Ungur ljósmyndari vekur athygli 20. ágúst 2007 07:00 Marino Thorlacius var að gefa út sína fyrstu ljósmyndabók. Marino Thorlacius er ungur strákur sem var að gefa út sína fyrstu ljósmyndabók. Hann er sjálflærður í faginu og hefur einungis tekið myndir í þrjú ár. Athygli vekur að hinn virti ljósmyndari Ragnar Axelsson, eða RAX, kallar hann snilling á bókarkápunni. „Þetta er samansafn af fyrstu verkunum mínum. Ég hef lengi gengið með það í maganum að gefa út bók og ákvað að láta bara vaða," segir Marino um bókina, Land. Nokkra athygli vekur að hinn virti ljósmyndari Ragnar Axelson, eða RAX, sem hefur starfað um árabil á Morgunblaðinu og gefið út ljósmyndabækur sjálfur, gefur bókinni lofsamlega dóma á bókarkápunni. Þar segir hann meðal annars: „Hér er á ferðinni nýr snillingur. Mér finnst myndirnar hans Marinos alveg frábærar, sennilega með því flottasta sem menn eru að gera í dag." Hér má sjá eina myndanna sem prýða ljósmyndabókina Land. Marino byrjaði að taka myndir fyrir þremur árum þegar hann keypti sér myndavél. „Ljósmyndun er svo stór, hefur svo mikla möguleika. Íslendingar hafa ekki almennilega opnað augu sín fyrir því enn þá. Ljósmyndun hefur til dæmis alveg jafnmikla möguleika og málverk." Marino segir að myndirnar séu af öllu mögulegu og unnar á misjafnan hátt. Eftirvinnsla þeirra er líka mismikil. Sumar eru mikið unnar, aðrar ekki neitt og hann vinnur þær bæði í höndunum og stafrænt. „Það er tjáningarþörfin sem rekur mig áfram. Þetta er eins og þegar ljóðskáld gefur út ljóðabók," segir Marino um bókina sína. Hann gefur bókina út sjálfur og helmingur ágóða hennar rennur til Krabbameinsfélagsins. Sýnishorn mynda hans má sjá á heimasíðu hans, Marinot.com. Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Marino Thorlacius er ungur strákur sem var að gefa út sína fyrstu ljósmyndabók. Hann er sjálflærður í faginu og hefur einungis tekið myndir í þrjú ár. Athygli vekur að hinn virti ljósmyndari Ragnar Axelsson, eða RAX, kallar hann snilling á bókarkápunni. „Þetta er samansafn af fyrstu verkunum mínum. Ég hef lengi gengið með það í maganum að gefa út bók og ákvað að láta bara vaða," segir Marino um bókina, Land. Nokkra athygli vekur að hinn virti ljósmyndari Ragnar Axelson, eða RAX, sem hefur starfað um árabil á Morgunblaðinu og gefið út ljósmyndabækur sjálfur, gefur bókinni lofsamlega dóma á bókarkápunni. Þar segir hann meðal annars: „Hér er á ferðinni nýr snillingur. Mér finnst myndirnar hans Marinos alveg frábærar, sennilega með því flottasta sem menn eru að gera í dag." Hér má sjá eina myndanna sem prýða ljósmyndabókina Land. Marino byrjaði að taka myndir fyrir þremur árum þegar hann keypti sér myndavél. „Ljósmyndun er svo stór, hefur svo mikla möguleika. Íslendingar hafa ekki almennilega opnað augu sín fyrir því enn þá. Ljósmyndun hefur til dæmis alveg jafnmikla möguleika og málverk." Marino segir að myndirnar séu af öllu mögulegu og unnar á misjafnan hátt. Eftirvinnsla þeirra er líka mismikil. Sumar eru mikið unnar, aðrar ekki neitt og hann vinnur þær bæði í höndunum og stafrænt. „Það er tjáningarþörfin sem rekur mig áfram. Þetta er eins og þegar ljóðskáld gefur út ljóðabók," segir Marino um bókina sína. Hann gefur bókina út sjálfur og helmingur ágóða hennar rennur til Krabbameinsfélagsins. Sýnishorn mynda hans má sjá á heimasíðu hans, Marinot.com.
Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira