Litaður þvottur 11. september 2007 00:01 Persónur sem hafa öðlast annað líf í tölvuveröldinni Second Life eru orðnar um níu og hálf milljón. Fyrir þá sem ekki þekkja til þessa handanheims gengur leikurinn út á það að venjulegt fólk af holdi og blóði getur búið sér til veru eftir eigin höfði og stýrt lífi hennar í tölvunni. Í þessu landi, sem er í senn svo fjarlægt en þó svo nálægt, er sérstakur gjaldmiðill notaður. Þar eru gefin út blöð um lífverurnar á eyjum þessarar tilveru, fyrirtæki og stofnanir hafa þar útibú og þar gengur fólk í hjónaband sem hefur jafnvel aldrei hist augliti til auglitis í því sem við köllum raunveruleika. Reyndar ganga sumir íbúar þessa lífsleiks svo langt að þeir segja lífið eins og flestir hafa þekkt það í gegnum tíðina ekkert raunverulegra en það sem finna megi í tölvunni. Dágóðar líkur séu jafnvel á því að jarðlífið sé ekkert annað og merkilegra en fullkomin útgáfa af sýndarheimi líkt og Second Life er. Hvað sem til er í þeim hugmyndum er ljóst að þessi tilvera milli reyndar og sýndar er í miklum vexti og fær fólk til að velta nokkrum lykilspurningum um tilveruna fyrir sér, svo sem: Hvað er raunverulegt og hver er tilgangurinn með þessu öllu? Er kannski rétt að fólki sem ekki hefur tekist að hanna tilvist sína hér fái uppreisn æru þar? Hlutskipti nútímans og netlendanna virðist í raun ósköp svipað enda eru þau af sama meiði. Hvoru tveggja snúast að stórum hluta um afþreyingu, verslun, kynlíf og þrá eftir vinsældum. Auðveldara aðgengi að slíkum hlutum er hægt að finna í tölvunni með kreditkortið að vopni en á jörðu. Fallegri líkami fæst með minni fyrirhöfn, sem og betra húsnæði. Þetta er dásamlegt fyrirkomulag sem mætti benda mörgum minnipokamanninum á. Mér er venjulega nokk sama um tilvistarlegar spurningar enda einföld manneskja sem helst ergir sig á lituðum þvotti. En þegar maður hittir góðan vin sem maður hefur ekki hitt árum saman nema í gegnum netið áttar maður sig á því að tilfinningarnar sem sendar eru í gegnum stýrikerfi, sem flestar dauðlegar verur munu aldrei getað skilið til fulls, eru alveg jafn raunverulegar og þær sem maður útdeilir til þeirra sem standa andspænis manni. Þá hef ég einnig vissar grunsemdir um að blessaðar opinberanirnar sem gúgglið veitir á óvini og vini séu svindlleið í veruleik jarðarbúa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karen Kjartansdóttir Mest lesið Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson Skoðun
Persónur sem hafa öðlast annað líf í tölvuveröldinni Second Life eru orðnar um níu og hálf milljón. Fyrir þá sem ekki þekkja til þessa handanheims gengur leikurinn út á það að venjulegt fólk af holdi og blóði getur búið sér til veru eftir eigin höfði og stýrt lífi hennar í tölvunni. Í þessu landi, sem er í senn svo fjarlægt en þó svo nálægt, er sérstakur gjaldmiðill notaður. Þar eru gefin út blöð um lífverurnar á eyjum þessarar tilveru, fyrirtæki og stofnanir hafa þar útibú og þar gengur fólk í hjónaband sem hefur jafnvel aldrei hist augliti til auglitis í því sem við köllum raunveruleika. Reyndar ganga sumir íbúar þessa lífsleiks svo langt að þeir segja lífið eins og flestir hafa þekkt það í gegnum tíðina ekkert raunverulegra en það sem finna megi í tölvunni. Dágóðar líkur séu jafnvel á því að jarðlífið sé ekkert annað og merkilegra en fullkomin útgáfa af sýndarheimi líkt og Second Life er. Hvað sem til er í þeim hugmyndum er ljóst að þessi tilvera milli reyndar og sýndar er í miklum vexti og fær fólk til að velta nokkrum lykilspurningum um tilveruna fyrir sér, svo sem: Hvað er raunverulegt og hver er tilgangurinn með þessu öllu? Er kannski rétt að fólki sem ekki hefur tekist að hanna tilvist sína hér fái uppreisn æru þar? Hlutskipti nútímans og netlendanna virðist í raun ósköp svipað enda eru þau af sama meiði. Hvoru tveggja snúast að stórum hluta um afþreyingu, verslun, kynlíf og þrá eftir vinsældum. Auðveldara aðgengi að slíkum hlutum er hægt að finna í tölvunni með kreditkortið að vopni en á jörðu. Fallegri líkami fæst með minni fyrirhöfn, sem og betra húsnæði. Þetta er dásamlegt fyrirkomulag sem mætti benda mörgum minnipokamanninum á. Mér er venjulega nokk sama um tilvistarlegar spurningar enda einföld manneskja sem helst ergir sig á lituðum þvotti. En þegar maður hittir góðan vin sem maður hefur ekki hitt árum saman nema í gegnum netið áttar maður sig á því að tilfinningarnar sem sendar eru í gegnum stýrikerfi, sem flestar dauðlegar verur munu aldrei getað skilið til fulls, eru alveg jafn raunverulegar og þær sem maður útdeilir til þeirra sem standa andspænis manni. Þá hef ég einnig vissar grunsemdir um að blessaðar opinberanirnar sem gúgglið veitir á óvini og vini séu svindlleið í veruleik jarðarbúa.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir Skoðun