Vesturport stærst 29. ágúst 2007 08:15 Gísli Örn Garðarsson Af sjálfstæðum hópum verður leikhópurinn Vesturport fyrirferðarmestur, bæði með sýningar á eigin vegum og í samstarfi við stærri leikhús: LR, LA og Þjóðleikhúsið. Hópurinn státar af tveimur leikstjórum, Gísla Erni Garðarssyni og Birni Hlyn Haraldssyni. Frá fyrra leikári taka þau upp þráðinn með sýningum á Ást á Nýja sviði Borgarleikhússins og og sýna Hamskiptin eftir sögu Kafka í september á Stóra sviði Þjóðleikhússins en verkið var frumsýnt í London í fyrra og er nú enduræft með íslenskum kröftum í öllum hlutverkum. Mikið er búið að fjalla um alþjóðlega sýningu sem byggir á kvikmynd Lukas Moodysson, Tillsammans. Ekki er ljóst hvar hún kemur upp í desember, en verkinu er ætlað að fara víða með sinn alþjóðlega leikhóp. Í desember verður Superstar sett upp í samvinnu við LR í leikstjórn Björns Hlyns en þaðan fer hann norður á Akureyri og setur á svið eigið verk, Double Dusch, í samstarfi við LA. Stóru tíðindin eru sviðsetning á Faust, sú þriðja hér á landi, en Kurt Zier setti verk Faust upp með brúðum á stríðsráunum og Þjóðleikhúsið flutti verkið 1971. Að þessu sinni er frumsagan sótt í þjóðsögur en ekki verk Goethe, en með Gísla leikstjóra koma að verkinu Nick Cave og Carlo Grosse. Frumsýning verður í Borgarleikhúsi næsta vor. Umsvif Vesturports hafa aldrei verið meiri, en hópurinn nýtur styrks frá Leiklistarráði. Hann stefnir einnig að framleiðslu á kvikmyndinni Brim eftir samnefndu leikverki Jóns Atla Jónssonar. Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Af sjálfstæðum hópum verður leikhópurinn Vesturport fyrirferðarmestur, bæði með sýningar á eigin vegum og í samstarfi við stærri leikhús: LR, LA og Þjóðleikhúsið. Hópurinn státar af tveimur leikstjórum, Gísla Erni Garðarssyni og Birni Hlyn Haraldssyni. Frá fyrra leikári taka þau upp þráðinn með sýningum á Ást á Nýja sviði Borgarleikhússins og og sýna Hamskiptin eftir sögu Kafka í september á Stóra sviði Þjóðleikhússins en verkið var frumsýnt í London í fyrra og er nú enduræft með íslenskum kröftum í öllum hlutverkum. Mikið er búið að fjalla um alþjóðlega sýningu sem byggir á kvikmynd Lukas Moodysson, Tillsammans. Ekki er ljóst hvar hún kemur upp í desember, en verkinu er ætlað að fara víða með sinn alþjóðlega leikhóp. Í desember verður Superstar sett upp í samvinnu við LR í leikstjórn Björns Hlyns en þaðan fer hann norður á Akureyri og setur á svið eigið verk, Double Dusch, í samstarfi við LA. Stóru tíðindin eru sviðsetning á Faust, sú þriðja hér á landi, en Kurt Zier setti verk Faust upp með brúðum á stríðsráunum og Þjóðleikhúsið flutti verkið 1971. Að þessu sinni er frumsagan sótt í þjóðsögur en ekki verk Goethe, en með Gísla leikstjóra koma að verkinu Nick Cave og Carlo Grosse. Frumsýning verður í Borgarleikhúsi næsta vor. Umsvif Vesturports hafa aldrei verið meiri, en hópurinn nýtur styrks frá Leiklistarráði. Hann stefnir einnig að framleiðslu á kvikmyndinni Brim eftir samnefndu leikverki Jóns Atla Jónssonar.
Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira