Kate ekki velkomin í konungshöllina 13. ágúst 2007 06:00 William prins og Kate Middleton. Þótt það hafi ekki verið formlega staðfest bendir flest til þess að Vilhjálmur prins og Kate Middleton hafi náð saman á ný eftir nokkurra vikna aðskilnað. En ekki eru allir sáttir við samband Vilhjálms og Kate. Ensku slúðurblöðin fullyrða að Elísabet drottning sé ekki par ánægð með að Vilhjálmur hafi hafið samband við Kate á ný. Þó að hún kunni vel við hina 25 ára gömlu þokkadís þá sé lífsstíll hennar og viðhorf ekki sæmandi bresku hirðinni. Eftir að Vilhjálmur og Kate slitu fjögurra ára sambandi sínu í apríl á þessu ári hefur hún verið dugleg við að fara út á lífið og segja þeir sem til hennar þekkja að hún geri í því að klæðast flegnum og djörfum kjólum fyrir framan paparazzi-ljósmyndarana. Mun það eingöngu hafa verið gert til að fanga athygli Vilhjálms og fá hann til að taka við henni á ný. Svo virðist sem Kate hafi tekist ætlunarverk sitt en fyrir skemmstu sást til hennar og Vilhjálms í innilegum atlotum. Segja má að áætlun Kate um að ná í Vilhjálm aftur hafi gengið fullkomlega upp og segja þeir sem til hennar þekkja að það sé henni líkt. Kate sé þannig gerð að þegar hún ætli sér eitthvað stoppi hún ekki fyrr en því takmarki hefur verið náð. Hún sé gríðarlega einbeitt og metnaðarfull og þykir hún hafa staðið sig afar vel í starfi sínu hjá Jigsaw-fatalínunni í London. Þótt Kate hafi fengið ótalmörg gylliboð hefur hún aldrei veitt viðtal um samband sitt við Vilhjálm. Engar sögur af ástalífi hennar og prinsins hafa lekið til fjölmiðla og aldrei hefur hún látið óheppileg ummæli falla á opinberum vettvangi. En þrátt fyrir að virðast hreinlega pottþétt, herma götublöðin að Elísabet sé ekki sátt. Það sé einkum vegna reglulegra heimsókna Kate á skemmtistaði Lundúna, þaðan sem hún fer sjaldan snemma heim. Vill Elísabet með engu móti að Vilhjálmur taki upp slíka lífshætti, enda hafi uppátæki bróður hans, Harrys, haft nægilega slæm áhrif á orðspor bresku hirðarinnar. Þá telur Elísabet að fyrst að Vilhjálmur og Kate hafi hætt einu sinni saman " sé ekkert því til fyrirstöðu að það gerist aftur. Kóngafólk Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira
Þótt það hafi ekki verið formlega staðfest bendir flest til þess að Vilhjálmur prins og Kate Middleton hafi náð saman á ný eftir nokkurra vikna aðskilnað. En ekki eru allir sáttir við samband Vilhjálms og Kate. Ensku slúðurblöðin fullyrða að Elísabet drottning sé ekki par ánægð með að Vilhjálmur hafi hafið samband við Kate á ný. Þó að hún kunni vel við hina 25 ára gömlu þokkadís þá sé lífsstíll hennar og viðhorf ekki sæmandi bresku hirðinni. Eftir að Vilhjálmur og Kate slitu fjögurra ára sambandi sínu í apríl á þessu ári hefur hún verið dugleg við að fara út á lífið og segja þeir sem til hennar þekkja að hún geri í því að klæðast flegnum og djörfum kjólum fyrir framan paparazzi-ljósmyndarana. Mun það eingöngu hafa verið gert til að fanga athygli Vilhjálms og fá hann til að taka við henni á ný. Svo virðist sem Kate hafi tekist ætlunarverk sitt en fyrir skemmstu sást til hennar og Vilhjálms í innilegum atlotum. Segja má að áætlun Kate um að ná í Vilhjálm aftur hafi gengið fullkomlega upp og segja þeir sem til hennar þekkja að það sé henni líkt. Kate sé þannig gerð að þegar hún ætli sér eitthvað stoppi hún ekki fyrr en því takmarki hefur verið náð. Hún sé gríðarlega einbeitt og metnaðarfull og þykir hún hafa staðið sig afar vel í starfi sínu hjá Jigsaw-fatalínunni í London. Þótt Kate hafi fengið ótalmörg gylliboð hefur hún aldrei veitt viðtal um samband sitt við Vilhjálm. Engar sögur af ástalífi hennar og prinsins hafa lekið til fjölmiðla og aldrei hefur hún látið óheppileg ummæli falla á opinberum vettvangi. En þrátt fyrir að virðast hreinlega pottþétt, herma götublöðin að Elísabet sé ekki sátt. Það sé einkum vegna reglulegra heimsókna Kate á skemmtistaði Lundúna, þaðan sem hún fer sjaldan snemma heim. Vill Elísabet með engu móti að Vilhjálmur taki upp slíka lífshætti, enda hafi uppátæki bróður hans, Harrys, haft nægilega slæm áhrif á orðspor bresku hirðarinnar. Þá telur Elísabet að fyrst að Vilhjálmur og Kate hafi hætt einu sinni saman " sé ekkert því til fyrirstöðu að það gerist aftur.
Kóngafólk Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira