um framtíð Þingholta og Skuggahverfis, Guja Dögg Hauksdóttir, forstöðumaður Byggingarlistardeildar Kjarvalstaða, Margrét Harðardóttir og Steve Christer, arkitektar Studio Granda, en þau áttu sigurtillögu um breytingar á Lækjartorgi nýlega, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hagfræðingur og fréttamaður, sem hefur unnið rannsókn á möguleikum í endurbyggingu á svæðinu. Að loknum ræðum frummælenda verður efnt til opinna umræðna og eru allir velkomnir. Er við hæfi að hafa fundinn í hinu forna félagsheimili iðnaðarmanna sem fyrir mörgum árum var endurbyggt og er nú sönn borgarprýði. Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Hundrað og eitt tækifæri er yfirskrift þings sem Torfusamtökin efna til á laugardag í gamla Iðnó. Samtökin hafa starfað af nokkrum krafti undir nýrri forystu eftir að hafa legið í dvala um árabil. Enda er nú tekist á um framtíð byggðar með ströndinni við Reykjavík og margt til umræðu í þeim áætlunum. Á fundinum í Iðnó á laugardag verður rætt um Laugaveginn sérstaklega en eins og lesendur Fréttablaðsins hafa tekið eftir eru miklar áætlanir í uppsiglingu um breytingar á þessari fornu verslunargötu borgarinnar, leiðinni inn að laugunum í Laugardal þar sem formæður borgarinnar gengu með þvott sinn á fyrri tíð. Hvert ætti gildi og hlutverk byggingararfsins að vera í uppbyggingu Laugavegar og Kvosarinnar, spyrja menn og svörin koma úr ýmsum áttum: Meðal frummælanda eru Eva María Jónsdóttir dagskrárgerðarkona sem hefur látið til sín taka í opinberri umræðu um framtíð Þingholta og Skuggahverfis, Guja Dögg Hauksdóttir, forstöðumaður Byggingarlistardeildar Kjarvalstaða, Margrét Harðardóttir og Steve Christer, arkitektar Studio Granda, en þau áttu sigurtillögu um breytingar á Lækjartorgi nýlega, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hagfræðingur og fréttamaður, sem hefur unnið rannsókn á möguleikum í endurbyggingu á svæðinu. Að loknum ræðum frummælenda verður efnt til opinna umræðna og eru allir velkomnir. Er við hæfi að hafa fundinn í hinu forna félagsheimili iðnaðarmanna sem fyrir mörgum árum var endurbyggt og er nú sönn borgarprýði.
Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira