Vesturport stærst 29. ágúst 2007 08:15 Gísli Örn Garðarsson Af sjálfstæðum hópum verður leikhópurinn Vesturport fyrirferðarmestur, bæði með sýningar á eigin vegum og í samstarfi við stærri leikhús: LR, LA og Þjóðleikhúsið. Hópurinn státar af tveimur leikstjórum, Gísla Erni Garðarssyni og Birni Hlyn Haraldssyni. Frá fyrra leikári taka þau upp þráðinn með sýningum á Ást á Nýja sviði Borgarleikhússins og og sýna Hamskiptin eftir sögu Kafka í september á Stóra sviði Þjóðleikhússins en verkið var frumsýnt í London í fyrra og er nú enduræft með íslenskum kröftum í öllum hlutverkum. Mikið er búið að fjalla um alþjóðlega sýningu sem byggir á kvikmynd Lukas Moodysson, Tillsammans. Ekki er ljóst hvar hún kemur upp í desember, en verkinu er ætlað að fara víða með sinn alþjóðlega leikhóp. Í desember verður Superstar sett upp í samvinnu við LR í leikstjórn Björns Hlyns en þaðan fer hann norður á Akureyri og setur á svið eigið verk, Double Dusch, í samstarfi við LA. Stóru tíðindin eru sviðsetning á Faust, sú þriðja hér á landi, en Kurt Zier setti verk Faust upp með brúðum á stríðsráunum og Þjóðleikhúsið flutti verkið 1971. Að þessu sinni er frumsagan sótt í þjóðsögur en ekki verk Goethe, en með Gísla leikstjóra koma að verkinu Nick Cave og Carlo Grosse. Frumsýning verður í Borgarleikhúsi næsta vor. Umsvif Vesturports hafa aldrei verið meiri, en hópurinn nýtur styrks frá Leiklistarráði. Hann stefnir einnig að framleiðslu á kvikmyndinni Brim eftir samnefndu leikverki Jóns Atla Jónssonar. Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Af sjálfstæðum hópum verður leikhópurinn Vesturport fyrirferðarmestur, bæði með sýningar á eigin vegum og í samstarfi við stærri leikhús: LR, LA og Þjóðleikhúsið. Hópurinn státar af tveimur leikstjórum, Gísla Erni Garðarssyni og Birni Hlyn Haraldssyni. Frá fyrra leikári taka þau upp þráðinn með sýningum á Ást á Nýja sviði Borgarleikhússins og og sýna Hamskiptin eftir sögu Kafka í september á Stóra sviði Þjóðleikhússins en verkið var frumsýnt í London í fyrra og er nú enduræft með íslenskum kröftum í öllum hlutverkum. Mikið er búið að fjalla um alþjóðlega sýningu sem byggir á kvikmynd Lukas Moodysson, Tillsammans. Ekki er ljóst hvar hún kemur upp í desember, en verkinu er ætlað að fara víða með sinn alþjóðlega leikhóp. Í desember verður Superstar sett upp í samvinnu við LR í leikstjórn Björns Hlyns en þaðan fer hann norður á Akureyri og setur á svið eigið verk, Double Dusch, í samstarfi við LA. Stóru tíðindin eru sviðsetning á Faust, sú þriðja hér á landi, en Kurt Zier setti verk Faust upp með brúðum á stríðsráunum og Þjóðleikhúsið flutti verkið 1971. Að þessu sinni er frumsagan sótt í þjóðsögur en ekki verk Goethe, en með Gísla leikstjóra koma að verkinu Nick Cave og Carlo Grosse. Frumsýning verður í Borgarleikhúsi næsta vor. Umsvif Vesturports hafa aldrei verið meiri, en hópurinn nýtur styrks frá Leiklistarráði. Hann stefnir einnig að framleiðslu á kvikmyndinni Brim eftir samnefndu leikverki Jóns Atla Jónssonar.
Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira