Gio er leynivopn Franks Rijkaard 3. september 2007 08:30 Giovanni dos Santos stóð sig frábærlega með Barcelona á undirbúningstímabilinu. AFP Framtíð Eiðs Smára Guðjohnsen hjá Barcelona hefur verið mikið í umræðunni, ekki síst þar sem spænska liðið keypti Thierry Henry frá Arsenal í sumar. Það er samt ekki koma Henrys á Nou Camp sem er að gera út um framtíð okkar manns á Spáni heldur 18 ára strákur frá Mexíkó. Giovanni dos Santos hefur slegið í gegn á undirbúningstímabilinu og nýtt sér það til fullnustu að Eiður Smári hefur hvorki farið með liðinu til Skotlands né Asíu vegna hnémeiðsla sem tóku sig upp á æfingu. Giovanni er heldur betur að nýta sín fyrstu tækifæri með aðalliði Barca, skoraði síðasta markið í 3-1 sigri á Hearts, skoraði fyrsta markið í 3-0 sigri á kínverska liðinu Beijing Guoan, skoraði síðan sigurmark liðsins í 1-0 sigri á japanska liðinu Yokohama og loks fjórða og síðasta markið í 4-0 sigri á Mission Hills sem var lokaleikurinn í Asíuferðinni. Hann skoraði alls fjögur mörk í undirbúningsleikjum liðsins fyrir tímabilið. Giovanni dos Santos er fæddur árið 1989 í Monterrey í Mexíkó. Hann er 175 cm, örvfættur og getur spilað hvar sem er í kringum fremsta mann. Dos Santos kemur af miklum knattspyrnuættum, faðir hans, Gerardo dos Santos, kallaður „Zizinho“, lék með Clubs América og León í Mexíkó á níunda áratugnum og yngri bróðir hans, Jonathan, spilar með unglingaliði Barcelona. Gio hefur verið hjá Barcelona í fimm ár og hefur unnið sig upp í gegnum unglingastarf félagsins. Dos Santos er þegar búinn að sanna sig á stórmótum yngri landsliða en hefur enn ekki verið valinn í A-liðið. Dos Santos varð heimsmeistari með 17 ára liði Mexíkó árið 2005 og fékk bronsskóinn sem þriðji besti leikmaðurinn á HM 20 ára liða sem fram fór í Kanada í sumar. Dos Santos skoraði þá þrjú mörk og hjálpaði Mexíkó inn í átta liða úrslitin. Frank Rijkaard hrósaði dos Santos eftir sigurinn á Yokohama. „Hann er leynivopnið okkar. Hann kom inn af krafti, skoraði, skaut í stöngina og hreyfði sig mjög vel á vellinum. Strákurinn er duglegur og getur hjálpað liðinu hvenær sem er,“ sagði Rijkaard. Ronaldinho var einnig sáttur við framlag þessa unga mexíkóska leikmanns. „Ég er mjög ánægður með hann því hann er ungur leikmaður með mikla hæfileika. Ég vona að hann geti hjálpað okkur og njóti þess að spila með okkur hinum,“ sagði Ronaldinho. Giovanni hefur ítrekað verið líkt við Ronaldinho enda eru þeir mjög svipaðir á velli, með frábæra tækni og mikinn sprengikraft. Giovanni er best lýst sem ungum og örvfættum Ronaldinho en hann hefur einmitt verið uppáhaldsleikmaður stráksins alla tíð. Ronaldinho, Thierry Henry, Samuel Eto"o, Lionel Messi og nú Giovanni dos Santos. Þó að við höfum mikla trú á okkar manni í mikilli samkeppni þá er erfitt að sjá hann vinna sig til baka úr meiðslum og reyna að slá einhvern af fyrrnefndum snillingum út úr liðinu. Spænski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Í beinni: Newcastle United - Manchester City | Undanúrslitaeinvígið hefst Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Sjá meira
Framtíð Eiðs Smára Guðjohnsen hjá Barcelona hefur verið mikið í umræðunni, ekki síst þar sem spænska liðið keypti Thierry Henry frá Arsenal í sumar. Það er samt ekki koma Henrys á Nou Camp sem er að gera út um framtíð okkar manns á Spáni heldur 18 ára strákur frá Mexíkó. Giovanni dos Santos hefur slegið í gegn á undirbúningstímabilinu og nýtt sér það til fullnustu að Eiður Smári hefur hvorki farið með liðinu til Skotlands né Asíu vegna hnémeiðsla sem tóku sig upp á æfingu. Giovanni er heldur betur að nýta sín fyrstu tækifæri með aðalliði Barca, skoraði síðasta markið í 3-1 sigri á Hearts, skoraði fyrsta markið í 3-0 sigri á kínverska liðinu Beijing Guoan, skoraði síðan sigurmark liðsins í 1-0 sigri á japanska liðinu Yokohama og loks fjórða og síðasta markið í 4-0 sigri á Mission Hills sem var lokaleikurinn í Asíuferðinni. Hann skoraði alls fjögur mörk í undirbúningsleikjum liðsins fyrir tímabilið. Giovanni dos Santos er fæddur árið 1989 í Monterrey í Mexíkó. Hann er 175 cm, örvfættur og getur spilað hvar sem er í kringum fremsta mann. Dos Santos kemur af miklum knattspyrnuættum, faðir hans, Gerardo dos Santos, kallaður „Zizinho“, lék með Clubs América og León í Mexíkó á níunda áratugnum og yngri bróðir hans, Jonathan, spilar með unglingaliði Barcelona. Gio hefur verið hjá Barcelona í fimm ár og hefur unnið sig upp í gegnum unglingastarf félagsins. Dos Santos er þegar búinn að sanna sig á stórmótum yngri landsliða en hefur enn ekki verið valinn í A-liðið. Dos Santos varð heimsmeistari með 17 ára liði Mexíkó árið 2005 og fékk bronsskóinn sem þriðji besti leikmaðurinn á HM 20 ára liða sem fram fór í Kanada í sumar. Dos Santos skoraði þá þrjú mörk og hjálpaði Mexíkó inn í átta liða úrslitin. Frank Rijkaard hrósaði dos Santos eftir sigurinn á Yokohama. „Hann er leynivopnið okkar. Hann kom inn af krafti, skoraði, skaut í stöngina og hreyfði sig mjög vel á vellinum. Strákurinn er duglegur og getur hjálpað liðinu hvenær sem er,“ sagði Rijkaard. Ronaldinho var einnig sáttur við framlag þessa unga mexíkóska leikmanns. „Ég er mjög ánægður með hann því hann er ungur leikmaður með mikla hæfileika. Ég vona að hann geti hjálpað okkur og njóti þess að spila með okkur hinum,“ sagði Ronaldinho. Giovanni hefur ítrekað verið líkt við Ronaldinho enda eru þeir mjög svipaðir á velli, með frábæra tækni og mikinn sprengikraft. Giovanni er best lýst sem ungum og örvfættum Ronaldinho en hann hefur einmitt verið uppáhaldsleikmaður stráksins alla tíð. Ronaldinho, Thierry Henry, Samuel Eto"o, Lionel Messi og nú Giovanni dos Santos. Þó að við höfum mikla trú á okkar manni í mikilli samkeppni þá er erfitt að sjá hann vinna sig til baka úr meiðslum og reyna að slá einhvern af fyrrnefndum snillingum út úr liðinu.
Spænski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Í beinni: Newcastle United - Manchester City | Undanúrslitaeinvígið hefst Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Sjá meira