Evra eða króna? Þráinn Bertelsson skrifar 1. október 2007 05:30 Íslendingar hafa notast við margs konar gjaldmiðil: Álnir vaðmáls, merkur silfurs, kúgildi, jarðarhundruð, ríkisdali, skildinga, spesíur, danskar krónur, íslenskar krónur og nú er talað um að prófa hvort evru muni fylgja meiri gæfa en krónu. Í ALDANNA RÁS hefur margt skynsamlegt verið sagt um peninga, einkum af fólki sem ekki starfar í fjármálageiranum, og gæti verið gott að hafa til hliðsjónar í þeirri aura-síbylju sem á okkur dynur. VARNAÐARORÐ: Peningar eru hismi margra hluta en ekki kjarni. Þeir færa okkur mat en ekki matarlyst, lyf en ekki heilsu, kunningja en ekki vini, þjónustu en ekki tryggð, gleðistundir en ekki frið né hamingju. (Henrik Ibsen). Peningar eru afstrakt-hliðin á mannlegri hamingju; sá sem ekki kann að njóta raunverulegrar hamingju einbeitir sér að peningum. (A. Schopenhauer). Þegar ég eignast smápening kaupi ég bækur. Ef eitthvað er afgangs kaupi ég mat. (Erasmus). Hinn raunverulegi mælikvarði á hversu ríkur þú ert er hvers virði þú værir ef þú tapaðir öllum peningunum þínum. (N.N.). Eina ástæðan fyrir því að amerískar fjölskyldur skuli ekki eiga fíl er sú að þeim hefur aldrei verið boðið að eignast fíl á afborgunum. (Mad Magazine). Aðeins þegar síðasta tréð er dautt og síðasta áin hefur verið menguð og síðasti fiskurinn veiddur verður okkur ljóst að við getum ekki étið peninga. (Orðtæki Cree-Indíána). MEÐMÆLI: Mig mundi langa til að lifa eins og fátæklingur - en með nóga peninga. (Pablo Picasso). Viðskipti eru sú listgrein að geta náð peningum úr vasa annarra án þess að beita ofbeldi. (Max Amsterdam). Ef konur væru ekki til hefðu allir heimsins peningar enga þýðingu. (A. Onassis). Milljarður hér og milljarður þar - og fyrr en varir er maður farinn að tala um alvöru peninga. (Everett Dirksen). Það eina sem ég sé við peningamenn eru peningarnir þeirra. (Lafði Astor). Peningar eru betri en fátækt - þó ekki sé nema af hagfræðilegum ástæðum. (Woody Allen). LOKAORÐ: Peningar eru góður þjónn en harður húsbóndi. (Alexandre Dumas yngri). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þráinn Bertelsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun
Íslendingar hafa notast við margs konar gjaldmiðil: Álnir vaðmáls, merkur silfurs, kúgildi, jarðarhundruð, ríkisdali, skildinga, spesíur, danskar krónur, íslenskar krónur og nú er talað um að prófa hvort evru muni fylgja meiri gæfa en krónu. Í ALDANNA RÁS hefur margt skynsamlegt verið sagt um peninga, einkum af fólki sem ekki starfar í fjármálageiranum, og gæti verið gott að hafa til hliðsjónar í þeirri aura-síbylju sem á okkur dynur. VARNAÐARORÐ: Peningar eru hismi margra hluta en ekki kjarni. Þeir færa okkur mat en ekki matarlyst, lyf en ekki heilsu, kunningja en ekki vini, þjónustu en ekki tryggð, gleðistundir en ekki frið né hamingju. (Henrik Ibsen). Peningar eru afstrakt-hliðin á mannlegri hamingju; sá sem ekki kann að njóta raunverulegrar hamingju einbeitir sér að peningum. (A. Schopenhauer). Þegar ég eignast smápening kaupi ég bækur. Ef eitthvað er afgangs kaupi ég mat. (Erasmus). Hinn raunverulegi mælikvarði á hversu ríkur þú ert er hvers virði þú værir ef þú tapaðir öllum peningunum þínum. (N.N.). Eina ástæðan fyrir því að amerískar fjölskyldur skuli ekki eiga fíl er sú að þeim hefur aldrei verið boðið að eignast fíl á afborgunum. (Mad Magazine). Aðeins þegar síðasta tréð er dautt og síðasta áin hefur verið menguð og síðasti fiskurinn veiddur verður okkur ljóst að við getum ekki étið peninga. (Orðtæki Cree-Indíána). MEÐMÆLI: Mig mundi langa til að lifa eins og fátæklingur - en með nóga peninga. (Pablo Picasso). Viðskipti eru sú listgrein að geta náð peningum úr vasa annarra án þess að beita ofbeldi. (Max Amsterdam). Ef konur væru ekki til hefðu allir heimsins peningar enga þýðingu. (A. Onassis). Milljarður hér og milljarður þar - og fyrr en varir er maður farinn að tala um alvöru peninga. (Everett Dirksen). Það eina sem ég sé við peningamenn eru peningarnir þeirra. (Lafði Astor). Peningar eru betri en fátækt - þó ekki sé nema af hagfræðilegum ástæðum. (Woody Allen). LOKAORÐ: Peningar eru góður þjónn en harður húsbóndi. (Alexandre Dumas yngri).