Sýning á verkum Nínu 24. ágúst 2007 08:45 Nína Sæmundsdóttir Á laugardag verður opnuð sýning á verkum listakonunnar Nínu Sæmundson í Sögusetrinu á Hvolsvelli. Jónína Sæmundsdóttir eða Nína eins og hún kallaði sig, var fædd í Nikulásarhúsum í Fljótshlíð 1892. Nínu var aðeins 23 ára þegar hún fékk inni í Tekniske skole í Kaupmannahöfn 1915-16. Síðan fer hún í Konunglegu listaakademíuna þar sem hún er við nám til 1920. Nína veikist af berklum 1920 og átti við heilsuleysi að stríða um nokkurt skeið. Það stoppaði hana ekki í að fara til Rómar þar sem hún dvaldi í ár og lagði frekari grunn að myndlistarferli sínum. Henni bauðst að sýna í New York 1926, og eftir það var hún um kyrrt fyrir vestan, fyrst í New York og síðan í Hollywood. Þar bjó hún og starfaði í þrjá áratugi. Í Bandaríkjunum vann hún mörg opinber verkefni og öðlaðist vinsældir sem næmur og fágaður portrettlistamaður.Meðal opinberra verkefna hennar má nefna Afrekshug fyrir Waldorf Astoria hótelið í New York 1931, mynd af Prómeþeif í Los Angeles 1935 og minnisvarða um Leif Eiríksson 1936, einnig í Los Angeles. Af mannamyndum má nefna portrett af Hedy Lamarr, Peter Freuchen og Vilhjálmi Stefánssyni en hún var virtur portret-málari þar í borg. Nína hélt alltaf íslenskum ríkisborgararétti sínum. Síðustu árin tók hún nokkurn þátt í íslensku listalífi, m.a. með sýningum á höggmyndum og olíumálverkum. Hún lést 1965. Meðal verka Ninu á Íslandi eru Móðurást í Lækjargötu í Reykjavík. Maríumynd í Selfosskirkju, Rökkur á Sólheimum í Grímsnesi, Ung móðir við Hlíðarendakirkju í Fljótshlíð og Þorsteinn Erlingsson í Þorsteinslundi í Fljótshlíð og Njáll á Sögusetrinu. Árni Mathiesen opnar sýninguna kl. 14.00 og mun hún standa til 22. september. Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Á laugardag verður opnuð sýning á verkum listakonunnar Nínu Sæmundson í Sögusetrinu á Hvolsvelli. Jónína Sæmundsdóttir eða Nína eins og hún kallaði sig, var fædd í Nikulásarhúsum í Fljótshlíð 1892. Nínu var aðeins 23 ára þegar hún fékk inni í Tekniske skole í Kaupmannahöfn 1915-16. Síðan fer hún í Konunglegu listaakademíuna þar sem hún er við nám til 1920. Nína veikist af berklum 1920 og átti við heilsuleysi að stríða um nokkurt skeið. Það stoppaði hana ekki í að fara til Rómar þar sem hún dvaldi í ár og lagði frekari grunn að myndlistarferli sínum. Henni bauðst að sýna í New York 1926, og eftir það var hún um kyrrt fyrir vestan, fyrst í New York og síðan í Hollywood. Þar bjó hún og starfaði í þrjá áratugi. Í Bandaríkjunum vann hún mörg opinber verkefni og öðlaðist vinsældir sem næmur og fágaður portrettlistamaður.Meðal opinberra verkefna hennar má nefna Afrekshug fyrir Waldorf Astoria hótelið í New York 1931, mynd af Prómeþeif í Los Angeles 1935 og minnisvarða um Leif Eiríksson 1936, einnig í Los Angeles. Af mannamyndum má nefna portrett af Hedy Lamarr, Peter Freuchen og Vilhjálmi Stefánssyni en hún var virtur portret-málari þar í borg. Nína hélt alltaf íslenskum ríkisborgararétti sínum. Síðustu árin tók hún nokkurn þátt í íslensku listalífi, m.a. með sýningum á höggmyndum og olíumálverkum. Hún lést 1965. Meðal verka Ninu á Íslandi eru Móðurást í Lækjargötu í Reykjavík. Maríumynd í Selfosskirkju, Rökkur á Sólheimum í Grímsnesi, Ung móðir við Hlíðarendakirkju í Fljótshlíð og Þorsteinn Erlingsson í Þorsteinslundi í Fljótshlíð og Njáll á Sögusetrinu. Árni Mathiesen opnar sýninguna kl. 14.00 og mun hún standa til 22. september.
Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira