Vesturport stærst 29. ágúst 2007 08:15 Gísli Örn Garðarsson Af sjálfstæðum hópum verður leikhópurinn Vesturport fyrirferðarmestur, bæði með sýningar á eigin vegum og í samstarfi við stærri leikhús: LR, LA og Þjóðleikhúsið. Hópurinn státar af tveimur leikstjórum, Gísla Erni Garðarssyni og Birni Hlyn Haraldssyni. Frá fyrra leikári taka þau upp þráðinn með sýningum á Ást á Nýja sviði Borgarleikhússins og og sýna Hamskiptin eftir sögu Kafka í september á Stóra sviði Þjóðleikhússins en verkið var frumsýnt í London í fyrra og er nú enduræft með íslenskum kröftum í öllum hlutverkum. Mikið er búið að fjalla um alþjóðlega sýningu sem byggir á kvikmynd Lukas Moodysson, Tillsammans. Ekki er ljóst hvar hún kemur upp í desember, en verkinu er ætlað að fara víða með sinn alþjóðlega leikhóp. Í desember verður Superstar sett upp í samvinnu við LR í leikstjórn Björns Hlyns en þaðan fer hann norður á Akureyri og setur á svið eigið verk, Double Dusch, í samstarfi við LA. Stóru tíðindin eru sviðsetning á Faust, sú þriðja hér á landi, en Kurt Zier setti verk Faust upp með brúðum á stríðsráunum og Þjóðleikhúsið flutti verkið 1971. Að þessu sinni er frumsagan sótt í þjóðsögur en ekki verk Goethe, en með Gísla leikstjóra koma að verkinu Nick Cave og Carlo Grosse. Frumsýning verður í Borgarleikhúsi næsta vor. Umsvif Vesturports hafa aldrei verið meiri, en hópurinn nýtur styrks frá Leiklistarráði. Hann stefnir einnig að framleiðslu á kvikmyndinni Brim eftir samnefndu leikverki Jóns Atla Jónssonar. Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Af sjálfstæðum hópum verður leikhópurinn Vesturport fyrirferðarmestur, bæði með sýningar á eigin vegum og í samstarfi við stærri leikhús: LR, LA og Þjóðleikhúsið. Hópurinn státar af tveimur leikstjórum, Gísla Erni Garðarssyni og Birni Hlyn Haraldssyni. Frá fyrra leikári taka þau upp þráðinn með sýningum á Ást á Nýja sviði Borgarleikhússins og og sýna Hamskiptin eftir sögu Kafka í september á Stóra sviði Þjóðleikhússins en verkið var frumsýnt í London í fyrra og er nú enduræft með íslenskum kröftum í öllum hlutverkum. Mikið er búið að fjalla um alþjóðlega sýningu sem byggir á kvikmynd Lukas Moodysson, Tillsammans. Ekki er ljóst hvar hún kemur upp í desember, en verkinu er ætlað að fara víða með sinn alþjóðlega leikhóp. Í desember verður Superstar sett upp í samvinnu við LR í leikstjórn Björns Hlyns en þaðan fer hann norður á Akureyri og setur á svið eigið verk, Double Dusch, í samstarfi við LA. Stóru tíðindin eru sviðsetning á Faust, sú þriðja hér á landi, en Kurt Zier setti verk Faust upp með brúðum á stríðsráunum og Þjóðleikhúsið flutti verkið 1971. Að þessu sinni er frumsagan sótt í þjóðsögur en ekki verk Goethe, en með Gísla leikstjóra koma að verkinu Nick Cave og Carlo Grosse. Frumsýning verður í Borgarleikhúsi næsta vor. Umsvif Vesturports hafa aldrei verið meiri, en hópurinn nýtur styrks frá Leiklistarráði. Hann stefnir einnig að framleiðslu á kvikmyndinni Brim eftir samnefndu leikverki Jóns Atla Jónssonar.
Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira