Verk Kristjáns í Gallerí Fold á menningarnótt 15. ágúst 2007 04:00 Kristján Davíðsson varð níræður í sumar en sýning verka hans verður í Gallerí Fold á menningarnótt. Gallerí Fold opnar sali sína upp á gátt á menningarnótt: þrjár ólíkar sýningar verða á Rauðarárstígnum og að vanda verður dagskrá allan daginn og hið vinsæla happadrætti en vinningar þetta árið eru verk eftir tvo þeirra sem sýna: Kristján Davíðsson og Harald Bilson. Víðfeðmi menningarnætur í borginni færist þetta árið út á Granda og upp á Miklatún. Þrátt fyrir að Gallerí Fold hafi verið út úr hafa þúsundir manna komið í heimsókn á menningarnótt, þegið kaffisopa og litið á hvað er í boði. Stóru tíðindin eru þetta árið sýning á málverkum Kristjáns Davíðssonar úr safni Braga Guðlaugssonar dúklagningameistara, en hann er einn ötulasti safnari á landinu og á mikið safn verka eftir Kristján frá öllum tímum á afkastamiklum ferli meistarans. Verða á annan tug verka til sýnis úr safni Braga á menningarnótt. Þá verður sett upp stór sýning teikninga eftir Halldór Pétursson, hinn vinsæla og mikilvirka teiknara, og sýning með verkum Haralds Bilson. Gallerí Fold þjófstartar með sýningunni á verkum Kristjáns úr safni Braga vegna níræðisafmælis Kristjáns sem var fyrir skömmu. Í vændum er stórsýning í Listasafni Íslands með vali verka frá hans langa og fjölbreytta ferli. Hann hefur lifað lengst allra málara af sinni kynslóð og tekist á við fjölbreytileg stílbrigði innan abstraktsins. Hann var hallari undir ameríska skólann í því sem þar í landi er kallað abstrakt-expressjónismi. Hefur Listasafnið auglýst eftir verkum í einkaeign til sýningarhaldsins í haust, en fram til þess geta menn svalað áhuga sínum á list Kristjáns í úrvali verka hans úr eigu Braga Guðlaugssonar í Gallerí Fold. Mest lesið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið Hver dagur ævintýri í lýðháskóla í Afríku Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Herra Skepna sló Hafþór utan undir Lífið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Fleiri fréttir „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Gallerí Fold opnar sali sína upp á gátt á menningarnótt: þrjár ólíkar sýningar verða á Rauðarárstígnum og að vanda verður dagskrá allan daginn og hið vinsæla happadrætti en vinningar þetta árið eru verk eftir tvo þeirra sem sýna: Kristján Davíðsson og Harald Bilson. Víðfeðmi menningarnætur í borginni færist þetta árið út á Granda og upp á Miklatún. Þrátt fyrir að Gallerí Fold hafi verið út úr hafa þúsundir manna komið í heimsókn á menningarnótt, þegið kaffisopa og litið á hvað er í boði. Stóru tíðindin eru þetta árið sýning á málverkum Kristjáns Davíðssonar úr safni Braga Guðlaugssonar dúklagningameistara, en hann er einn ötulasti safnari á landinu og á mikið safn verka eftir Kristján frá öllum tímum á afkastamiklum ferli meistarans. Verða á annan tug verka til sýnis úr safni Braga á menningarnótt. Þá verður sett upp stór sýning teikninga eftir Halldór Pétursson, hinn vinsæla og mikilvirka teiknara, og sýning með verkum Haralds Bilson. Gallerí Fold þjófstartar með sýningunni á verkum Kristjáns úr safni Braga vegna níræðisafmælis Kristjáns sem var fyrir skömmu. Í vændum er stórsýning í Listasafni Íslands með vali verka frá hans langa og fjölbreytta ferli. Hann hefur lifað lengst allra málara af sinni kynslóð og tekist á við fjölbreytileg stílbrigði innan abstraktsins. Hann var hallari undir ameríska skólann í því sem þar í landi er kallað abstrakt-expressjónismi. Hefur Listasafnið auglýst eftir verkum í einkaeign til sýningarhaldsins í haust, en fram til þess geta menn svalað áhuga sínum á list Kristjáns í úrvali verka hans úr eigu Braga Guðlaugssonar í Gallerí Fold.
Mest lesið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið Hver dagur ævintýri í lýðháskóla í Afríku Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Herra Skepna sló Hafþór utan undir Lífið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Fleiri fréttir „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira