Stemningin skipti öllu máli 19. ágúst 2007 08:00 Fyrsta sólóplata Elízu, Empire Fall, er komin í búðir. MYND/Pjetur Fyrsta sólóplata Elízu Geirsdóttur Newman, Empire Fall, er komin út. Elíza, sem var áður í hljómsveitinni Kolrössu krókríðandi og Skandinavíu, gefur út plötuna hjá nýstofnuðu útgáfufyrirtæki sínu, Lavaland Records. „Ég var búin að velta því fyrir mér í nokkur ár að gera sólóplötu en langaði ekkert sérstaklega mikið til þess. Ég var of mikil hljómsveitarmanneskja og fannst svolítið erfitt að koma fram ein. En mér fannst tími til kominn núna enda komin aftur til Íslands,“ segir Elíza, sem flutti heim síðasta vetur eftir sjö ára dvöl í London. „Það var mjög gaman,“ segir hún um dvöl sína í stórborginni. „Þetta er eitthvað sem allir Íslendingar ættu að gera, að flytjast erlendis í tvö til þrjú ár og kynnast öðrum menningarheimum.“Frami í BretlandiElíza var aðeins sextán ára þegar hún stofnaði kvennahljómsveitina Kolrössu krókríðandi ásamt skólasystrum sínum í Keflavík. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Kolrassa sigraði Músiktilraunir árið 1992 og gaf út þrjár plötur hjá Smekkleysu. Árið 1998 var nafni Kolrössu breytt í Bellatrix og stefnan sett á Bretlandsmarkað. Bellatrix gaf út tvær breiðskífur, spilaði víða og fór meðal annars í tónleikaferðalag með Coldplay. Auk þess kom hún fram sem aðalnúmerið á Carling-sviðinu á Reading-hátíðinni árið 2000.Árið 2002 hóf Elíza framhaldsnám í óperusöng í London og undir áhrifum óperunnar stofnaði hún hljómsveitina Skandinavíu sem spilaði þungt rokk með óperuívafi. Sveitin fékk útgáfusamning eftir aðeins eina tónleika og gaf út eina breiðskífu og tvær smáskífur á ferli sínum.Stemningin aðalatriðiðElíza lýsir nýju plötunni sem minimalískri rokkplötu með góðu andrúmslofti og stemningu. „Þetta snerist allt um það að skapa stemningu og í sumum lögunum var fyrsta upptakan notuð. Þetta snerist líka voða mikið um að tóna niður sönginn aftur á byrjunarreit því ég er búin að þjálfa mig svo mikið. Ég þurfti að fara aftur á byrjunarpunkt svo upprunalega röddin kæmi fram og það var frekar erfitt,“ segir hún.Aðspurð segist Elíza ekki hafa legið lengi yfir textunum á plötunni. „Þeir fjalla bara um lífið og tilveruna. Þetta eru ósjálfráðir textar, eitthvað sem kemur úr undirmeðvitundinni og þarna er ég að melta ýmislegt sem hefur gengið á í lífinu.“Eigið útáfufyrirtækiAð sögn Elízu höfðu nokkrir aðilar erlendis hvatt hana til að stofna útgáfufyrirtæki og á endanum hafi hún slegið til og Lavaland Records orðið að veruleika. „Mér var sagt að það væri rosa sniðugt. Ég var svolítið treg fyrst en svo hugsaði ég að það gæti verið spennandi. Ég fékk rosalega góðar viðtökur við þessu úti þannig að ég sló til. Þetta er eitthvað sem ég vil prófa og þetta gefur mér vonandi ný og spennandi tækifæri.“Platan kemur út í Bretlandi og í Bandaríkjunum þann 1. október og einnig kemur hún út á iTunes þar sem allur heimurinn getur hlýtt á hana. Elíza stefnir á að halda útgáfutónleika hérlendis í næsta mánuði með glænýrri hljómsveit sinni auk þess sem hún stefnir á tónleikaferð um Bretland og Bandaríkin. Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Fleiri fréttir HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Fyrsta sólóplata Elízu Geirsdóttur Newman, Empire Fall, er komin út. Elíza, sem var áður í hljómsveitinni Kolrössu krókríðandi og Skandinavíu, gefur út plötuna hjá nýstofnuðu útgáfufyrirtæki sínu, Lavaland Records. „Ég var búin að velta því fyrir mér í nokkur ár að gera sólóplötu en langaði ekkert sérstaklega mikið til þess. Ég var of mikil hljómsveitarmanneskja og fannst svolítið erfitt að koma fram ein. En mér fannst tími til kominn núna enda komin aftur til Íslands,“ segir Elíza, sem flutti heim síðasta vetur eftir sjö ára dvöl í London. „Það var mjög gaman,“ segir hún um dvöl sína í stórborginni. „Þetta er eitthvað sem allir Íslendingar ættu að gera, að flytjast erlendis í tvö til þrjú ár og kynnast öðrum menningarheimum.“Frami í BretlandiElíza var aðeins sextán ára þegar hún stofnaði kvennahljómsveitina Kolrössu krókríðandi ásamt skólasystrum sínum í Keflavík. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Kolrassa sigraði Músiktilraunir árið 1992 og gaf út þrjár plötur hjá Smekkleysu. Árið 1998 var nafni Kolrössu breytt í Bellatrix og stefnan sett á Bretlandsmarkað. Bellatrix gaf út tvær breiðskífur, spilaði víða og fór meðal annars í tónleikaferðalag með Coldplay. Auk þess kom hún fram sem aðalnúmerið á Carling-sviðinu á Reading-hátíðinni árið 2000.Árið 2002 hóf Elíza framhaldsnám í óperusöng í London og undir áhrifum óperunnar stofnaði hún hljómsveitina Skandinavíu sem spilaði þungt rokk með óperuívafi. Sveitin fékk útgáfusamning eftir aðeins eina tónleika og gaf út eina breiðskífu og tvær smáskífur á ferli sínum.Stemningin aðalatriðiðElíza lýsir nýju plötunni sem minimalískri rokkplötu með góðu andrúmslofti og stemningu. „Þetta snerist allt um það að skapa stemningu og í sumum lögunum var fyrsta upptakan notuð. Þetta snerist líka voða mikið um að tóna niður sönginn aftur á byrjunarreit því ég er búin að þjálfa mig svo mikið. Ég þurfti að fara aftur á byrjunarpunkt svo upprunalega röddin kæmi fram og það var frekar erfitt,“ segir hún.Aðspurð segist Elíza ekki hafa legið lengi yfir textunum á plötunni. „Þeir fjalla bara um lífið og tilveruna. Þetta eru ósjálfráðir textar, eitthvað sem kemur úr undirmeðvitundinni og þarna er ég að melta ýmislegt sem hefur gengið á í lífinu.“Eigið útáfufyrirtækiAð sögn Elízu höfðu nokkrir aðilar erlendis hvatt hana til að stofna útgáfufyrirtæki og á endanum hafi hún slegið til og Lavaland Records orðið að veruleika. „Mér var sagt að það væri rosa sniðugt. Ég var svolítið treg fyrst en svo hugsaði ég að það gæti verið spennandi. Ég fékk rosalega góðar viðtökur við þessu úti þannig að ég sló til. Þetta er eitthvað sem ég vil prófa og þetta gefur mér vonandi ný og spennandi tækifæri.“Platan kemur út í Bretlandi og í Bandaríkjunum þann 1. október og einnig kemur hún út á iTunes þar sem allur heimurinn getur hlýtt á hana. Elíza stefnir á að halda útgáfutónleika hérlendis í næsta mánuði með glænýrri hljómsveit sinni auk þess sem hún stefnir á tónleikaferð um Bretland og Bandaríkin.
Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Fleiri fréttir HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira