Sökudólgar miðbæjarvandans 12. september 2007 00:01 Fáir hrekkir eru fyndnari í fertugsafmælum en að sýna hallærislega myndaseríu af afmælisbarninu frá æskuárum. Á þeim sjást ómótstæðilegar hárgreiðslur og glæsilegir herðapúðar að ógleymdri sífelldri sígarettu á milli fingra. Við vorum ekkert smá töff í menntó og strompreyktum við öll tækifæri. Forstofa skólans gegndi hlutverki reykherbergis og var þar með samkomustaður skemmtilega fólksins. Frelsið til reykinga hefur horfið með ljóshraða og við erum næstum öll löngu hætt. Ég veit varla lengur hvaða örfáir vinir mínir reykja enn þá því fólk laumast með það eins og þýfi. Þegar vinnustaðurinn varð reyklaus hvarf fyrsta skjólið og þá var gott að eiga góða úlpu. En svo varð lóðin líka reyklaus. Makinn hætti og setti lögbann á heimilisreykingar. Börnin stara ásakandi á hið sakbitna foreldri sem hímir á svölunum í norðangarra og reynir þrátt fyrir niðurlæginguna að halda dálitlum myndugleika. Svipt síðasta víginu, félagslegum reykingum á kaffihúsum, halda sumir enn þá tryggð þótt öll spjót standi á þeim. Ekki má lengur reykja í vinnunni, ekki heima, ekki í bílnum auðvitað, alls ekki í heimsóknum og ekki einu sinni á barnum. Til að mega reykja inni við þarf að fara til austantjaldslanda. Seigla hins dygga reykingafólks er aðdáunarverð. Að norpa úti að meðaltali tuttugu sinnum á dag í sjö mínútur hverju sinni gerir vikulega meira en tvo heila vinnudaga. Þetta sýnir afburða karakterstyrk við hörmulegar aðstæður. Við sem pússum geislabauginn yfir að vera hætt getum líklega fæst státað af þvílíkri einbeitingu. Ekki aðeins fylgir athyglisbrestur reykleysinu, heldur hefur reykingabannið á skemmtistöðum haft afleitar afleiðingar fyrir drykkjusiði mína. Í tæru fjallaloftinu er nú fátt skemmtilegra en að hanga á barnum. Án nokkurra sönnunargagna finnst mér líklegt að fleiri handhafar geislabauga séu mér um þessar mundir samferða í ræsið. Kannski samanstendur miðbæjarósóminn bara af reyklausu fólki sem fær loks útrás fyrir djammþörfina eftir marga ára bælingu. Ef svo er mun ástandið róast sjálfkrafa um leið og kólnar. Við höfum nefnilega ekki þjálfun reykingafólksins til að skjálfa af kulda fyrir fíknina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Elín Elínardóttir Mest lesið Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun
Fáir hrekkir eru fyndnari í fertugsafmælum en að sýna hallærislega myndaseríu af afmælisbarninu frá æskuárum. Á þeim sjást ómótstæðilegar hárgreiðslur og glæsilegir herðapúðar að ógleymdri sífelldri sígarettu á milli fingra. Við vorum ekkert smá töff í menntó og strompreyktum við öll tækifæri. Forstofa skólans gegndi hlutverki reykherbergis og var þar með samkomustaður skemmtilega fólksins. Frelsið til reykinga hefur horfið með ljóshraða og við erum næstum öll löngu hætt. Ég veit varla lengur hvaða örfáir vinir mínir reykja enn þá því fólk laumast með það eins og þýfi. Þegar vinnustaðurinn varð reyklaus hvarf fyrsta skjólið og þá var gott að eiga góða úlpu. En svo varð lóðin líka reyklaus. Makinn hætti og setti lögbann á heimilisreykingar. Börnin stara ásakandi á hið sakbitna foreldri sem hímir á svölunum í norðangarra og reynir þrátt fyrir niðurlæginguna að halda dálitlum myndugleika. Svipt síðasta víginu, félagslegum reykingum á kaffihúsum, halda sumir enn þá tryggð þótt öll spjót standi á þeim. Ekki má lengur reykja í vinnunni, ekki heima, ekki í bílnum auðvitað, alls ekki í heimsóknum og ekki einu sinni á barnum. Til að mega reykja inni við þarf að fara til austantjaldslanda. Seigla hins dygga reykingafólks er aðdáunarverð. Að norpa úti að meðaltali tuttugu sinnum á dag í sjö mínútur hverju sinni gerir vikulega meira en tvo heila vinnudaga. Þetta sýnir afburða karakterstyrk við hörmulegar aðstæður. Við sem pússum geislabauginn yfir að vera hætt getum líklega fæst státað af þvílíkri einbeitingu. Ekki aðeins fylgir athyglisbrestur reykleysinu, heldur hefur reykingabannið á skemmtistöðum haft afleitar afleiðingar fyrir drykkjusiði mína. Í tæru fjallaloftinu er nú fátt skemmtilegra en að hanga á barnum. Án nokkurra sönnunargagna finnst mér líklegt að fleiri handhafar geislabauga séu mér um þessar mundir samferða í ræsið. Kannski samanstendur miðbæjarósóminn bara af reyklausu fólki sem fær loks útrás fyrir djammþörfina eftir marga ára bælingu. Ef svo er mun ástandið róast sjálfkrafa um leið og kólnar. Við höfum nefnilega ekki þjálfun reykingafólksins til að skjálfa af kulda fyrir fíknina.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun