Stefán Karl leikur Trölla eftir áramót á Broadway 4. október 2007 09:30 Stefán Karl Stefánsson MYND/Stefan „Við eigum enn eftir að ganga frá nokkrum lausum endum en ef þetta gengur allt saman upp þá verð ég Trölli á Broadway á næsta ári," upplýsir Stefán Karl Stefánsson en hann er nú kominn með annan fótinn á stóra sviðið í New York. Um er að ræða söngleik sem byggður er á bókinni Þegar Trölli stal jólunum eftir Dr. Seuss. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst verður Stefán fyrsti íslenski leikarinn sem tekur að sér svo stóra rullu í þessum fræga leikhúsheimi sem Broadway er. Stefáni var boðið að taka þátt í svokölluðu work-shop eða vinnubúðum fyrir nokkru með leikstjóranum Jack O'Brian en hann er eitt af stóru nöfnunum í leikhúsheiminum þar vestra og hefur meðal annars fengið þrenn Tony-verðlaun sem eru Óskarsverðlaun leikhússins í Bandaríkjunum. Stefán eyddi þremur vikum með leikstjóranum við að þróa þessa furðuveru rithöfundarins Dr. Seuss og leist framleiðendum verksins svo vel á hugmyndir Stefáns að þeir buðu honum að velja sér borg til að leika persónuna en reiknað er með að sýningin verði mikið fyrirtæki. „Og að sjálfsögðu valdi ég New York og Broadway," segir Stefán og hlær. „Þessi O'Brian er slík stjarna í leikhúsheiminum að mér skilst að leikarar myndu gefa aleiguna bara fyrir að hitta hann. Þannig að þetta er náttúrlega fyrst og fremst heiður fyrir mig að vera boðið þetta hlutverk," segir Stefán sem telur að þetta eigi eftir að henta sér vel. „Ég er náttúrlega fyrst og fremst leikari en ekki einhver fyrirsæta og það hjálpaði mér vissulega að ég hef sviðsreynslu frá Íslandi." En Stefán gleymir ekki Latabæ og þakkar því fyrirtæki ekki síst þessa góðu kynningu á sér í Bandaríkjunum. Hann er til að mynda nýkominn frá Fíladelfíu þar sem Latibær setti á svið mikla sýningu fyrir tæplega tólf þúsund manns í skemmtigarði sjónvarpsþáttarins Sesam Street. „Maður gerði sér þá kannski grein fyrir hversu mikið æði þetta orðið. Þarna mættu krakkar klæddir eins og Glanni glæpur og Íþróttaálfurinn og öskruðu á okkur eins og að við værum rokkstjörnur," segir Stefán sem jafnframt er kominn með nýjan umboðsmann en hún ku vera gömul í hettunni og hefur verið að í fjörutíu ár. Að sögn Stefáns hafa umbjóðendur hennar verið allt frá Matt Damon og Ben Affleck til sjálfrar Britney Spears áður en sú ágæta söngkona féll í freistni. „Hlutirnir hér gerast ekki á einni nóttu en vissulega hef ég verið að taka stór skref," segir Stefán. „Þetta snýst líka mikið um heppni. Að vera réttur maður á réttum stað og gefast ekki upp. Þetta er helvítis púl en um leið ákaflega skemmtilegt." Menning Mest lesið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning Mortal Kombat-stjarna látin Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Kveður fasteignir fyrir kroppa Lífið Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Fleiri fréttir Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
„Við eigum enn eftir að ganga frá nokkrum lausum endum en ef þetta gengur allt saman upp þá verð ég Trölli á Broadway á næsta ári," upplýsir Stefán Karl Stefánsson en hann er nú kominn með annan fótinn á stóra sviðið í New York. Um er að ræða söngleik sem byggður er á bókinni Þegar Trölli stal jólunum eftir Dr. Seuss. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst verður Stefán fyrsti íslenski leikarinn sem tekur að sér svo stóra rullu í þessum fræga leikhúsheimi sem Broadway er. Stefáni var boðið að taka þátt í svokölluðu work-shop eða vinnubúðum fyrir nokkru með leikstjóranum Jack O'Brian en hann er eitt af stóru nöfnunum í leikhúsheiminum þar vestra og hefur meðal annars fengið þrenn Tony-verðlaun sem eru Óskarsverðlaun leikhússins í Bandaríkjunum. Stefán eyddi þremur vikum með leikstjóranum við að þróa þessa furðuveru rithöfundarins Dr. Seuss og leist framleiðendum verksins svo vel á hugmyndir Stefáns að þeir buðu honum að velja sér borg til að leika persónuna en reiknað er með að sýningin verði mikið fyrirtæki. „Og að sjálfsögðu valdi ég New York og Broadway," segir Stefán og hlær. „Þessi O'Brian er slík stjarna í leikhúsheiminum að mér skilst að leikarar myndu gefa aleiguna bara fyrir að hitta hann. Þannig að þetta er náttúrlega fyrst og fremst heiður fyrir mig að vera boðið þetta hlutverk," segir Stefán sem telur að þetta eigi eftir að henta sér vel. „Ég er náttúrlega fyrst og fremst leikari en ekki einhver fyrirsæta og það hjálpaði mér vissulega að ég hef sviðsreynslu frá Íslandi." En Stefán gleymir ekki Latabæ og þakkar því fyrirtæki ekki síst þessa góðu kynningu á sér í Bandaríkjunum. Hann er til að mynda nýkominn frá Fíladelfíu þar sem Latibær setti á svið mikla sýningu fyrir tæplega tólf þúsund manns í skemmtigarði sjónvarpsþáttarins Sesam Street. „Maður gerði sér þá kannski grein fyrir hversu mikið æði þetta orðið. Þarna mættu krakkar klæddir eins og Glanni glæpur og Íþróttaálfurinn og öskruðu á okkur eins og að við værum rokkstjörnur," segir Stefán sem jafnframt er kominn með nýjan umboðsmann en hún ku vera gömul í hettunni og hefur verið að í fjörutíu ár. Að sögn Stefáns hafa umbjóðendur hennar verið allt frá Matt Damon og Ben Affleck til sjálfrar Britney Spears áður en sú ágæta söngkona féll í freistni. „Hlutirnir hér gerast ekki á einni nóttu en vissulega hef ég verið að taka stór skref," segir Stefán. „Þetta snýst líka mikið um heppni. Að vera réttur maður á réttum stað og gefast ekki upp. Þetta er helvítis púl en um leið ákaflega skemmtilegt."
Menning Mest lesið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning Mortal Kombat-stjarna látin Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Kveður fasteignir fyrir kroppa Lífið Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Fleiri fréttir Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira