Carsten Jensen kominn 19. ágúst 2007 06:15 Í dag heldur áfram hin viðamikla og fjölbreytta dagskrá Reyfis með bókaeftirmiðdegi: verða upplestrar fyrirferðarmiklir í dagskránni í dag: Einar Már og og skáldin úr Nýhil verða á svæðinu en trompið er danski rithöfundurinn Carsten Jensen. Carsten er afar áberandi í dönsku menningarlífi bæði sem höfundur skáldsagna, ferðabóka og rita samfélagslegs eðlis. Hann er af sjómönnum kominn, fæddur 1952 í sjómannabænum Marstal en þaðan komu margir sem hingað sigldu á Íslandsförum fyrr á tíð. Uppruninn varð honum yrkisefni í síðustu stóru skáldsögu hans Vi, de druknede sem kom út í fyrra. Kunnastur varð hann þó á ritvellinum fyrir ferðasögur sínar tvær frá 1996 og 1997, Jeg har set verden begynde og Jeg har hört et stjerneskud, sem lýsa ferð hans umhverfis hnöttinn. Þær seldust í gríðarlegu upplagi í Danmörku og hafa skapað honum frægð víða um lönd.. Carsten er menntaður bókmenntafræðingur og hóf feril sinn sem rithöfundur um þrítugt. Í fyrsta kaflanum á ferli hans sem höfundur var hann raunar frekar samfélagsgagnrýnandi en skáld, Skyggn á samfélagsástand með næma tilfinningu fyrir smáatriðum sem í umfjöllun hans lýstu upp stærra svið. Í öðrum kafla skáldskapar hans tókst hann á við skáldsöguna í tveimur bókum: Kannibalernes nadver (1988) og Jorden i Munden (1991). Báðar lýstu leitandi ungum manni, í ástum og í hinni seinni á ferð um Indland. Í kjölfar þeirra komu tvö ritgerðasöfn, en þá tók við heimsreisa sögumanna þvert í gegnum Rússland til Kína, Kambódíu, Víetnam, yfir Kyrrahafið, um Suður-Ameríku og loks heim. Heimkominn vindur hann kvæði sínu í kross, semur lýsingu af ári tvö og þrjú með ungri dóttur og loks úttekt á heiminum í kjölfar árása á tvíburaturnanna. Carsten er mikill stílisti á móðurmáli sínu. Verk hans eru með sterku pólitísku og siðferðilegu ívafi. Þetta mun ekki vera fyrsta heimsókn hans hingað til lands, en Carsten hittir lesendur sína í Glerskálanum kl. 14. Einar Már les upp kl. 13, og Nýhil-skáldin kl. 15. Mest lesið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Herra Skepna sló Hafþór utan undir Lífið Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Í dag heldur áfram hin viðamikla og fjölbreytta dagskrá Reyfis með bókaeftirmiðdegi: verða upplestrar fyrirferðarmiklir í dagskránni í dag: Einar Már og og skáldin úr Nýhil verða á svæðinu en trompið er danski rithöfundurinn Carsten Jensen. Carsten er afar áberandi í dönsku menningarlífi bæði sem höfundur skáldsagna, ferðabóka og rita samfélagslegs eðlis. Hann er af sjómönnum kominn, fæddur 1952 í sjómannabænum Marstal en þaðan komu margir sem hingað sigldu á Íslandsförum fyrr á tíð. Uppruninn varð honum yrkisefni í síðustu stóru skáldsögu hans Vi, de druknede sem kom út í fyrra. Kunnastur varð hann þó á ritvellinum fyrir ferðasögur sínar tvær frá 1996 og 1997, Jeg har set verden begynde og Jeg har hört et stjerneskud, sem lýsa ferð hans umhverfis hnöttinn. Þær seldust í gríðarlegu upplagi í Danmörku og hafa skapað honum frægð víða um lönd.. Carsten er menntaður bókmenntafræðingur og hóf feril sinn sem rithöfundur um þrítugt. Í fyrsta kaflanum á ferli hans sem höfundur var hann raunar frekar samfélagsgagnrýnandi en skáld, Skyggn á samfélagsástand með næma tilfinningu fyrir smáatriðum sem í umfjöllun hans lýstu upp stærra svið. Í öðrum kafla skáldskapar hans tókst hann á við skáldsöguna í tveimur bókum: Kannibalernes nadver (1988) og Jorden i Munden (1991). Báðar lýstu leitandi ungum manni, í ástum og í hinni seinni á ferð um Indland. Í kjölfar þeirra komu tvö ritgerðasöfn, en þá tók við heimsreisa sögumanna þvert í gegnum Rússland til Kína, Kambódíu, Víetnam, yfir Kyrrahafið, um Suður-Ameríku og loks heim. Heimkominn vindur hann kvæði sínu í kross, semur lýsingu af ári tvö og þrjú með ungri dóttur og loks úttekt á heiminum í kjölfar árása á tvíburaturnanna. Carsten er mikill stílisti á móðurmáli sínu. Verk hans eru með sterku pólitísku og siðferðilegu ívafi. Þetta mun ekki vera fyrsta heimsókn hans hingað til lands, en Carsten hittir lesendur sína í Glerskálanum kl. 14. Einar Már les upp kl. 13, og Nýhil-skáldin kl. 15.
Mest lesið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Herra Skepna sló Hafþór utan undir Lífið Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira