Nýjasta breiðskífa hljómsveitarinnar Jagúar, „Shake it good“ kemur út í dag – á sama degi og sveitin fagnar níu ára afmæli sínu. Til að fagna afmælinu og útgáfu nýju plötunnar býður sveitin í partí á tónleikastaðnum Organ í Hafnarstræti.
Jagúarpiltar lofa sannkallaðri fönkveislu á tónleikunum í kvöld og hefja leik á miðnætti. Frítt er inn á tónleikana, þar sem sveitin hyggst spila lög af nýju plötunni auk þess sem gamlir slagarar fá án vafa að njóta sín.