Ölvis: Bravado - þrjár stjörnur 28. ágúst 2007 09:30 Ölvis er hæfileikaríkur tónlistarmaður sem sýnir vel hvers hann er megnugur á Bravado þó hann eigi margt inni. Ölvis er einmenningssveit Örlygs Þórs Örlygssonar en hann kom mjög á óvart með annarri breiðskífu sinni, The Blue Sound, sem kom út seint á árinu 2005. Bravado er því þriðja breiðskífa Ölvisar og er hún gefin út af Resonant í Bretlandi. 12 Tónar sjá hins vegar um dreifingu hér heima. Bravado inniheldur margt af því góða sem finna mátti á The Blue Sound. Útsetningar eru vandaðar, öll hljóðuppbygging sannar þroska lagahöfundar og fyrst og fremst eru vandaðar lagasmíðar hér á ferð. Það sem Bravado tekst hins vegar ekki að gera er að bæta við The Blue Sound og sýna þannig nýjar og helst auðvitað betri hliðar á Ölvis sem tónlistarmanni. Ölvis nær á margan hátt að framkalla hughrif sem minna helst á draumóra liggjandi manns úti í náttúrunni með norðurljósin sveimandi yfir sér. Íslenskir textar setja líka sinn svip á yfirbragð plötunnar. Oftast eru þeir einfaldir, mikið er af endurtekningum og innihaldið segir manni að Ölvis er ekki endilega svo sáttur við ástand hins nútíma heims. Hughrifin ná hins vegar ekki að koma sér nógu vel til skila, hvorki í gegnum textana né flæðandi laglínurnar. War Chant og Everything is Energy eru dæmi um lög sem ætla sér að verða eitthvað meira en þau enda síðan á að verða. Söngur Ölvisar nær einnig að fara stundum í taugarnar á manni, eitthvað sem hann gerði ekki á The Blue Sound. Kannski er samt ekki réttlátt að bera þessar tvær plötur of mikið saman. Bravado stendur vissulega fyrir sínu ein og sér, hefur margt fram að færa og græðir mikið á öllu því hæfileikaríka fólki sem tók þátt í vinnslu plötunnar. Wake Up Now er líklegast besta dæmið. Samt er það þannig að Bravado ristir ekki eins djúpt og The Blue Sound og það er staðreynd sem stendur út af fyrir sig og er óháð öðru. Steinþór Helgi Arnsteinsson Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Ölvis er einmenningssveit Örlygs Þórs Örlygssonar en hann kom mjög á óvart með annarri breiðskífu sinni, The Blue Sound, sem kom út seint á árinu 2005. Bravado er því þriðja breiðskífa Ölvisar og er hún gefin út af Resonant í Bretlandi. 12 Tónar sjá hins vegar um dreifingu hér heima. Bravado inniheldur margt af því góða sem finna mátti á The Blue Sound. Útsetningar eru vandaðar, öll hljóðuppbygging sannar þroska lagahöfundar og fyrst og fremst eru vandaðar lagasmíðar hér á ferð. Það sem Bravado tekst hins vegar ekki að gera er að bæta við The Blue Sound og sýna þannig nýjar og helst auðvitað betri hliðar á Ölvis sem tónlistarmanni. Ölvis nær á margan hátt að framkalla hughrif sem minna helst á draumóra liggjandi manns úti í náttúrunni með norðurljósin sveimandi yfir sér. Íslenskir textar setja líka sinn svip á yfirbragð plötunnar. Oftast eru þeir einfaldir, mikið er af endurtekningum og innihaldið segir manni að Ölvis er ekki endilega svo sáttur við ástand hins nútíma heims. Hughrifin ná hins vegar ekki að koma sér nógu vel til skila, hvorki í gegnum textana né flæðandi laglínurnar. War Chant og Everything is Energy eru dæmi um lög sem ætla sér að verða eitthvað meira en þau enda síðan á að verða. Söngur Ölvisar nær einnig að fara stundum í taugarnar á manni, eitthvað sem hann gerði ekki á The Blue Sound. Kannski er samt ekki réttlátt að bera þessar tvær plötur of mikið saman. Bravado stendur vissulega fyrir sínu ein og sér, hefur margt fram að færa og græðir mikið á öllu því hæfileikaríka fólki sem tók þátt í vinnslu plötunnar. Wake Up Now er líklegast besta dæmið. Samt er það þannig að Bravado ristir ekki eins djúpt og The Blue Sound og það er staðreynd sem stendur út af fyrir sig og er óháð öðru. Steinþór Helgi Arnsteinsson
Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira