Revíusýning hjá Slátrinu 10. ágúst 2007 02:45 SLÁTUR Á laugardagskvöldið kl. 20 verður S.L.Á.T.U.R. með sýningu í aðalstöðvum sínum að Hverfisgötu 32 á revíunni ALLT GOTT. Þar með tekur þetta gamla form á sig nýtt sköpulag í faðmi raftónlistarmanna. Í fréttatilkynningu samtakanna segir: „Leikin verður margslungin tónlist, farið með gamanmál, tónrænar eftirhermur, hagstefjun og ýmislegt fleira.“ Er ljóst af tilkynningunni að hér er haldið til haga hinum vinsælu þáttum revíuformsins til forna, eftirhermum og gamanmálum margs konar. Stór hópur listamanna kemur fram á Hverfisgötunni, bæði af erlendum og innlendum stofni. Þar má nefna hina írsku Barböru Ellison sem hefur hlotið mikið lof fyrir framsækna raflist sína víða erlendis. Frumflytja þau Heiða Árnadóttir, Þóranna Björnsdóttir og Barbara verk hennar, He: 2:4.0026 (Ode to a noble gas), sem er óður til hins frábæra frumefnis; Helíums. Einnig kemur fram hljómsveitin Hestbak sem er skipuð þeim Áka Ásgeirssyni, Inga Garðari Erlendssyni, Guðmundi Steini Gunnarssyni og Páli Ivan Pálssyni. Hestbak hefur verið iðið við kolann undanfarið og er um þessar mundir að undirbúa tónleikaferð til Ameríku þar sem hljómsveitin mun leika með söngspírunni Kríu Brekkan. Frá Berlín kemur Hjörleifur Jónsson og leikur m.a. verk fyrir dótapíanó eftir John Cage. Sérstakur gestur er Róbert Sturla Reynisson hagleiksmaður. Revían er samstarfsverkefni Kokteilsósu og S.L.Á.T.U.R.s. Aðgengi er ókeypis og öllum frjálst meðan húsrúm leyfir. Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Lífið samstarf Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Á laugardagskvöldið kl. 20 verður S.L.Á.T.U.R. með sýningu í aðalstöðvum sínum að Hverfisgötu 32 á revíunni ALLT GOTT. Þar með tekur þetta gamla form á sig nýtt sköpulag í faðmi raftónlistarmanna. Í fréttatilkynningu samtakanna segir: „Leikin verður margslungin tónlist, farið með gamanmál, tónrænar eftirhermur, hagstefjun og ýmislegt fleira.“ Er ljóst af tilkynningunni að hér er haldið til haga hinum vinsælu þáttum revíuformsins til forna, eftirhermum og gamanmálum margs konar. Stór hópur listamanna kemur fram á Hverfisgötunni, bæði af erlendum og innlendum stofni. Þar má nefna hina írsku Barböru Ellison sem hefur hlotið mikið lof fyrir framsækna raflist sína víða erlendis. Frumflytja þau Heiða Árnadóttir, Þóranna Björnsdóttir og Barbara verk hennar, He: 2:4.0026 (Ode to a noble gas), sem er óður til hins frábæra frumefnis; Helíums. Einnig kemur fram hljómsveitin Hestbak sem er skipuð þeim Áka Ásgeirssyni, Inga Garðari Erlendssyni, Guðmundi Steini Gunnarssyni og Páli Ivan Pálssyni. Hestbak hefur verið iðið við kolann undanfarið og er um þessar mundir að undirbúa tónleikaferð til Ameríku þar sem hljómsveitin mun leika með söngspírunni Kríu Brekkan. Frá Berlín kemur Hjörleifur Jónsson og leikur m.a. verk fyrir dótapíanó eftir John Cage. Sérstakur gestur er Róbert Sturla Reynisson hagleiksmaður. Revían er samstarfsverkefni Kokteilsósu og S.L.Á.T.U.R.s. Aðgengi er ókeypis og öllum frjálst meðan húsrúm leyfir.
Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Lífið samstarf Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira